Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 9

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 53 TAFLA 3 Aldurs- og kynskipting op.sj. við op. 0-4 5-9 10-14 >15 Stúlkur Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur Drengir 8 2 8 3 1 1 1 brjósti voru taldar óeðlilegar hjá 22 sjúkl- ingum. Voru breytingar aðallega stækkað hjarta og áberandi útbungun á lungna- slagæðinni og aukin æðateikning í lung- um. Hjartarafrit sýndi vinstri hneigð og stækkun á vinstra afturhólfi og jafnvel fcrhólfi hjartans hjá 17 sjúklingum. Þá var hjartahljóðrit (Pkg.) hjá 11 sjúkling- um einkennandi fyrir opinn ductus. Hjarta- þræðingu og angiocardiografiu var ekki unnt að gera á fyrstu árunum, en síðan hjartarannsóknastofan tók til starfa hefur verið gerð hjartaþræðing, hafi þess verið þörf, til þess að staðfesta greiningu á opnum ductus arteriosus. Var það gert á þremur sjúklingum. Meðferðin er skurðaðgerð, sem miðar að því að stöðva blóðrennslið í gegnum ganginn. Þetta má gera með tvennurr. hætti, annars vegar með því að hnýta fyrir ganginn, en hins vegar með því að taka hann í sundur og sauma fyrir með silki báðum megin (mynd 2 og 3). Mynd 2. Fyrsta aðgerðin vegna þessa meðfædda hjartagalla var framkvæmd af R. E. Gross og J. P. Hubbard árið 1939 og notuðu þeir undirbindingsaðferðina. Segja má að þar með hefjist aðgerðir á hjarta og stóru æðunum í brjóstholi og urðu framfarir á því sviði með ólíkindum á næstu érum og áratugum og raunar allt fram á þennan dag. Árangur aðgerða vegna opins ductus arteriosus er nú orðið mjög góður og skurð- dauði mjög lágur. Segja má, að undirbinding á ganginum sé einfaldari og hættuminni aðgerð heldur en ef hann er tekinn í sundur. Það eina, sem mælir á móti undirbindingu, er sú hætta, að hann geti opnast á ný (recanalis- atio). Þessi hætta er þó hverfandi lítil, ef gangurinn er tvíbundinn með sterku silki og einkum þó, ef kleift er að koma fyrir undirstungu (transfixatio) á milli silki- hnýtinganna (mynd 2). Mynd 3. Hjá þeim sjúklingum, sem hér hafa ver- ið teknir til meðferðar, hefur aðgerðin ver- ið fólgin í undirbindingu og undirstungu þar sem henni hefur verið við komið (Ligature-Suture technique). Vinstra brjósthol er opnað með skurði í gegnum 4. eða 5. millirifjabil. Lunganu er haldið varlega aftur á við og niður með votum dúk meðan gangurinn er frílagður. Gangurinn liggur milli vinstri lungna- slagæðar eða aðalslagæðar lungna og í ósæðina oftast rétt neðan (distalt) við upptökin á a. subclavia sin. Auðvelt er að staðsetja ganginn með þvi

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.