Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 39

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 67 Elías Davíðsson kerfisfræðingur TÖLVUTÆKNI OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA II UPPLÝSINGAKERFI Á SJÚKRAHÚSUM Þar sem verkaskipting er mikil, svo sem í nútíma iðnaðarfyrirtækjum og á sjúkra- húsum, eru tjáskipti tíð ásamt fylgjandi vandamálum. Oft komast upplýsingar ekki til skila vegna vanþekkingar á eðli tjá- skipta. í þeim tilfellum er algengt að fólki sé kennt um trassaskap og leti, en oftast eru ástæður fyrir lélegri upplýs- ingamiðlun eftirfarandi mannlegir eigin- leikar: — gleymska — ólæsileg skrift — tvíræð tjáning — óskýr rödd — vangeta flestra að veita mörgum atriðum athygli samtímis Upplýsingakerfi, sem nefnd eru hér á eftir, eru m. a. notuð til að skapa skiljan- legar og öruggar miðlunarleiðir innan sjúkrahússins og auka þar með öryggi í meðhöndlun þeirra upplýsinga, sem nauð- synlegar eru til rannsókna og meðferðar. Þeir eiginleikar tölvutækni, sem notaðir eru í þvi skyni, eru m. a.: — minni — prentun læsilegra gagna — fjölvinnsla, þ. e. hæfileikar til að vinna að mörgum fyrirspurnum og svörum samtímis 1. Tölvutæknin á sjúkradeildum Fyrir þá, er líta á tölvu fyrst og fremst sem stóra reiknivél, er fyrirsögnin lítt skiljanleg.10 Verða því taldir upp þeir hæfileikar tölvu, sem notaðir eru við hag- ræðingu daglegrar starfsemi á deildum: Minni: Tölvan man allar skipanir um meðferð og rannsóknir eins lengi og þörf krefur. Áminning: Miðlun: Ábending: Tölvan getur minnt starfs- fólk (hjúkrunarfólk o. fl.) á óframkvæmda meðferð, lyfjagjöf, rannsókn. Tölvan getur miðlað beiðn- um, pöntunum, tilkynning- um, staðfestingum og svör- um milli deilda. Tölvan getur vakið athygli starfsfólks á rangri skrán- ingu upplýsinga, á bráðum svörum, sem berast frá þjónustudeildum, á óæski- legri samsetningu lyfjameð- ferðar o. s. frv. Framsetning: Tölvan getur sett fram um- beðnar upplýsingar læsilega og í því formi, sem hentar best fyrir ákvarðanir og framkvæmdir af hálfu starfsfólks deildanna. Þungamiðja tölvunotkunar á kliniskum deildum eru vaktherbergin. í gegnum vaktherbergi deildanna fara þýðingar- miklar upplýsingar um sjúklinga: Líðan, meðferð, rannsóknir, fyrirspurnir o. fl. Með réttu skipulagi er hægt að beita þeim möguleikum, sem tölvutæknin hefur, til þess að minnka verulega upplýsinga- meðhöndlun hjúkrunarliðs, en upplýs- ingamiðlun er talin eyða 20-60% af vinnu- tíma hjúkrunarliðs.:i 20 30 Með þessu móti er miðað að því að auka þann tíma, sem fer í beina aðhlynningu sjúklinga og vega á móti hjúkrunarliðsskorti. Ennfremur hefur verið sýnt fram á, að unnt er að minnka verulega5 villumagn í daglegri starfsemi, svo sem við skipanir (ordina- tion) um lyfjagjöf og við pöntun á rann- sóknum.11 20 33

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.