Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 277 UMRÆÐA Hjá sjúklingum með gullnephropathiu hafa endurteknar nýrnasýnistökur ekki verið gerðar, og upplýsingar um vefrænan gang sjúkdómsins liggja ekki fyrir.17 í þessu sjúkratilfelli höfum við sýnt fram á grunnhimnubólgu í nýrnahnyklum, með rafeindaþéttum útfellingum í grunnhimnu á rafeindasmásjárskoðun, sem afleiðingu gullmeðferðar. Auk þess var gull greint með málmgreiningu í frumum nýrnapípla. Nýrnasýni, endurtekið fjórtán mánuðum síðar, sýndi, að „immune komplexar“ höfðu leystst upp, og „immuno“ smásjárskoðun sýndi veika og risjótta litun fyrir mótefn- um í grunnhimnu. Þessar niðurstöður nýrnasýna samrýmast því, að nýrnahnyk- ilsmeinið hafi gróið, og er þetta fyrsta sjúkratilfellið, sem við höfum fundið, þar sem samfara er bæði kliniskur og vefja- bati, staðfest með nýrnasýnum. Gull veldur margvíslegum nýrnasjúk- dómum, bráðu nýrnapípladrepi,8 vægri proteinuriu,25 2i) lipoid nephrosis,22 41 og grunnhimnu nýrnahnykilsbólgu.31 36 40 Hinsvegar hafa langflestir sjúklingar með nephrotiskt syndrome eftir gullmeðferð, grunnhimnubólgu í nýrnahnyklum með „immune komplex“ útfellingum í grunn- himnu. Samfara iktsýki eru einnig nýrna- sjúkdómar, amyloidosis,4 30 nýrnahnykils- bólga með millifrumuþykknun í nýrna- hnyklum,1 langvarandi millivefjanephritis27 og nýrnavörtudrep.7 Clausen et al." hafa þá skoðun, að nýrnavörtudrep samfara ikt- sýki geti staðið í sambandi við bólgueyð- andi lyfjameðferð. „Sjögrens syndrome“ samfara iktsýki getur valdið langvarandi millivefjanephritis.37 Hjá þessum sjúkling- um vor rauðir hundar og aðrir sjúkdómar, sem orsaka nephrotiskt syndrome, útilokað- ir með viðeigandi rannsóknum. Idiopathisk grunnhimnubólga í nýrna- hnyklum er „immune komplex“ sjúkdóm- ur af óþekktri orsök, einkennist af protein- uriu í mismunandi magni.c 11 35 Framvinda sjúkdómsins er stöðug og hann endar venjulega í nýrnabilun. „Immune kom- plexar“ í grunnhimnu nýrnahnykils hald- ast óbreyttir eða aukast í gangi sjúkdóms- ins.°15 29 Þetta tilfelli, þar sem „immune komplexar“ leystust upp eftir fjórtán mán- uði, mælir á móti idiopathiskri grunn- himnu-nýrnahnykilsbólgu, enda er ólíklegt, að sjúklingur með iktsýki og á gullmeðferð fái annan ólíkan sjúkdóm. Röntgen-málmgreining á nýrnavef þessa sjúklings sýndi, að gull var til staðar i frumum fyrri hluta nýrnapípla og í vefja- gleyplum millivefs,38 og hefur verið sýnt fram á gull með svipuðum aðferðum á þess- um stöðum.40 41 42 Vefjaefnafræðilegar rannsóknir hafa einnig sýnt gull, fyrst og fremst í fyrsta hluta nýrnapípla.5 31 30 Með dýratilraunum hefur verið sýnt fram á, að gull sest á þessa staði í nýrum,14 24 34 og í einni rannsókn fengu rottur grunnhimnu- bólgu í nýrnahnykla eftir gullgjöf.24 Meingerð (pathogenesis) gullnephro- pathiu er óljós, en „immune komplex“ í grunnhimnu nýrnahnykla bendir til ónæm- issjúkdóms. Þar sem gull hleðst upp í fyrsta hluta nýrnapípla, er hugsanlegt, að skemmdir verði á þessum frumum og væki gegn nýrnapíplufrumum sé leyst úr læð- ingi. Mótefni myndast síðan gegn þessu væki og uppleysanleg samflétta vækja og mótefna verður til í blóði, er síðan festist í grunnhimnu nýrnahnykla við síun. Ann- ars vegar gætu vækin sest í grunnhimnu nýrnahnykils og mótefnin sótt að þeim þar með myndun samfléttu þeirra.12 Til staðfestingar þessarar tegundum meingerðar með myndun vækis gegn frum- um nýrnapípla og síðan grunnhimnubólgu í nýrnahnyklum, eru niðurstöður rann- sókna á þremur sjúklingum, er lýst er af Naruse et al.23 Hjá sjúklingi með sigð- frumublóðleysi var sama tegund vækis ein- angrað í grunnhimnu nýrnahnykilsbólgu hefur verið sýnt fram á í mismunandi teg- undum dýratilrauna, fyrst af Heyman,18 og síðan öðrum.2 9 12 21 Þar sem við höfðum ekki aðferðir tiltækar til að einangra nýrnapíplufrumuvæki í grunnhimnu nýrnahnykla hjá þessum sjúklingi, verður meingerðin aðeins á líkum byggð. Ef þessi tegund meingerðar liggur til grundvallar grunnhimnubólgu hjá sjúklingum eftir gullmeðferð, mætti búast við, þegar gull- meðferð er hætt, að vakinn til framleiðslu nýrnapípluvækis stöðvist og grunn- himnubólgan stöðvist eða grói. f þessu tilliti virðist gullnephropathia vera sérstæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.