Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 23

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 65 fallni aðilinn til að þekkja og vinza úr þau börn, sem þróast afbrigðilega. d) Svo virðist sem stefnumótun, skipu- lagning og umsjá með framkvæmdum ásamt samræmingu á framkvæmdum væri bezt borgið í höndum þeirra, sem hafa fyrirbyggjandi barnalækningar, ungbarna- og smábarnaeftirlit að aðalstarfi. Barnalæknar og sérmenntaðar heilsu- verndarhjúkrunarkonur virðast réttu aðil- arnir til þess, en þá að sjálfsögðu í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Heimilis- læknar eru samkvæmt eðli starfs síns of margskiptir til að eiga einnig að hafa vandann af forystunni. Auk þess eru þeir ávailt knúnir til að sinna ,,akut“ vandamálum á undan öðrum, ef svo ber undir.“ Sex starfshópar störfuðu á ráðstefnunni og skiluðu ítarlegum álitsgerðum. Allir voru starfshóparnir hlynntir heilsugæzhi- stöðvum. STAÐLAÐ EININGARKERFI Starfshópur 1 fjallaði um almenna lækn- isþjónustu og hjúkrun í heilsugæzlu- stöðvum, upplýsingasöfnun, gagnavörzlu, sjúkraskrár, upplýsingamiðlun, tengsl sjúkrahúsa cg heilsugæzlustöðva. Hópur- inn bendir m. a. á, að varanlegt húsnæði heilsugæzlustöðva ætti að byggja samkv. stöðluðu einingakerfi, og samræmt um land allt. Síðan er rætt um verkaskipt- ingu, opnunartíma og þess háttar. ,,Hver fjölskylda velur sér einn lækni stöðvar- innar sem heimilisiækni . . . samband sjúkl- ings og læknis helst með svipuðum hætti og verið hefur, en ætti að verða eðlilegra og gagnlegra, þar sem hver læknir hefur færri sjúklinga að sjá um en áður, og auk þess meiri aðstoð.“ Starfshópurinn telur að hefja eigi þegar kennslu í heimilislækningum við Lækna- deild Háskóla íslands. Þá virðist eðlilegt sð stofna innlagningar- og forrannsóknar- deildir við sjúkrahús, og verði þar aðal- tengslin við heilsuverndarstöðvarnar og náin samvinna þar á milli. Hópurinn gerir einnig tillögur um staðlað dagálakerfi, en segir að um tengsl við rannsóknastofur sé vart að ræða fyrr en öll rannsókna- aðstaða verði endurskipulögð og stórbætt. REYKVÍKINGAR OG SLYSAVARÐ- STOFAN Starfshópur 2 fjallaði um sérfræðiþjón- ustu á heilsugæzlustöðvunum og bendir m. a. á að Reykvíkingar hafi ætíð skoðað Slysavarðstofuna sem aðila til að leysa úr margvíslegum vandamálum öðrum en slys- um. Hópurinn telur að sérfræðingar vinni varla fullt starf á heilsugæzlustöðvunum. og verður því að leggja áherzlu á að sem greiðastur aðgangur fáist við sérfræðinga. Þá er álit hópsins að heilsugæzlustöðv- arnar eigi að leita til rannsókna- og röntgendeilda, en ekki leitast við að koma þeirri þjónustu á fót hjá sér. Þá er meö- höndlun slysa bezt borgið á einum stað í borginni, eða á Slysavarðstofunni, þar sem útbúnaður og sérhæft starfslið er fyrir hendi. Eðlilegt er, að almenn tengsl á miili heilsugæzlustöðva og sjúkrahúsa fari um göngudeildir, svo að þjónustan við heilsu- gæzlustöðvarnar verði sem bezt tryggð. FJÖGUR GEÐHEILSUGÆZLUSVÆÐI? Starfshópur 3 fjallaði um geðvernd, áfengis- og fíknilyfjavarnir, kynsjúkdóma- varnir, félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, heimahjúkrun og heimilisaðstoð. í ályktun hópsins kemur fram, að komið hafi fram hugmyndir um að skipta landinu í 4 geð- heilsugæzlusvæði. Gert er ráð fyrir að hver heilsugæzlustöð eigi aðgang að ákveðinni geðdeild og starfslið hennar og heilsugæzlustöðvar sé í nánum tengslum. í þeim málum, sem starfshópurinn fjallaði um, eiga heimilislæknar, hjúkrunarkonur og félagsráðgjafar mikilvægustu hlutverki að gegna, en sérfræðingar svo sem geð- og taugasjúkdómalæknar og sálfræðingar þurfa að vera í nánum tengslum við stöð- ina. Starfshópurinn er sammála um, að heilsugæzlustöðvar muni tvímælalaust bæta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stuðla að alhliða fjölskylduvernd, auk þess sem þær stuðla að fjárhagslega hag- kvæmari rekstri heilbrigðisþjónustunnar. MÆÐRAVERND Á HEILSUGÆZLU- STÖÐVUM Starfshópur 4 er sammála um að mæðra- vernd færist út í heilsugæzlustöðvarnar jafnóðum og þær rísa upp. f ályktun varð-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.