Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 22
286 LÆKNABLAÐIÐ 36 fullorðnum. Eru niðurstöður hér (þ.e. GM titer hjá hópi A) mjög í samræmi við þessar rannsóknir. Við bólusetningu fékkst 99.15% svörun (seroconvertion) hjá neikvæðum telpum, og er það mjög góður árangur. GM titer eftir 6 vikur er 62.02 en eftir 1 ár 61.69. Eftir 1 ár hafa 317 telpur (94.35%) af þeim, sem svöruðu mótefni í verndandi magni. Þessi góða svörun og litla fall á GM titer (62.02 í 61.69) ásamt þvi, hversu margar halda mótefnum vel, vekur von um, að mótefnin verði varanleg. Þær telp- ur, sem höfðu lág mótefni fyrir bólusetn- ingu hugsanlega eftir gamla sýkingu, svör- uðu aftur á móti bóluefninu illa, Aðeins 25% sýndu marktæka mótefnahækkun, þó að mótefnamagn 83% hækkaði eitthvað. GM titer eftir 6 vikur var 40.0 en eftir ár 25.2. Engin telpnanna hafði hærri mótefni en 1/40 eftir árið. Ber þessum niðurstöðum að mestu saman við aðrar svipaðar rann- sóknir, þó hér sé um minni hóp að ræða.7 12 f hópi Grillners, sem reyndi þetta bóluefni ásamt tveim öðrum á samsvarandi hóp, svöruðu 6% með fjórfaldri hækkun mót- efna og 45% með tvöfaldri hækkun. Svip- aðar voru niðurstöður í rannsóknum Carls- son7 á mótefnamagni 1/8 til 1/16. í báðum þessum rannsóknum voru einnig borin sam- an tvö önnur bóluefni. Komu þar fram sömu niðurstöður svo ekki er um að ræða mun á bóluefnum. Þó að hópur B sé of lítill til að draga af honum neinar endanlegar niðurstöður, svarar þessi hópur bólusetningunni mun verr en hópur A. Er það tölfræðilega mark- tækt. Bæði er fjöldi telpna í hópi B, sem svara alls ekki eða lítið bólusetningunni, meiri hlutfallslega samanborið við hóp A og eihnig falla mótefni þeirra, sem sýna góða svörun eftir 6 vikur, meira en telpn- anna í hópi A, þ.e. engin hefur mótefna- magn hærra en 1/40 eftir árið. Er því líklegt, að þær, sem ekki svara bólusetn- ingunni í þessum hóp, hafi í raun gömul mótefni og þá N-mótefni (neutraliserandi mótefni) í verndandi maeni, þó að HI mót- efni hafi fallið mikið (ein þessara telnna var talin hafa fengið rauða hunda á 1. ári). Eyði N-mótefnin hugsanlega mótefnavaka (antigen) bóluefnisins þannig, að hann nái ekki að hvetja mótefnamyndun. Þær 4 telpur sem sýna svörun 6 vikum eftir bólusetningu en falla eftir 1 ár í 1/20 gætu haft gömul N-mótefni, sem að hluta til eyða mótefnavaka bóluefnisins, en telp- urnar svara þó að einhverju leyti ertingu mótefnavaka. Þær 6, sem svara bólusetn- ingu, eru þá annað hvort með gömul mót- efni, en ekki í verndandi mæli, eða um er að ræða ósérhæfða svörun í blóðsýnum teknum fyrir bólusetninguna. í þeim hluta hópsins var ein telpa talin hafa fengið rauðu hunda sýkingu og ein bólusett við rauðum hundum 1972. Þessar niðurstöður rannsóknarinnar gætu bent til, að vænta mætti lélegs ár- angurs við endurbólusetningu, ef t.d. væri bólusett börn 1—3 ára og síðan endurbólu- settar telpur 12 ára. Tíðni aukaverkana við bólusetningu gegn rauðum hundum fer eftir aldri. Börn virð- ast fá lítil sem engin óþægindi.2 nvi 19 Tíðni aukaverkana eykst um kynbroskaaldur og er hæst hjá fullorðnum.12 3 7 10 Á þetta sérstaklega við liðeinkenni. Sá aldurshóo- ur, sem við höfum bólusett, er að bvria kynþroskaskeiðið og er því á mörkum barnsaldurs og fullorðinsára. hvað tíðni aukaverkana varðar. Frekast er hægt að bera okkar hóoa saman við rannsókn Böttingers o.fél." og Enell o.fél.9 Þau hólu- settu telpur 12—14 ára pamlar. í báðum þeim rannsóknum var hópur óbólusettra telpna til samanburðar. f rannsókn Böttino'- ers o.fél. var ekki tölfræðilegur munur á tíðni útbrota, hita og hálssærinda. en fleiri telpur bólusettar með Almevax fen<m lið- einkenni en óbólusettar eða 16% liðverki og 1.4% liðbólgur. f rannsókn Enell o.fél. fengu alls 40 % einhver einkenni. 8% telona bólusettar með Almevax fengu liðeinkenni, en á sama tíma fengu 5% telpna í saman- burðarhópnum liðeinkenni. f rannsókn þeirri, sem hér greinir frá, var heildartíðni aukaverkana 24.3%, 12.8% fengu liðverki o« 3% liðbólgur. Engar alvarlePar eða síð- búnar aukaverkanir komu fram. Liðein- kenni stóðu lengst í viku. Tíðni liðverkia var því svipuð í rannsókninni hér og í bessum tveimur erlendu rannsóknum. og lægri tíðni en skráð er erlendis meðal full- orðinna kvenna. Þar hafa rannsóknir leit.t í liós liðeinkenni hiá 11% til 41.7%.12 3 7 10 Lýst hefur verið tveimur siúkdómsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.