Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 62

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 62
80 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA 1 Árleg tíðni röntgenrannsókna. Per 1000 of population Period Medical x-ray examinations Mass chesl surveys Dental Australia 1955-57 480 190 Austria 1955-58 67 25 — Canada 1965 317 151 — Denmark 1956 410 210 50 Japan 1960-64 449 445 14 Netherlands 1966-67 370 200 — New Zealand 1963 366 113 118 Norway 1958 390 210 100 Sweden 1966 470 105 580 Switzerland 1957 640 190 140 United Kingdom 1957 280 95 40 United States 1964 530 87 288 menntunar þess starfsfólks, sem stjórnar röntgentækjunum, og verður nánar komið að því hér á eftir. Sömuleiðis er mikil- vægt, að bæði læknastúdentar og tann- læknastúdentar fái þegar í námi sérstaka fræðslu um meðferð röntgentækja og geislavarnir. Sú fræðsla kemur þeim til góða síðar, hvort sem þeir starfa við rönt- gengreiningu eða senda sjúklinga til rönt- genskoðunar. Annað mikilvægt atriði varðandi geislavernd sjúklinga er tæknilegur útbún- aður. ]STý tækni hefur á tiltölulega fáum árum minnkað mjög geislaskammta starfs- fólks og sjúklinga í röntgengreiningu, og sú þróun heldur vafalaust áfram um fyr- irsjáanlega framtíð. Hér verður tæknileg- um útbúnaði röntgentækja ekki lýst, þar sem slík lýsing hentar fyrst og fremst fá- mennum hópi þeirra, sem stiórna röntgen- tækjum. Rétt er að gera sér grein fyrir því, að viss grundvallarþekking er undirstaða réttrar og öruggrar notkunar á geislum, hvort sem um er að ræða geislun frá röntgentækjum eða geislavirkum efnum. Magn þessarar undirstöðuþekkingar fer stöðugt vaxandi. Eins og minnzt var á hér að ofan er einna mikilvægast, að sá starfsmaður, sem stjórnar röntgentækinu og tekur röntgen- myndina, hljóti næga fræðslu, og finni þá ábyrgð, sem á honum hvílir. Hann getur bezt verndað sjúklinginn gegn óhóflegri og óþarfri geislun. Enginn skyldi stjórna geislunartæki án þess að hafa nægilega þekkingu og hæfni í rannsóknaraðferðum og undirstöðuþekkingu í geislaeðlisfræði og geislalíffræði. Að sjálfsögðu verður ekki komizt hjá notkun röntgengeislunar í læknisfræði þrátt fyrir líffræðileg áhrif hennar. Hér verður að velja meðalveg sem oftar. Sé þess gætt, að forsendur séu fyrir hendi, að starfsfólkið, sem fram- kvæmir röntgenrannsóknina, og það, sem túlkar hana, hafi nægilega þekkingu á sínu starfi, er ekki um að ræða umtals- verða hættu. Aftur á móti verður að berj- ast á móti óþarfri og óhóflegri notkun geislunar. Þegar talað er um ,,biologisk“ áhrif geislunar, verður að hafa einhverja við- miðun. Án þess að fara hér út í nákvæma skilgreiningu eininga, skal þess aðeins get- ið, að geislun er einkum mæld í tvenns konar einingum, sem í flestum tilfellum eru mjög líkar. Einingar þessar eru rönt- gen (r) annars vegar og rad hins vegar. Eru geislaskammtar, eða það magn geisl- unar, sem sjúklingar verða fyrir, gefnir upp sem fjöldi röntgen eða rad. Yfirleitt er talað um þrenns konar geislaskammta, sem allir segja nokkuð til um líffræðileg áhrif geislunar. Þessif

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.