Læknablaðið - 01.04.1976, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ
ASTRA - SYIMTEX Gigtsjúkdomastyrkur
ASTRA SYNTEX býður fram árlegan styrk að upphæð 25.000 sænskar krónur
til rannsókna á gigtsjúkdómum.
Styrkurinn takmarkast við Norðurlönd og er úthlutað sameiginlega af ASTRA
SYNTEX og gigtsjúkdómafélögunum á Norðurlöndum.
TILGANGUR
Tilgangurinn með styrkveitingunni er að efla lyfhrifafræðilegar og klíniskar
rannsóknir á gigtsjúkdómum. Þetta skal fr'amkvæmt á þann hátt, að styrkurinn
sé notaður til þess að greiða kostnað vegna tæknilegs starfsliðs og/eða stjórn-
unar, sem nauðsynleg er til þess að unnt sé að ljúka ákveðnum rannsóknar-
störfum, sem stjórnað er af námsmönnum. Styrkinn má einnig nota sem kaup-
uppbót til ungra fræðimanna, sem nota tómstundir sínar til þess að gera skýrsl-
ur yfir rannsóknirnar.
STYRKFJÁRHÆÐ
Styrkurinn er að upphæð tuttuguogfimm þúsund (25.000) sænskar krónur á
ári. Við hverja úthlutun má ekki skipta styrknum milli fleiri en tveggja styrk-
þega og skal hlutur annars vera a.m.k. fimmtán þúsund (15.000) sænskar kr.
ÚTHLUTUNARNEFND
Mat umsókna og val styrkþega er í höndum nefndar, sem í eiga sæti fulltrúar
frá gigtsjúkdómafélögum á Norðurlöndum og frjá ASTRA-SYNTEX AB.
Árið 1977 eiga þessir sæti í nefndinni: Dr. Olle Lövgren, Svíþjóð formaður, próf.
Veikko Laine, Finnlandi, dr. med. Hans Graudal, Danmörku, dr. med. Einar
Munthe, Noregi, dr. Jón Þorsteinsson, íslandi og herra Göran Berglund, ASTRA-
SYNTEX AB (ritari).
UMSÓKNIR
Skrifleg umsókn í tvíriti áritist til úthlutunarnefndar gigtsjúkdómastyrks
ASTRA-SYNTEX AB. og sendist til Jóns Þorsteinssonar, læknis, Landspitalan-
um, Reykjavík, fyrir 28.2 1977.
MEÐ UMSÓKN SKAL FYLGJA:
a) Upplýsingar um starfsferil ásamt skrá yfir þær greinar umsækjanda um
viðfangsefni á þessu sviði, sem birtar hafa verið.
b) Skilgreining á takmarki rannsóknarverkefnis, ásamt áætlun um fram-
kvæmd.
c) Áætlun tíma og kostnaðar um framkvæmd þeirrar rannsóknar, sem sótt er
um styrkina fyrir.
d) Upplýsingar um hvort leitað sé eftir fjárhagsaðstoð hjá öðrum aðilum til
sömu rannsóknar.
AFHENDING
Afhending styrksins fer fram á ráðstefnu sem haldin verður á árinu 1977, sem
helguð hefur verið gigtsjúkdómum. Ákvörðun um afhendingu verður birt í árs-
byrjun 1977. Niðurstöður nefndarinnar verða birtar umsækjendum í mars 1977.
Nafn styrkþega verður ekki birt opinberlega fyrr en við afhendingarathöfnina.
UTBORGUN
Útborgun fer fram við afhendingu styrksins.
GREINARGERÐ
Eigi síðar en 1 ári eftir úthlutun eru styrkþegar skuldbundnir til að senda styrk-
nefndinni skriflega greinargerð um niðurstöður sínar, ef mögulegt er í formi
greinar til birtingar í fagtímarit.
Styrknefndin