Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 60
310 LÆKNABLAÐIÐ í lögum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur er ekki fjallað um þagnar- skyldu lækna sérstaklega, en læknum gert að skyldu að hlýta Codex ethicus. í Codex ethicus Læknafélags íslands, samþykktum á aðalfundi 1978, er fjallað um þagnarskyldu lækna í 1.9., II.3. og II.5. Þau ákvæði, sem hér koma til álita eru í 1.9. og II.3. Ákvæði H.3., sem m.a. bannar lækni að ljóstra upp einkamálum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði eða samkvæmt lagaboði, takmarkast af ákvæði í 1.9., en þar er fjallað um skýrslugerð iækna og vottorðsgerð. Það ákvæði verður að túlka á þann veg, að heimilt sé samkvæmt Codex ethicus, að skrá án samþykkis sjúklings sjúkdómsgrein- ingu á vottorð, sem fara eiga til lækna, heilbrigðisstofnana, Tryggingastofnunar ríkis- ins og sjúkrasamlaga. í 94. gr. 1. nr. 73/1973, þ.e. lög um meðferð opinberra mála og í 126. gr. 1. nr. 85/1936, þ.e. lög um meðferð einkamála, er m.a. takmarkaður réttur lækna til þess að svara fyrir dómi spurningum um einkahagi manna, sem þeim hefur verið trúað fyrir í starfa sínum eða komist að í starfi sínu. Þessi ákvæði virðast ekki skipta máli í sambandi við það ágreiningsefni, sem hér er til úrlausnar. í 10. gr. 1. nr. 80/1969, þ.e. læknalaga, er megin ákvæði íslenskra laga um þagnar- skyldu lækna, en það er svohljóðandi: „Sérhverjum lækni ber að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann 'kann að komast að sem læknir, nema lög bjóði annað eða hann viti sönur á, að brýn nauðsyn annarra kref ji, enda láti hann þá ekki uppi annað eða meira en minnst verður komist af með til að afstýra hættu. Um slík einkamál verður læknir ekki leiddur sem vitni í réttarmálum gegn vilja þess, er einkamálið varðar, nema ætla megi, að úrslit málsins velti á vitnisburðinum, enda sé málið þýðingarmikið fyrir málsaðila eða þjóðfélagið.“ Með lögum nr. 108/1973, 6. gr. var svo fyrirmælt, að ákvæði 10. gr. 1. nr. 80/1969 skuli einnig gilda um annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni eftir því sem við getur átt. í 7. gr. 1. nr. 80/1969 er fjallað um skyldu lækna til þess að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga. Þeirri grein var breytt með 5. gr. 1. nr. 108/1973 eg er í 1. mgr. greinarinnar nú svohljóðandi: „Læknar eru skyldir til að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga, er þeir hafa eða hafa haft undir höndum, er slíkra vottorða er almennt krafist, vegna viðskipta sjúklinganna við hið opinbera, og ber þeim að fara nákvæm- lega eftir öllum fyrirmælum um gerð vottorðanna. Sama skylda hvílir á sjúkrahúsum og öðrum tilsvarandi stofnunum. Heimilt er að senda landlækni einum vottorðið sem trúnaðarmál, ef ástæða þykir til vegna ákvæða 10. gr.“ Ákvæði 10. gr. læknalaga um þagnarskyldu eru eins og að framan er rakið þegar í greininni sjálfri takmörkuð m.a. ef lög bjóða annað, en 7. gr. laganna leggur læknum skyldur á herðar varðandi vottorðsgjöf um sjúklinga vegna viðskipta sjúklinga við hið opinbera. Tilgangur 10. gr. 1. nr. 80/1969, 94. gr. 1. nr. 73/1973 og 126. gr. 1. nr. 85/1936 mun m.a. vera að vernda friðhelgi einkalífs sjúklinga og það mun einnig vera tilgangur framan- greindra ákvæða í Codex ethicus, svo og að styrkja trúnaðarsamband læknis og sjúklings. En eins og að framan er rakið eru þessi ákvæði takmörkuð með ákvæðum um skyldu lækna til þess að veita sjúkrasamlögum og Tryggingastofnun ríkisins upplýsingar um sjúklinga. Hér er og á ákvæði í II. kafla Codex ethicus að líta, en þar er í 2. og 4. gr. gert ráð fyrir samvinnu og vissu upplýsingastreymi milli lækna. Enda verður ekki séð hvernig nútíma heilbrigðisþjónusta hefur verið og verður framkvæmd í mörgum tilfellum án þess að fleiri en sá læknir, sem sjúklingur leitar til kynnist sjúkdómi sjúk- lingsins. Sama er um V. kafla 1. nr. 67/1971 um almannatryggingar, þau lög hefðu ver- ið óframkvæmanleg án umsagnar eða vottorða frá læknum, sbr. 42., 43., 44. og 46. gr. Það er skoðun siðanefndarinnar, að það að heimila nefnd tveggja lækna aðgang að sjúklingabókhaldi og sjúkraskrám gangi ekki frekar gegn þagnarskyldu lækna, en gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.