Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 40

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 40
68 LÆKNABLAÐíÐ Fáein dæmi sýna, hvernig ofangreindir möguleikar eru nýttir: 1. Á endastöð (sjá mynd 1), sem staðsett er í vaktherbergi kliniskrar deildar, er sett inn pöntun um bráða blóðrannsókn. Þessi eina athöfn hefur keðjuáhrif: — pöntunin er skráð á sjúklingaskrá tölvunnar — pöntunin prentast á endastöð rann- sóknastofu — bjalla, sem er innbyggð við endastöð rannsóknastofu, hringir til að vekja athygli á bráðri pöntun — vinnugögn handa meinatæknum eru prentuð á endastöð rannsóknastofu — staðfesting þessarar pöntunar prent- ast á endastöð deildarinnar. Þegar rannsókninni lýkur eru upplýsingar settar inn í tölvu við endastöð rann- sóknastofu. Þetta leiðir margt af sér: — útkoma er prentuð á endastöð deild- arinnar — bjöllunni á deildinni er hringt (ef óskað) — útkoman bætist við sjúkraskrá ein- staklings eða við skrá ósamþykktra niðurstaðna, þ. e. þær útkomur, sem á eftir að samþykkja af hálfu rann- sóknastofu — útkoman bætist, ef þess er óskað, við safn statistiskra upplýsinga rann- sóknastofu. Ætíð er hægt að grennslast eftir þessari rannsókn í gengum endastöð. (Er búið að panta hana? Er útkoma komin? o. s. frv.). 2. Á endastöð deildarinnar er lyfjaskipun sett inn. Löng keðja er sett í gang: — skipunin prentast á viðtengdan prentara til staðfestingar og til ör- yggis. Ef skipunin er ófullkomin eða lyfin hafa óæskileg víxláhrif við önnur lyf, sem sjúklingur fær, gæti athugasemd komið strax fram á skermi, þannig að hægt væri að leið- rétta eða breyta skipuninni í tæka tíð. Skipunin er skráð á vinnuáætlun fyrir viðkomandi sjúkling í tölvunni. — með reglulegu millibili prentasl á endastöðinni listi yfir öll lyf, sem á að taka til fyrir næsta tímabil, ásamt miðum fyrir lyfjabakka með nafni sjúklings og lyfjaheiti — til að tryggja, að lyfin hafi verið gef- in, gæti tölvan beðið um staðfestingu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.