Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 27

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 27
LÆKNABLAÐlÐ 55 Kettir t. d. draga sig út í horn. Ef þeir eru teknir og færðir, þá fara þeir fljót- lega til fyrri staðar og hreyfa sig þá eðli- lega og hreyfingar eru fyllilega samhæfð- ar. Við stærri skammta í heila falla dýrin í stupor og catatoniu. Þegar áhrifin hverfa nær dýrið sér alveg og ekki sjást nein eftirköst. Samspil áhrifa PGE og ýmissa efna, sem verka á taugakerfið, eru oft flókin. PGE lengir mjög svefntíma músa, sem gefið er „hexabarbiton sodium“. Leptosol er efni, sem veldur krömpum í dýrum og dauða, ef gefið er í nægilega stórum skömmtum. í sumum dýrategund- um verndar PGE gegn krömpum, en í öðrum tilfellum breytir það krömpunum (toniskir verða kloniskir) og verndar gegn dauða. Þá getur PGE einnig verndað gegn krömpum, sem koma við raflost. Prostag- landin hafa áhrif á starfsemi sympatiska taugakerfisins: PGE hindrar verkun þess i mörgum tilfellum, en á hinn bóginn eyk- ur PGFo alfa oft áhrif þessa kerfis. Kynfæri: Áhrif PG á legvöðva í konum hafa verið mikið rannsökuð, bæði in vivo og á vöðvasýnum einangruðum in vitro við þær aðstæður, að hægt er að mæla sam- drátt þeirra. Efni úr PGE flokknum draga yfirleitt bæði úr tíðni og krafti ósjálfráðu samdráttanna í þessum vöðva, en á hinn bóginn auka PGF, alfa og F._, alfa sam- drætti. Áhrifin eru miög háð hormóna- ástandi legvöðvans, þ. e. hvar konan var stödd í tíðahringnum, þegar vöðvasýnið er tekið. Sé bað tekið seint í hringnum er vöðvinn miklu næmari fyrir verkun PGF., alfa, en á hinn bóginn er sýni, sem tekið er úr leginu á þeim tíma, sem egglos á sér stað, u. þ. b. 5 sinnum næmara fyrir slak- andi verkun PGF^ heldur en sýni tekið á öðrum tímum.12 Þungað leg er sérstak- lega næmt fyrir verkun PG. I þessu ástandi valda bæði PGE og PGF., alfa samdráttum. Karim10 fann tiltölulega mikið magn af PG-efnum í naflastrengsæðum og síðar einnig í legvökva, sem tekinn var við fæð- ingu barna.1519 Legvökvinn var sérlega ríkur af PGF alfa efnum. Þessi uppgötvun var staðfest af Abrahams og Howkins.1 Síðari rannsóknir Karims17 sýndu, að PGF2 alfa finnst í blóði kvenna á meðan á fæðingu stendur og aukningin stendur í sambandi við samdrátt legsins. Hann kom því fram með þá hugmynd, að aukin myndun PGF2 alfa væri liður í að koma af stað fæðingu. Hann sýndi fram á, að þessi kenning gæti staðizt með þvi að framkalla fæðingu með PGF2 alfa.2122 Samdrættirnir, sem voru framkallaðir með þessu efni voru sama eðlis og samdrættir við eðlilega fæðingu og það varð engin aukning á hvíldartonus legvöðvans. Síðan hafa ýmsir aðrir framkallað fæðingu12 með því að dreypa PGF., alfa eða PGE2 í æð, en síðarnefnda efnið er jafnvel enn kröftugra frá þessu sjónarmiði. Karim og Filshie20 birtu fyrstu skýrsl- una um notkun PGF2 alfa til þess að fram- kalla fósturlát á tímanum milli 9. og 22. viku meðgöngutímans. Þeir gáfu efnið sem dreypilyf í æð. f 10 af 15 tilfellum komu fóstur og placenta út saman, í þrem til- fellum kom placenta nokkru seinna. f einu tilfelli kom placenta ekki svo gera varð aðgerð og í einu tilfelli var ekki hægt að íramkalla fósturlát, þrátt fyrir aukna sam- drætti í leginu. Bygdeman og Wiquist3 hafa fengið svipaðan árangur á fyrstu vik- um meðgöngutímans, en mun verri, þegar konan er lengra gengin með. Aðalauka- verkanir við bessar aðgerðir voru ógleði og lítils háttar niðurgangur. Þeir reyndu einnig að gefa PGE9 og F., alfa í gegnum legg beint inn í legið milli líknarbelgs og legveggs og framkölluðu fósturlát í 11 af 12 tilfellum með mun lægri skömmtum en þarf, ef efnið er gefið í æð. Engar auka- verkanir fylgdu intra-uteringiöfinni. Intra- amnioticgjöf gegnum kvið og intravaginal- gjöf hafa verið notaðar með árangri til að framkalla fósturlát. Það er því enginn vafi á, að þessi efni geta verið mjög gagnleg til bess að fram- kalla fósturlát, en enn á þó eftir að ákveða beztu aðferðina, bezta efnið og hæfilega skammta. Því hefur verið haldið fram18 að PG gefið sem dreypilyf sé nú þegar bezta aðferðin til þess að framkalla fóstur- lát á öðrum þriðjungi meðgöngutímans, en samanburður sé ekki þessari aðferð í vil á fyrsta briðjungi meðgöngutímans. Hér má bæta því við að fituleysanleg efni. talin vera E9 alfa, hafa mælzt hækk- uð í legvatni frá konum, sem hafa látið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.