Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 24
288 LÆKNABLAÐIÐ vaccination. Arthritis and Rheumatism. 14, 19-26, 1971. 18. Thompson, G.R., Weiss, J.J., Shillis, J.L. Brackett, R.G.: Intermittent arthritis following rubella vaccination. Am. J. Dis. Chiid. 125, 526-530, 1973. 19. Wallace, R.B., Isacson, P.: Comparative trial of HPV-77DE5 and RA 27/3 live- attenuated rubella vaccines. Am. J. Disi. Child. 124, 536-538, 1972. 20. Ögmundsdóttir, H.M. cand.med. og Tómas- son, H. cand.med.: Rauðir hundar á Islandi. Um veirur og veirusýkingar á íslandi og varnir gegn þeim. 11-30. ÞAKKARORÐ Ég vil þakka öllum sem hafa aðstoðað við vinnslu þessa verkefnis og þá sérstak- lega próf. Margréti Guðnadóttur og Ph.D. Stefáni Aðalsteinssyni. Einnig eiga allir skólahj úkrunarfræðingar Reykj avíkurborg- ar þakkir skilið fyrir ómetanlega aðstoð. LÆKNAÞING 1979 Læknaþing var haldið með nýju sniði dagana 24.—-27. september 1979 og í fram- haldi af því, var í samvinnu við ASÍ, VMSÍ og VSÍ haldin ráðstefna um atvinnuheil- brigðismál 28. september. Er það samdóma álit allra, að Læknaþing og ráðstefnan hafi tekist með ágætum og á fræðslunefnd læknafélaganna mikið hrós skilið fyrir frá- bæran undirbúning. Gert er ráð fyrir að þau erindi, sem flutt voru fyrstu þrjá dag- ana, sem berast fyrir tilskilinn tíma, verði birt í 11. fylgiriti Læknablaðsins og verður reynt að hraða útgáfu þess, svo sem kostur er. Erindi frá námskeiðinu um atvinnu- sjúkdóma og frá ráðstefnunni um atvinnu- heilbrigðismál munu hins vegar verða birt í Læknablaðinu, jafnóðum og þau berast. Munu þau fyrstu koma í janúarheftinu. Ávarp formanns frœöslunefndar læknafélaganna, Árna Björnssonar} viö setningu Lœknaþings Góðir gestir. Fyrir hönd fræðslunefndar læknafélaganna býð ég ykkur velkomin til Læknaþings. Þetta þing má kalla hið fyrsta í sinni röð, því að það er um flest ólíkt þeim fundum, sem haldnir hafa verið í sambandi við aðalfund Læknafélags íslands, annað hvert ár, og verið kallaðir sama nafni. Þessu þingi er ætlað að vera, og vonandi verður, fræðilegur og félagslegur vett- vangur allra íslenzkra lækna, úr strjálbýli sem þéttbýli, hérlendis sem erlendis, utan sjúkra- húsa og innan sjúkrahúsa og allra hinna. Höll læknisfræðinnar er há til lofts og víð til veggja, en hún er um leið völundarhús með mismunandi löngum göngum, sem flest enda í básum með skotum. Göngin eru námsleiðirn- ar og básana og skotin, sem göngin enda í, köllum við sérgreinar. Lækni, sem fundið hefur sinn bás eða skot, hættir við að festast þar og halda að það sé höllin öll. Læknaþing gefur mönnum tækifæri til að yfirgefa básana eða skotin, hittast og blanda geði í almenningi hall- arinnar og sjá um stund til lofts og veggja. Ekki er því að leyna, að okkur, sem staðið höfum að undirbúningi þingsins, hafi fundist kollegarnir vera næsta heimakærir á básum sínum og skotum, en vonum í lengstu lög, að svo rætist úr um aðsókn, að þingið verði læknastéttinni fremur til sóma en skammar. Fyrir hönd nefndarinnar vil ég þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa aðstoðað við undirbúning þingsins. Ég vil þakka umboðsmönnum lyfjafyrirtækja og öryggistækjabún- aðar fyrir góða samvinnu, svo og stjórnum læknafélaganna og starfsfólki á skrifstofu læknafélaganna, og þá sérstaklega frú Sofie Markan, sem hefur verið nefndinni til aðstoðar frá byrjun og unnið að undirbúningi þingsins með öðrum störfum á skrifstofunni allt fram á síðustu daga. Mér finnst líka ástæða til að þakka þeim íslenzkum læknum, sem dveljast erlendis við nám og störf og hafa lagt það á sig að koma heim til að miðla okkur af þekkinu sinni og reynslu. Mættu þeir vera fordæmi ýmsum þeim, sem hægara eiga um vik. Með beztu óskum um faglega og félagslega skemmtun á Læknaþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.