Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 22

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 22
64 LÆKNABLAÐIÐ Suðurálma sjúkrahúss Vestmannaeyja, þar sem heilsugæzlustöðin er til húsa. Sjúkra- húsið var vígt í nóvember 1974 þegar uppbyggingu eftir eldgosið lauk. Yfirlæknir sjúkrahússins og heilsugæzlustöðvarinnar er Einar Valur Bjarnason. Ég tel það nauðsynlegt íslenzka heil- brigðiskerfinu að tengja betur læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa og læknisþjónustu á sjúkrahúsum. Það er gleðilegt tímanna tákn, að nú virðist flestum orðin ljós nauðsyn þess að brjóta niður þann múr, sem skilið hefur að þessa tvo þætti heil- brigðisþjónustunnar á íslandi.“ HVAÐ MÁ BETUR FARA í UNGBARNA- OG SMÁBARNAEFTIRLITI? Halldór Hansen yngri, læknir, ræddi um ungbarna- og smábarnaeftirlit, og sagði, að ýmsir þættir ungbarna- og smábarna- eftirlits á Reykjavíkursvæðinu væru í við- unandi horfi, jafngóðar og sennilega betri en víða annars staðar í heiminum, þar sem hann þekkti til. Halldór benti á nokkur atriði, sem betur mættu fara: „Ungbama- og smábarnaeftirlitið verð- ur mjög vart við ýmsa vankanta á heil- brigðisþjónustu fyrir börn í borginni eins og t. d.: a) hve margir ná ekki til læknis, þegar barn veikist. b) hve mörg börn, sem þurft hefði að sinna betur, eru afgreidd með ,,simlyfseðli“ einum saman. c) mistök, sem verða, vegna þess að „vakt- læknir“ er ekki nógu vanur að fást við börn. d) „Chroniskt" veik börn, sem stöðugt eru meðhöndluð til bráðabirgða af mismun- andi vaktlæknum, vegna þess að ekki næst til heimilislæknis á þeim tíma, sem foreldrar eru heima (venjulega á kvöldum, nóttum og helgidögum). Þessi vandamál þyrfti að íhuga gaumgæfi- lega. Ef efla á ungbarna- og smábarnaeftirlit á Reykjavíkursvæðinu er það ekki hægt, nema aðstaða sé til að bæta fjárhagsgrund- völl verulega, auka starfslið og samræma húsnæðisaðstöðu þörfum starfsins. Og þá mundi væntanlega einnig koma til kasta enn frekari samvinnu barnalækna, heimilislækna og heilsuverndarhjúkrunar- kvenna en verið hefur. Tíminn leyfir hins vegar ekki að ræða þessi atriði lið fyrir lið, en hafa þyrfti eftirfarandi í huga: a) Reynsla heimilislækna er yfirleitt fólgin í því að fást við veik börn, en þeir vita oft lítið um heilbrigð börn. Hins vegar þurfa þeir nauðsynlega að hafa aðstæður til að kynnast vel fjölskyldum, sem þeir eiga að sinna og þá einnig yngstu með- limunum. b) Heilsuverndarhjúkrunarkonur eru í essinu, þegar þær fást við heilbrigð börn og vita meira um þau og þeirra þarfir en almennir læknar. Þær eru og bezt til þess fallnar að sjá um, að vandamálum og fyr- irmælum sé fylgt eftir. Auk þess hafa þær betur vit en aðrir á ýmsum atriðum í sam- bandi við skipulagningu og stjórn. c) Barnalæknar vita venjulega sínu viti bæði um heilbrigð börn og sjúk. Sam- kvæmt starfsreynslu sinni eru þeir bezt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.