Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 77 13. FORSENDUR VÍSINDA OG VIÐFANGSEFNI ÖRUGGRA VÍSINDA Eitt er það sem öðru fremur skýrir þetta bræðralag vísindatæknihyggju og sjálf- dæmishyggju, en það er þrá mannsins eftir tæmandi þekkingu og fullvissu. Forsendur allra vísinda eru fáviska og óvissa. Óviss- an, vitundin um vanþekkinguna, er hvati þekkingarleitarinnar. Ef óvissa og vanþekk- ing hyrfu, yrðu að sjálfsögðu öll vísindi úr sögunni. Nú er raunveruleikinn tilefni vanþekkingarinnar: Reynsluveruleikinn er svo fjölbreyttur að við vitum að við getum aldrei þekkt hann út í ystu æsar, hann hlýtur ávallt að vera okkur ókunnur í ótal smáatriðum og veigamiklum aðalatriðum, og gefa sífellt tilefni til spurninga og leit- ar. Sérhvert einstakt raunverulegt fyrir- bæri er svo margbrotið að við vitum að þótt allir vísindamenn heims tækju sig saman um að lýsa því og skýra það, þá yrði alltaf eitthvað óskýrt, eitthvað sem á vantaði að þekkingin væri algjör og tæmandi, meðal annars vegna þess að ekk- ert einstakt náttúrufyrirbæri er fullkom- lega skiljanlegt af sjálfu sér, og vegna þess að sérhvert náttúrufyrirbæri á sér ákveðinn stað í tíma og rúmi, og tími vís- indamanna til að kanna það er naumur og aðstæður ófullnægjandi. Af þessu leiðir að fáviska og óvissa er óumflýjanlegt hlutskipti okkar -— miklu fremur en þekking og vissa. Reyndar má seeia að fáviska okkar og óvissa marg- faldist eftir því sem þekking okkar verður nákvæmari og vissa okkar um einstök atriði meiri. Eins og Karl Popoer kemst að orði: „Við hvert skref sem við tökum i áttina að lausn einhvers vandamáls, upp- götvum við ekki aðeins ný og óleyst vanda- mál, heldur uppgötvum við líka, að það sem við héldum að væri reist á traustum og örugeum grunni er í raun og veru óvíst og óráðið.“10 Þessi skoðun á vísindunum mun vart eiga upp á pallborðið hjá þeim vísinda- mönnum sem hreykja sér af öryggi fræða sinna og vilja helst telja þau óskeikul. Það væri rangt að ásaka slíka vísindamenn um sjálfsblekkingu, sýndarmennsku eða hreina lygi. En sá áreiðanleiki vísindanna sem státað er af er sinnar tegimdÞ?ð er ekki örugg vissa eða áreiðanleg þekk- ing á hegðun einstakra raunverulegra náttúrufyrirbæra, svo sem eldgosa í Mý- vatnssveit eða krabbameins í ákveðnum manni, heldur vissa um hegðun slíkra fyr- irbæra almennt og yfirleitt.11 Þetta segir okkur mikið um viðfangsefni þeirra vís- inda sem þykja örugg og áreiðanleg: Þau fást sjaldnast við að rannsaka eitthvert einstakt náttúrufyrirbæri í því skyni að afla þekkingar og vissu um það eitt, held- ur í því skyni að komast að því sem það á sameiginlegt með öðrum náttúrufyrirbær- um, eða hvað það segir okkur almennt um hegðun náttúrufyrirbæra af sama tagi. M.ö.o. viðfangsefni raunvísinda eru sjaldn- ast einstök raunveruleg náttúrufyrirbæri, einstaklingur í heiminum, heldur lögmál sem einstaklingar lúta almennt og yfir- leitt, eða einkenni sem þeir hafa sameigin- leg. Sérkenni einstaklinganna og sú stað- reynd að enginn þeirra er í raun og veru alveg eins og aðrir, eru hins vegar atriði sem gjarnan er horft fram hjá, og eru ekki talin skipta máli fyrir vísindin. 14. HIN TÆKNTLEGU VÍSINDI OG RAUNHEIMURINN Þeirri skoðun að raunvísindi skuli leita þekkingar á hinu almenna fremur en vitn- eskju um hið einstaka hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg. Ástæðurnar eru augljósar: Það er einungis með því að sértaka refflubundin vensl og almenna eiginleika fyrirbæranna að vísindamönn- um er unnt að öðlast eitthvað í líkineu við tæmandi þekkingu og örugga vissu. En um leið og þetta viðhorf festi rætur í hugsun vísindamanna var vísindunum beint inn á vissa braut sem hefur orðið mjög afdrifarík fyrir mannkynið. Með hagnýtingu stærðfræði og tækni tóku vís- indamenn að smíða sér líkön af almennum ferlum, almennum lögmálum sem þeir uppgötvuðu í hreyfingum hlutanna og hátterni lífvera. Þeim varð kleift að taka viðfangsefni sín því sem næst fullkomlega öruggum tökum. f öðru lagi gátu þeir i ljósi þessarar þekkingar á viðfangsefnum sínum, sem þannig voru sett upp í kerfi sem gáfu tilefni til forspár, reynt að búa til aðstæður þar sem unnt var að með- hö“\dl'1 og skcðt fyrirlr?e’-!r ’mdir gtrðrjt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.