Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 36

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 36
76 LÆKNABLAÐIÐ laust þess virði að því sé lifað? Hver á yfirleitt að geta svarað spurningu sem þessari? Hvað merkja hér orðin „líf“ og ,,að vera þess virði“? Slíkar hugleiðingar um grundvöll lífsins horfa misjafnlega við mönnum — þær varða hvern mann sem ákveðinn einstak- ling við ákveðnar aðstæður. Hver getur með rétti sagt að mér þyki lífið þess vert að því sé lifað eða ekki á þessum forsend- um eða hinum, eða af þessum ástæðum fremur en öðrum? Þessi augljósu sannindi um afstæði lífs- viðhorfa eru afar mikilvæg hvað varðar viðfangsefni okkar, siðfræði vísinda eða nánar tiltekið hlutleysi þeirra. Einstök lífsviðhorf eru bundin ákveðn- um einstaklingi eða einstaklingum við raunverulegar aðstæður, þess vegna er ó- heimilt að alhæfa þau, telja þau gild fyrir alla. Vísindaleg þekking er hins vegar al- hæfð eða algild í þeim skilningi að hún er ein og söm fyrir alla. Af þessum augljósa mun lífsviðhorfa og vísindalegrar þekking- ar er oft dregin alröng ályktun: Vísindin eru talin hafin yfir lífsskoðanir, þau eru talin hlutlaus gagnvart breytilegum lífs- viðhorfum. Lífsviðhorf sem varða verð- mætj, gildi og tilgang kæmu vísindunum þar með ekki við. (Þessi ályktun felur raunar í sér að öllum siðferðilegum for- sendum vísinda sé hafnað, þ.á.m. þeirri sem varðar læknisfræði sérstaklega). Þessi ályktun er röng vegna þess að ákveðin viðhorf til lífsins ráða því hvað það er sem menn vilja þekkja eða skilja og hvers konar þekkingar menn leita. Sjálft viðfangsefni vísinda er sértekið eða ákvarðað fyrirfram af viðhorfum sem eng- ar vísindalegar sönnur eru færðar á. Dæmi um slík grundvallarviðhorf í vísindum eru áðurnefnd vélhyggjukenning og vita- skuld einnig sú afdrifaríka kenning sem rakin hefur verið að vísindi skulu ekki taka tillit til verðmæta eða gilda, heldur einskorða sig við þýðingarlausar stað- reyndir. Skoðanir eða kenningar af þessu tagi, sem engin leið er til að færa sönnur á með tilteknum aðferðum vísindanna, einkum raunvísinda, endurspegla viss und- irstöðuviðhorf til hlutanna og heimsins, vissa heimssýn eða heimsskoðun, sem oft er dulin þeim sem hana hafa, vegna þess að hún er þeim fullkomlega „sjálfsögð og eðlileg“: Menn sjá ekki sjálfir það sjónar- horn sem þeir sjá heiminn og hlutina und- ir — ekki fremur en þeir sjá gleraugu sem þeir bera á nefinu. 12. SJÁLFDÆMISHYGGJA í SIÐFERÐI OG VÉLHYGGJA í VÍSINDUM Sjálfdæmishyggja'J í ætt við þær kenn- ingar sem hér hafa verið hafðar eftir Max Weber og Jean-Paul Sartre — þessi subjek- tivismi sem veður uppi í hugsun og viðhorf- um upplýstra manna á okkar dögum — dyl- ur þetta mikilvæga atriði um forsendur vís- inda. Öll viðhorf til lífsins og heimsins eru tengd við einstakar raunverulegar persón- ur, meðvitaðar hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna. Og þar sem slíkt afstæði er ekki talið við hæfi í hinum öruggu og al- gildu vísindum, þá skulu öll grundvallar- viðhorf til lífsins og tilverunnar brottræk úr vísindum og hrakin út í myrkviði frum- speki eða háspeki fjarri öllum alvöru vís- indum. Vísindin sýna okkur sjálft gang- verk heimsins og gera okkur kleift að ná tökum á vissum hlutum þess. Grundvallar- viðhorf til lífsins eru hins vegar lögð að jöfnu við breytilegar hugmyndir einstak- linga um tilgang eða tilgangsleysi tilver- unnar, um gildi eða fánýti hlutanna. Slík- ar hugmyndir eiga rætur í geðþótta hvers og eins, gildi þeirra er óháð gangverki heimsins. Þeirri véltæknihyggju um vísindin og viðfangsefni þeirra sem hér hefur stutt- lega verið rakin og gagnrýnd, fylgir þann- ig óhjákvæmilega algjör afstæðishyggja um allan tilgang, verðmæti og gildi — afstæð- ishyggja sem er um leið algjör sjálfs- hyggja, eða super-egohyggja, ef ég má leyfa mér að nota daglegt mál íslenskt. Upp- spretta alls tilgangs, verðmæta og gilda í heiminum er ÉG — þessi undursamlega sjálfstæða hugsandi vera sem hver maður er, þó einkum og sér í lagi sá sem þekkir vísindalega og tæknilega eitthvert brot af gangverki heimsins; sjálfsvissa hans er tvöföld. M.ö.o. sú skoðun að hlutlægi vísinda og tækni sé handan allra verðmæta og gilda, og sú skoðun að vitibornir einstaklingar selji sjálfum sér sjálfdæmi um gildi, verð- mæti og tilgang, eru óaðskiljanlegar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.