Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 47

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 79 Tillöguflutningur Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: „Aðalfundur L.I. 1974 ályktar: Læknastétt- inni er sýndur trúnaður á margvislegan hátt, ekki sízt á þann hátt, að fjölmargir einkaaðilar jafnt sem opinberir aðilar leita til meðlima hennar sem votta í hinum margvíslegustu til- vikum. Vill fundurinn áminna alla meðlimi L.I. að gæta ákvæða 5. gr. læknalaga, svo og Codex Ethicus, í þessu efni.“ „Aðalfundur L.I. haldinn á Hallormsstað dagana 30. og 31. ágúst 1974 lýsir stuðningi við þá stefnu félagsins, sem mótuð var á síðasta aðalfundi. varðandi væntanlegar breytingar á fóstureyðingarlöggjöfinni. Fundurinn er samþykkur þeim tillögum á breyttri fóstureyðingariöggjöf. sem stjórn fé- lagsins hefur lagt fyrir heilbrigðis- og trygg- ingamálanefnd Alþingis. I þessum tillögum felst veruleg rýmkun nú- gildandi löggjafar og viðurkenning á siálfsá- kvörðunarrétti konunnar, þótt hafnað sé tak- markalausum ákvörðunarrétti hennar. Hins vegar varar aðalfundur L.I. við því, að læknar séu neyddir til að framkvæma ónauð- synlegar aðgerðir á fólki. sem yrði óhjákvæmi- leg afleiðing frjálsra fóstureyðinga." „Aðalfundur L.I. 1974 ályktar: Hin nýju lög um heilbrigðisþjónustu gerir ráð fyrir stór- auknum framkvæmdum í heilbrigðismálum. Ekki verður séð. að með síðustu fjárlögum hafi verið varið fé til útgjalda, sem óhiákvæmi- lega leiða af framkvæmd laganna, til þess að ekki verði um beinan samdrátt að ræða frá því, sem var fyrir setningu þeirra. Fundurinn skorar á Alþingi að sjá fyrir nægilegum fjárveitingum til að hrinda í fram- kvæmd þeim nauðsynlegu úrbótum i heilbrigð- isþjónustunni, sem lögin gera ráð fyrir.“ „Aðalfundur L.I. 1974 ályktar: Lög um heil- brigðisþiónustu frá 1973 marka tímamót í gerð heilbrigðislöggjafar hér á landi og boða nýja stefnu í skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar á Islandi. Hins vegar hafa II. kafli ásamt grein 19,1 enn ekki tekið gildi, og hefur það þegar valdið erfiðleikum í framkvæmd heilbrigðisþjónust- unnar. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis og ríkisstjórnar. að málið verði tek- ið upp að nýju og kveðið á um gildistöku lag- anna. enda verði héraðaskiptingin endurskoðuð og henni breytt. ..Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 30. og 31. ágúst 1974 skorar á ríkis- stjórnina að flýta sem mest skÍDulagningu og unpbyggingu heilsugæzlustöðva á Stór-Reykja- víkursvæðinu og bæta þannig v'nnuaðstöðu heimilislækna og þjónustu við fólkið á þessu svæði. Tillögunni fylgdi svohlióðandi greinargerð: ..Þrátt fyrir nokkra fiölgun á útskrifuðum læknum úr læknadeild á undanförnum árum hefur gætt vaxandi örðugleika við framkvæmd heimilislæknaþjónustu í Reykjavík og er nú svo komið, að fjöldi fólks er heimilislæknalaus og þeir heimilislæknar, sem nú starfa á þessu svæði, hafa mun meira vinnuálag en eðlilegt getur talizt. Yngri læknar virðast ekki vilja ráða sig til vinnu sem heimilislæknar á þessu svæði og má eflaust kenna um lélegri starfsað- stöðu. Skipulagning heilsugæzlustöðva er nokk- uð á veg komin, en því miður hefur ekkert orð- ið úr framkvæmdum enn sem komið er. Slíkar heilsugæzlustöðvar munu bæta mjög þjónustu við fólkið og starfsaðstöðu lækna og gera þessi störf fýsilegri en nú er. Er því mjög mikil- vægt, að stjórnin gefi þessum málum gaum hið bráðasta." „Aðalfundur Læknafélags íslands 1974 sam- þykkir að fela stjórn L.I. að beita sér fyrir skipan nýrrar nefndar til Þess að vinna að gagnasöfnun og tillögugerð varðandi skipulag framhaldsmenntunar íslenzkra lækna heima og erlendis." Greinargerð: Aðgerðir til þess að skipulegg.ia framhalds- nám lækna á Islandi eru miög aðkallandi. Má í því sambandi minna á, að íslenzkir læknar eiga nú í vaxandi örðugleikum með að fá við- eigandi námsstöður erlendis. Að öðru leyti vís- ast til fyrri álitsgerðar F.I.L.B. um þetta mál. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar. „Aðalfundur L.I. 1974 beinir þeim tilmælum til stjórnar L.I. að hún leiti eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld um tilraun til þess að gera áætlun um æskilegan læknafjölda fyrir Island og nýliðunarþörf einstakra sérgreina." „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 30. og 31. ágúst 1974 beinir þeim til- mælum til heilbrigðisyfirvalda og borgarstjórn- ar að hafnar verði framkvæmdir við byggingu siúkradeildar fvrir langlegusjúklinga við sjúkrahúsin í Reykjavík hið bráðasta. Mikill skortur er á rúmum fyrir langlegu- siúklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á siúkradeildum, er sinna eiga bráðum tilfellum. Allt að 30 ofn sjúkrarúmanna er nýtt fyrir lang- legusiúklinga og hamlar þetta m.iög eðlilegri starfsemi og nýtingu þessara deilda. Bvgging langlegudeilda hefur verið látin sitia á hakan- um um árabil og slíkum siúkrarúmum ekki fiölgað á Stór-Revkjavíkursvæðinu þrátt fyrir vaxandi þörf. Við svo búið getur ekki staðið lengur o«r því vill fundurinn beina beim til- mælum til ríkisstiórnar. að hafizt verði handa nú þeear um fiölgun siúkrarúma fvrir lang- leeusiúklinga. Telur fundurinn eðlilegast, að slíkar deildir vrðu byggðar við núverandi sjúkrahús í Revkiavík og mætti á bann hátt nvta betur þjónustudeildir og starfslið siúkra- húsanna." ..Aðalfundur L I. 1974 Ivsir ánægiu sinni með störf og álit göngudeiidarnefndar L.Í.. sem skinuð var samkvæmt t.illögu siðasta aðalfund- ar L.I.. en fundurinn vill benda á nauðsvn b°ss. að sem fyrst sknnist tengsl á milli göneud°ilda SDÍta.lanna og beiisugæzlustöðvanna á Stór- Revkiavíkursvæðinu á landinu öllu.“ Tekinn var fyrir G. liður 8. máls frá 30. ágúst

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.