Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 22
286
LÆKNABLAÐIÐ
36 fullorðnum. Eru niðurstöður hér (þ.e.
GM titer hjá hópi A) mjög í samræmi við
þessar rannsóknir.
Við bólusetningu fékkst 99.15% svörun
(seroconvertion) hjá neikvæðum telpum,
og er það mjög góður árangur. GM titer
eftir 6 vikur er 62.02 en eftir 1 ár 61.69.
Eftir 1 ár hafa 317 telpur (94.35%) af
þeim, sem svöruðu mótefni í verndandi
magni. Þessi góða svörun og litla fall á
GM titer (62.02 í 61.69) ásamt þvi, hversu
margar halda mótefnum vel, vekur von
um, að mótefnin verði varanleg. Þær telp-
ur, sem höfðu lág mótefni fyrir bólusetn-
ingu hugsanlega eftir gamla sýkingu, svör-
uðu aftur á móti bóluefninu illa, Aðeins
25% sýndu marktæka mótefnahækkun, þó
að mótefnamagn 83% hækkaði eitthvað.
GM titer eftir 6 vikur var 40.0 en eftir ár
25.2. Engin telpnanna hafði hærri mótefni
en 1/40 eftir árið. Ber þessum niðurstöðum
að mestu saman við aðrar svipaðar rann-
sóknir, þó hér sé um minni hóp að ræða.7 12
f hópi Grillners, sem reyndi þetta bóluefni
ásamt tveim öðrum á samsvarandi hóp,
svöruðu 6% með fjórfaldri hækkun mót-
efna og 45% með tvöfaldri hækkun. Svip-
aðar voru niðurstöður í rannsóknum Carls-
son7 á mótefnamagni 1/8 til 1/16. í báðum
þessum rannsóknum voru einnig borin sam-
an tvö önnur bóluefni. Komu þar fram
sömu niðurstöður svo ekki er um að ræða
mun á bóluefnum.
Þó að hópur B sé of lítill til að draga
af honum neinar endanlegar niðurstöður,
svarar þessi hópur bólusetningunni mun
verr en hópur A. Er það tölfræðilega mark-
tækt. Bæði er fjöldi telpna í hópi B, sem
svara alls ekki eða lítið bólusetningunni,
meiri hlutfallslega samanborið við hóp A
og eihnig falla mótefni þeirra, sem sýna
góða svörun eftir 6 vikur, meira en telpn-
anna í hópi A, þ.e. engin hefur mótefna-
magn hærra en 1/40 eftir árið. Er því
líklegt, að þær, sem ekki svara bólusetn-
ingunni í þessum hóp, hafi í raun gömul
mótefni og þá N-mótefni (neutraliserandi
mótefni) í verndandi maeni, þó að HI mót-
efni hafi fallið mikið (ein þessara telnna
var talin hafa fengið rauða hunda á 1. ári).
Eyði N-mótefnin hugsanlega mótefnavaka
(antigen) bóluefnisins þannig, að hann nái
ekki að hvetja mótefnamyndun.
Þær 4 telpur sem sýna svörun 6 vikum
eftir bólusetningu en falla eftir 1 ár í 1/20
gætu haft gömul N-mótefni, sem að hluta
til eyða mótefnavaka bóluefnisins, en telp-
urnar svara þó að einhverju leyti ertingu
mótefnavaka. Þær 6, sem svara bólusetn-
ingu, eru þá annað hvort með gömul mót-
efni, en ekki í verndandi mæli, eða um er
að ræða ósérhæfða svörun í blóðsýnum
teknum fyrir bólusetninguna. í þeim hluta
hópsins var ein telpa talin hafa fengið
rauðu hunda sýkingu og ein bólusett við
rauðum hundum 1972.
Þessar niðurstöður rannsóknarinnar
gætu bent til, að vænta mætti lélegs ár-
angurs við endurbólusetningu, ef t.d. væri
bólusett börn 1—3 ára og síðan endurbólu-
settar telpur 12 ára.
Tíðni aukaverkana við bólusetningu gegn
rauðum hundum fer eftir aldri. Börn virð-
ast fá lítil sem engin óþægindi.2 nvi 19 Tíðni
aukaverkana eykst um kynbroskaaldur og
er hæst hjá fullorðnum.12 3 7 10 Á þetta
sérstaklega við liðeinkenni. Sá aldurshóo-
ur, sem við höfum bólusett, er að bvria
kynþroskaskeiðið og er því á mörkum
barnsaldurs og fullorðinsára. hvað tíðni
aukaverkana varðar. Frekast er hægt að
bera okkar hóoa saman við rannsókn
Böttingers o.fél." og Enell o.fél.9 Þau hólu-
settu telpur 12—14 ára pamlar. í báðum
þeim rannsóknum var hópur óbólusettra
telpna til samanburðar. f rannsókn Böttino'-
ers o.fél. var ekki tölfræðilegur munur á
tíðni útbrota, hita og hálssærinda. en fleiri
telpur bólusettar með Almevax fen<m lið-
einkenni en óbólusettar eða 16% liðverki
og 1.4% liðbólgur. f rannsókn Enell o.fél.
fengu alls 40 % einhver einkenni. 8% telona
bólusettar með Almevax fengu liðeinkenni,
en á sama tíma fengu 5% telpna í saman-
burðarhópnum liðeinkenni. f rannsókn
þeirri, sem hér greinir frá, var heildartíðni
aukaverkana 24.3%, 12.8% fengu liðverki
o« 3% liðbólgur. Engar alvarlePar eða síð-
búnar aukaverkanir komu fram. Liðein-
kenni stóðu lengst í viku. Tíðni liðverkia
var því svipuð í rannsókninni hér og í
bessum tveimur erlendu rannsóknum. og
lægri tíðni en skráð er erlendis meðal full-
orðinna kvenna. Þar hafa rannsóknir leit.t
í liós liðeinkenni hiá 11% til 41.7%.12 3 7 10
Lýst hefur verið tveimur siúkdómsmynd