Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 75

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 87 blessaður gerðu svo vel.“ Stúdentinn guf- aði upp. „Hva . . . ertu læknir?“ spurði sá þver- slaufaði. Ég kinkaði kolli. „Nuú,“ sagði hann með vonbrigðahreim. Bíóstjórinn tilkynnti, að sjúkrabíllinn væri kominn. „Jæja, látum hann hér,“ sagði annar sjúkraflutningamannanna og braut sundur burðarstól. ,,Ég held við þurfum börur,“ sagði ég. „Þetta er miklu auðveldara,“ sagði sjúkrabílstjórinn. „Börur," endurtók ég. Það hnussaði í sjúkraflutningamannin- um. Hann kom 60 hnoðum síðar aftur, og við lögðum manninn á börurnar, hnoðuð- um hann nokkur hnoð, blésum fáeina blástra og bárum hann inn í sjúkrabílinn. „Getur þú komið með?“, spurði sjúkra- bílstjórinn. Það virtist ekki um annað að ræða, svo að ég klifraði upp í bílinn. „Hleypið mér inn,“ hrópaði kornung stúlka á gangstéttinni. Ég opnaði dyrnar. „Ég er hjúkrunarkona,“ sagði hún og þreif í ermina á mér. „Út með þig.“ Ég hlýddi og fór út úr sjúkrabílnum. „Það þarf að hnoða þennan mann,“ byrsti hjúkrunarkonan sig og byrjaði að hnoða. Björgunarmaðurinn hélt áfram munnblæstrinum eins og ekkert hefði í skorizt. (Á. K. þýddi úr þriggja ára gömlu SunnudagsblaÖi Tímans í London). Eitt af því fyrsta, sem læknar verða að læra, er að hætta að spyrja: „Hvernig er heilsan?“, þegar þeir hitta kunningja eða ættingja. — <9 — Ef þú telur þig hafa fengið kvef, skaltu ekki kalla til góðan lækni. Kallaðu til þín þrjá góða lækna — og spilaðu bridge. Veikir læknar eru oft sjálfum sér verst- ir og ótrúlega heimskir. Nýlegt dæmi sýn- ir þetta ljóslega. Vitað var, að læknir einn hefði vægan mitral leka. Fyrir nokkrum vikum fékk hann hitapest, sem bersýni- lega hefur hleypt af stað atrial fibrillation. Með tilliti til fyrri sögu mætti ætla, að jafnvel grænn læknastúdent hefði getað greint, hvað um var að vera. Kunningi okkar reyndi hins vegar að „taka púls- inn“, en hann var svo veikur, að hann fannst ekki. Hann var mjög horaður og gat því fundið broddslátt hjartans. Taldist honum hjartað slá 180 sinnum á mínútu, en dró þá ályktun, að hann beinlínis fyndi bæði fyrsta og annað hjartahljóð. Hann deildi bví með tveimur og fékk út 90 á mínútu, hvað hann var mun ánægðari með. Honum fannst því engin ástæða til að gera neitt í málinu, enda þótt honum liði eitt- hvað undarlega. Hann varð enn sannfærð- ari um, að hann væri við hestaheilsu, þegar hann fór að þyngjast í fyrsta sinn í mörg ár. Það var ekki fyrr en hann fékk svæsna oliguri, að honum datt í hug, að citthvað væri að. Hjartabilun hans hefur nú lagast mikið á digitalismeðferð. Lauslega þýtt úr Lancet. — @ — Neðanmálsgrein ársins birtist í tímarit- inu Science: „Ég þakka N.I.M.H. (styrkur nr. M.H. 13180) fyrir veitta aðstoð við rannsókn þessa og ísraelsku lögreglunni fyrir að leggja til hashish,"

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.