Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 67 Elías Davíðsson kerfisfræðingur TÖLVUTÆKNI OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA II UPPLÝSINGAKERFI Á SJÚKRAHÚSUM Þar sem verkaskipting er mikil, svo sem í nútíma iðnaðarfyrirtækjum og á sjúkra- húsum, eru tjáskipti tíð ásamt fylgjandi vandamálum. Oft komast upplýsingar ekki til skila vegna vanþekkingar á eðli tjá- skipta. í þeim tilfellum er algengt að fólki sé kennt um trassaskap og leti, en oftast eru ástæður fyrir lélegri upplýs- ingamiðlun eftirfarandi mannlegir eigin- leikar: — gleymska — ólæsileg skrift — tvíræð tjáning — óskýr rödd — vangeta flestra að veita mörgum atriðum athygli samtímis Upplýsingakerfi, sem nefnd eru hér á eftir, eru m. a. notuð til að skapa skiljan- legar og öruggar miðlunarleiðir innan sjúkrahússins og auka þar með öryggi í meðhöndlun þeirra upplýsinga, sem nauð- synlegar eru til rannsókna og meðferðar. Þeir eiginleikar tölvutækni, sem notaðir eru í þvi skyni, eru m. a.: — minni — prentun læsilegra gagna — fjölvinnsla, þ. e. hæfileikar til að vinna að mörgum fyrirspurnum og svörum samtímis 1. Tölvutæknin á sjúkradeildum Fyrir þá, er líta á tölvu fyrst og fremst sem stóra reiknivél, er fyrirsögnin lítt skiljanleg.10 Verða því taldir upp þeir hæfileikar tölvu, sem notaðir eru við hag- ræðingu daglegrar starfsemi á deildum: Minni: Tölvan man allar skipanir um meðferð og rannsóknir eins lengi og þörf krefur. Áminning: Miðlun: Ábending: Tölvan getur minnt starfs- fólk (hjúkrunarfólk o. fl.) á óframkvæmda meðferð, lyfjagjöf, rannsókn. Tölvan getur miðlað beiðn- um, pöntunum, tilkynning- um, staðfestingum og svör- um milli deilda. Tölvan getur vakið athygli starfsfólks á rangri skrán- ingu upplýsinga, á bráðum svörum, sem berast frá þjónustudeildum, á óæski- legri samsetningu lyfjameð- ferðar o. s. frv. Framsetning: Tölvan getur sett fram um- beðnar upplýsingar læsilega og í því formi, sem hentar best fyrir ákvarðanir og framkvæmdir af hálfu starfsfólks deildanna. Þungamiðja tölvunotkunar á kliniskum deildum eru vaktherbergin. í gegnum vaktherbergi deildanna fara þýðingar- miklar upplýsingar um sjúklinga: Líðan, meðferð, rannsóknir, fyrirspurnir o. fl. Með réttu skipulagi er hægt að beita þeim möguleikum, sem tölvutæknin hefur, til þess að minnka verulega upplýsinga- meðhöndlun hjúkrunarliðs, en upplýs- ingamiðlun er talin eyða 20-60% af vinnu- tíma hjúkrunarliðs.:i 20 30 Með þessu móti er miðað að því að auka þann tíma, sem fer í beina aðhlynningu sjúklinga og vega á móti hjúkrunarliðsskorti. Ennfremur hefur verið sýnt fram á, að unnt er að minnka verulega5 villumagn í daglegri starfsemi, svo sem við skipanir (ordina- tion) um lyfjagjöf og við pöntun á rann- sóknum.11 20 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.