Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 36
72 LÆKNABLAÐIÐ Arinbjörn Kolbeinsson ÖLDRUNARSJÚKDÓMAFRÆÐI SEM NÁMSGREIN í LÆKNASKÓLUM Öldrunarsjúkdómafræði getur verið veigamikill þáttur í þeirri viðleitni að ráða bót á því ástandi í nútímaþjóðfélagi, sem nefnt er ellivandamál. Þetta vanda- mál hefur margar hliðar og margþættar orsakir og er nauðsynlegt að líta á það í heild, því vandinn verður ekki leystur til neinnar hlítar nema allar orsakir séu tekn- ar til athugunar samtímis og öllum tiltæk- um aðferðum til úrlausnar þeitt í sam- hæfðu starfi. Vandamál aldraðra eru heilsufarsleg, fé- lagsleg og fjárhagsleg, en hafa auk þess djúpstætt mannúðar- og menningargildi Vandamálin snerta einstaklinga, þæði unga og gamla, fjölskyldur, stærri samfélagshópa og þjóðfélagið í heild. Vegna vanþróaðrar verkaskiptingar nýt- ast þjóðfélaginu hvorki starfskraftar né reynsla aldraðs fólks eins og vera ber. Læknafélag íslands hefur haft heilsu- gæzlu aldraðra sem aðalmál á læknaþingi. Þá hefur verið fjallað um málið í tímariti hjúkrunarfræðinga, einnig af Rauða krossi íslands og mörgum fleiri aðilum. Vegna skorts á starfsvettvangi fyrir heil- brigt aldrað fólk og einnig vegna sjúk- dóma, andlegra og líkamlegra, fer oft svo að aldrað fólk verður útlagar í nútíma þjóðfélagi nægta og neyzlu, sjálfum sér og öðrum til byrði á ótímabæran hátt. Meginorsakir vandamálsins eru félagsleg- ar, fjárhagslegar og heilsufarslegar. Alla þessa þætti vandans má að verulegu leyti leysa, en þurfa allir að leysast samhliða, ef góður árangur á að nást. Við úrlausn þessara verkefna er fyrst og fremst þörf á þekkingu, velvilja og skilningi. Undir- staða slíks er aukin menntun og menning. Félagslegri stærð og aukningu vandamáls- ins er unnt að lýsa með þeim staðtölum, sem sýna hlutfallslega aukningu þeirra, sem verða 70 ára eða eldri á næstu ára- tugum. Fjárhagsleg stærð málsins kemur að nokkru í Ijós þegar litið er á þær gífur- legu fjárhæðir, sem þróuð þjóðfélög verja nú til heilbrigðis- og tryggingamála, en þetta nemur hjá menningarþjóðum 10-30% af heildartekjum þjóðfélagsins. íslendingar eru enn við neðri mörkin hvað þessi fjár- framlög snertir. Verulegur og vaxandi hluti af þessu fé fer í ellistyrki og heilsugæzlu aldraðra. Er mikils um vert að allt þetta fé nýtist á sem hagkvæmastan hátt fyrir einstaklinginn og þjóðfélagsheildina. Heilsufarsleg vandamál aldraðra eru flókin en verða þeim mun viðráðanlegri, sem meiri þekking á eðli þeirra og úr- lausnaraðferðum er tiltæk. Fjölbreytni þeirra sjúkdóma, sem herja á aldraða er mikil og tíðni sjúkdóma oft há. Gangur einstakra sjúkdóma og einkenni þeirra margbreytileg og oft frábrugðin því sem gerist hjá yngra fólki. Starfsgeta, félags- leg aðstaða og félagsleg afstaða í þjóðfé- laginu er háð heilsunni öðru fremur, en heilsan er einnig háð þessum þáttum. Sjúk- dómsmyndin er oft vandráðin, margir sjúk- dómar herja samtímis, sjúkdómshorfur eru torráðnar, meðferð flókin og vandasöm. Vegna stöðu þessara sjúklinga í heilbrigðis- kerfinu, er sjúkdómsgreining þeirra og lækning oft framkvæmd við lakari skilyrði en almennt tíðkast fyrir yngri borgara. Þetta er ekki eingöngu ómannúðlegt, held- ur jafnframt félagslega og fjárhagslega óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Greining og meðferð sjúkdóma hjá öldr- uðum verður með ári hverju vaxandi þátt- ur í starfi heimilislækna. Einnig verður stöðugt þörf aukinnar sérþekkingar á þess- um sviðum læknisfræðinnar innan hinna ýmsu heilbrigðisstofnana. Öldrunarsjúk- dómafræðin (geriatri) er venjulega skil- greind sem einn þáttur lyflæknisfi'æðinnar. er fæst við greiningu og meðferð hinna ýmsu sjúkdómsforma, sem einkum koma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.