Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 301 þjónusta fyrir börn í Reykjavík og á Akureyri væri til komin. Sagði hann, að sú þjónusta hefði skapast af brýnni þörf, en ekki ásælni barnalækna í sjúklinga. Hafði þessi þjónusta mætt þessari þörf á sínum tíma og þó sú þörf hefði nú minnkað, væru enn óskir og þörf fyrir slika þjónustu. Lýsti hann einnig þeirri skoðun sinni, að menntun þeirra lækna, sem fengjust við mæðravernd og barnaeftirlit, væri meira virði, en hvort þeir hefðu einhverja sérfræði- viðurkenningu eða ekki. Vilhjálmur Rafnsson svaraði gagnrýni Bryn- leifs á kennslu í heimiiislækningum i Svíþjóð. Sagði Vilhjálmur, að ijóst væri, að ekki væri hægt að flytja heilbrigðiskerfi Svia óbreytt hingað heim. Þá áréttaði hann þá skoðun sína, að samvinna sérfræðinga og heilsugæzlulækna væri mikilvæg. Þá lýsti hann einnig störfum starfshóps á vegum F.I.L.Í.S. um mæðravernd. Hefur sá hópur skilað áliti, sem er nokkurs konar viðbót við mæðraskrána. Hvað hann sjálfsagt að kynna þeim þá punkta, sem hefðu áhuga. Auöólfur Gunnarsson áleit, að umræðurnar hefðu snúist of mikið um það, hver ætti sjúk- linginn. Einnig taldi hann, að vanmat á sér- fræðiþekkingu hefði komið fram í umræðun- um. Slcúli G. Johnsen talaði m.a. um erindisbréf, sem vantar fyrir flesta heilbrigðisstarfsmenn. Þá minntist hann einnig á Health Services Research eða heilbrigðisþjónusturannsóknir, en niðurstöður slíkra rannsókna gætu komið að miklu gagni við áætlunargerð í sambandi við heilbrigðisþjónustu. GuÖmundur H. ÞórÖarson kvaðst fagna framkominni ályktunartillögu frá stjórn Læknafélags Islands og svaraði síðan ýmsum atriðum í máli Auðólfs Gunnarssonar. Villijálmur Rafnsson lýsti yfir stuðningi við ályktunartillögur frá stjórn L.I. og vakti at- hygli á áliti nefndar um sérfræðiþjónustu fyrir landsbyggðina. 1 þeim tillögum er m.a. talað um farandþjónustu sérfræðinga og taldi Vil- hjálmur, að þeir yrðu að hafa stöður á sjúkra- húsum til að geta viðhaldið sérmenntun sinni. Ölafur Ölafsson sagði, að lög um heilbrigðis- þjónustu mótuðu starfssvið heilsugæzlulækna, en hins vegar væri sérfræðistarfið ekki mótað. Lýsti hann yfir ánægju sinni með tillögur nefndar um sérfræðiþjónustu fyrir landsbyggð- ina. Síðastur talaði Páll Sigurösson og ræddi hann m.a. um fjármögnun til heilsugæzlunnar. Sagði hann, að í ráði væri að taka spítalana á Reykjavíkursvæðinu út úr daggjaldakerfinu, svipað og gert hefði verið við ríkisspítalana. Einnig ætti að taka önnur sjúkrahús og síðan heilsugæzlustöðvar út úr þessu kerfi, og væri unnið að þessu. Að lokum var borin upp tillaga til ályktunar frá stjórn Læknafélags íslands, sem samþykkt var samhljóða. „AÖalfundur Læknafélags Islands 1979 felur stjórn féiagsins aö skipa starfshóp, sem taki aö sér aö undirbúa stefnumörkun félagsúis varö- andi rekstur, stjórnun og starfsemi heilsu- gœzlustööva. Skal hópurinn sérstakiega taka afstööu til vœntanlegrar regiugeröar fyrir heilsugcezlu- stöövar og skipúlag sérfrœöiþjónustunnar á þeim. Skal hópurinn skiia fyrsta áiiti á nœstu for- mannaráöstefnu féiagsins.“ HEILBRIGÐISFRÆÐSLA FYRIR ALMENNING Framsögumaður var Ársæll Jónsson. I upphafi skýrði Ársæll frá því, að aðal- fundur L.í. 1977 hafi ákveðið að skipa starfs- hóp til að fjalla um og gera tillögur um heil- brigðisfræðslu fyrir almenning. í apríl 1978 skipaði stjórn L.l. þá Ársæl Jónsson, Ásgeir Jónsson, Sigurð B. Þorsteinsson og Örn Bjarnason í starfshóp um heilbrigðismál. Hóp- urinn lagði fram tillögur sínar um stofnun fræðsluráðs L.l. í árslok 1978 og voru þær svmhljóðandi: „Fræðsluráð L.í. er skipað þremur aðal- mönnum og tveimur til vara. Aðalmenn hafi sérmenntun á sviði lyflækninga, skurðlækninga og heimilislækninga, en varamenn sitja fundi, ef aðalmenn geta ekki mætt. Ráðið getur, í samráði við stjórn L.I., ráðið starfsmann, sem sé jafnframt ritari ráðsins. Starfsvið fræðsluráðs er eftirfarandi: 1. Að vera fjölmiðlum, félagasamtökum og öðrum, sem veita fræðslu um heilbrigðismál, til ráðuneytis og aðstoðar. 2. Hafa vakandi auga með efni um heilbrigðis- mál í fjölmiðlum, leiðrétta missagnir, sem fram kunna að koma og veita fyllri upplýs- ingar, þegar þess er þörf eða um er beðið. 3. Ráðið getur haft frumkvæði að því, að ráð- ist verði í sérstök verkefni á sviði heilbrigð- isfræðslu, og hefur um það nána samvinnu við sérgreina- eða áhugamannafélög á þeim sérsviðum, sem við á hverju sinni.“ 1 framsöguræðu sinni vitnaði Ársæll i grein- argerð Félags íslenzkra lækna í Bretlandi frá 1977, þar sem mjög var stuðst við hugmyndir Health Education Council um heilbrigðis- fræðslu fyrir almenning og gat þess, að starfs- hópurinn hefði að verulegu leyti tekið mið af þeim hugmyndum í tillögugerð sinni. Ársæll kynnti einnig tillögu, sem hann og Guðmundur Jóhannesson hafa sent stjórn Læknafélags Islands, svohljóðandi: „Stjórn L.l. beiti sér fyrir þvi, að í væntan- lega samninga læknafélaganna verði bætt við ákvæði um tekjustofn, sem renni til fræðslu- starfsemi læknafélaganna fyrir almenning í landinu.“ Þessari tillögu fylgdi einnig greinargerð frá fiutningsmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.