Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 29

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 57 Auk 7-oxa-13 prostynoic sýru er vitaS, að indomethacin og aspirín hindra mynd- un PG-efna í vefjum. Þetta hefur verið sýnt fram á með tilraunum á ýmsum líf- færum. Það magn, sem þarf að vera í blóði af acetylsalicylsýru til að hindra myndun PG, er mjög lágt og mun hærri konsentra- tionir nást auðveldlega í blóði með venju- legum lækningaskömmtum af lyíi þessu, jafnvel þegar tillit er tekið til að það binzt á protein í plasma. Aspirín hefur verið mikið notað sem lyf í næstum 75 ár og áhrif þess hafa mikið verið rannsökuð allan þann tíma, en þó er enn ekki vitað, hvernig það verk- ar. Nú má færa sterkar líkur að því, (þó enn sé það engan veginn sannað), að aspir- ín verki að mestu eða jafnvel eingöngu með því að draga úr eða stöðva myndun PG-efna.-9 27 7 Dæmi: Mörg PG-efni valda hita, ef þeim er sprautað inn í heila og PGE, er eitt sterkasta pyrogenefni, sem þekkt er. Hitalækkandi verkun aspiríns er því hægt að skýra með hindrun á myndun PG í heilaveí. Aspirín hefur ertandi áhrif á slímhúð maga, en hægt er að skýra það með minnkaðri myndun PG og þar með aukinni sýruframleiðslu (sjá ofar). PG- efni eiga þátt í eðlilegu bólgusvari líkam- ans eins og áður segir. Verkun aspiríns á bólgur er hægt að skýra með minnkaðri framleiðslu PG. Ef þessi skýring á verkun aspiríns reynist vera rétt, vakna ýmsar nýjar spurningar um lítt könnuð áhrif þessa lyfs. LÍFEÐLISFRÆÐILEGT HLUTVERK PROSTAGLANDINS Hér að framan hefur verið minnzt á margt, sem PG-efni gætu átt þátt i að stjórna. T. d. getur verið, að PGA eigi þátt í stjórnun blóðþrýstings, flutningi á vatni og jónum yfir epitelfrumur (saman- ber áhrif þess á þvag og útskilnað nat- riums og kaliums), sýrumyndun í maga, niðurbroti fitu og fleira. Margt annað, sem til greina kemur, er þó ótalið. Það hefur t. d. lengi verið vitað, að sæði karla er einstaklega ríkt af PG- efnum. Einnig er langt síðan stungið var upp á því, að þetta mikla magn PG í sæði væri nauðsynlegt fyrir flutning sæðis- frumna upp í gegnum legið til móts við egg'ið. Nú hafa Bygdman og félagar3 gert samanburð á PG-efni í sæðisvökva frá körlum, sem nýlega höfðu getið barn og kvæntra karla í bamlausu hjónabandi, þar sem engin skýring fannst á því, að hjónin eignuðust ekki barn. Magnið af PGE í sæði frá fyrri hópnum var að meðaltali 54.4 pg per ml, en aðeins 18.1 pg per ml í barnlausa hópnum. Þetta er mjög mark- tækur munur, P minna en 0.001. Enginn munur var á magni PGA eða PGB í sæði frá þessum tveim hópum. Ekki er þó alveg ljóst, hvernig PGE ætti að hafa þessi áhrif; það hefur engin áhrif á hreyfanleika eða súrefnisneyzlu sperma. Á hinn bóg- inn er vitað, að PGE2 geíið intravaginalt getur íramkallað fósturlát. Hugsanlegt er, að prostaglandin, sem berst inn í legið við samfarir, geti stuðlað að flutningi sæðis- fruma inn legið með beinum áhrifum á það cg legpípur (tuba uterina). Áður var minnst á þann möguleika, að snögg hækk- un á PGF2 alía gæti verið sá hvati, sem til þarf, til að lcoma af stað fæðingu. Samspil PG-efnanna og margra hormona er flókið mál, sem að mestu hefur verið sleppt hér. Þó var minnst á samband PG cg ACTH og TSH og að PGEX dregur úr blóðþrýstingsaukningu af völdum adrenal- íns cg auknu niðurbroti fitu af völdum sama efnis og ýmissa annarra hormóna. Það eru að minnsta kosti tveir megin- snertipunktar í verkun hormóna og PG: a) Margir hormónar verka á frumur með því að breyta virkni hvata, sem er að finna á yfirborði frumunnar og kallast adenylcyclase. PG verkar á þetta sama kerfi. b) Virkni margra hormóna er háð magni frírra calciumjóna inni í frumum cg aðrir hormónar verka e. t. v. með því að fría þessa jóna. PGE^ eykur magn calciumjóna í sumum frumum. Ólíklegt er að PG sé aðalstjórnunarefni í nokkrum þessara þátta, heldur má búast við, að önnur efni hvetji eða letji myndun PG á staðnum og valdi þannig breytingum á magni þess. Þá væri PG milliliður í at- burðakeðju og gæti, við vissar aðstæður, hvatt sumar breytingar, en verið hemill á aðrar. Þessi önnur stjórnunarefni gætu verið hormónar. Rannsóknir á lífeðlisfræðilegu og líf- efnafræðilegu hlutverki PG í heilbrigðurq
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.