Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 309 ORSKURÐUR SÍÐANEFNDAR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS Ár 1979, föstudaginn 23. nócember, kvað Siðanefnd Læknafélags íslands upp svohljóð- andi Úrskurð: Með bréfi, dags. 18. júní 1979, óskuðu stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélags eftir úrskurði siðanefndarinnar um það hvort ákvæði í 10. gr. samnings um sérfræði- læknishjálp á milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Trygg- ingastofnunar ríkisins f.h. annarra sjúkrasamlaga um að heimila nefnd, sem eingöngu er skipuð læknum, aðgang að sjúkraskrám og sjúklingabókhaldi í því skyni að vinna að eðlilegri og samræmdri beitingu gjaldskrár, brjóti í bága við lög og/eða siðareglur lækna eða læknalög. í bréfi formanns siðanefndarinnar til stjórnar Læknafélags íslands, dags. 23. okt. s.l. og í svarbréfi Læknafélags íslands, dags. 26. s.m., koma fram ástæður þess að fyrirtaka málsins hjá siðanefndinni hefur dregist. Samkvæmt skjölum þeim, sem nefndinni hafa borist vegna erindis þessa, virðist á- greiningur sá, sem hér er til úrlausnar, vera um það, hvort ákvæði 10. gr. samnings- ins brjóti í bága við þagnarskyldu lækna samkvæmt lögum og siðareglum lækna og læknalögum eða ekki. Hin umdeilda 10. gr. er svohljóðandi: „Tryggingastofnun ríkisins (Sjúkrasamlag Reykjavíkur) og Læknafélag Reykjavíkur skulu í sameiningu vinna að eðlilegri og samræmdri beitingu gjaldskrárinnar. Aðgang- ur að reikningum lækna, sjúklingabókhaldi og sjúkraskrám skal vera heimill í þessu skyni. í þessu skyni tilnefna aðilar hvor sinn mann og einn til vara, bæði aðalmenn í nefnd þessari svo og varamenn skulu vera læknar. Varamenn skulu sitja fundi nefnd- arinnar. Ritari nefndarinnar skal vera sá starfsmaður sjúkratrygginga, sem hefur með reikninga frá læknum að gera, eða deildarstjóri Sjúkratryggingadeildar. Nefndin skal halda fundi a.m.k. einu sinni í mánuði og skal hafa fastan fundardag og tíma. Auka- fundi heldur nefndin, þegar þörf krefur. Fundi nefndarinnar skal halda í Trygginga- stofnun ríkisins og stofnunin greiða kostnað við störf hennar. Nefndin skal kanna reikningsgerð a.m.k. 15 lækna á ári, fyrst og fremst eftir úrtaki, en þar að auki eftir sérstökum óskum aðila. Nefndin skal semja ársskýrslu og skal sú skýrsla kynnt Tryggingaráði og stjórn Læknafélags Reykjavíkur. Skipan nefndar þess- arar skal miðast við gildistíma samningsins.“ í samningnum kemur fram, að hann gildir frá 1. jan. 1978. í 8. gr. ofangreinds samnings er fjallað um reikninga lækna til sjúkrasamlaga og greiðslur þeirra. I 3. mgr. 8. gr. segir, að á reikningi skuli tekið fram nafn og samlags- númer sjúklings, hvaða dag verkið var unnið, hvert verkið var og eftir hvaða gjald- skrárlið það er reiknað. Ákvæði þetta virðist vera ági-einingslaust. Enda mun það svo, að læknar hafi í reikn- ingum sínum til sjúkrasamlaga greint nafn sjúklings, sjúkdóm og meðferð. Þegar borin er saman sú aðferð, sem viðhöfð hefur verið og nýmæli 10. gr., að tveggja manna nefnd, sem skipuð er læknum er heimilaður aðgangur að reikningum lækna, sjúklingabókhaldi og sjúkraskrám, þá virðast gögn þau, sem nefndin fær aðgang að, fram yfir þær upplýsingar, sem hingað til hefur verið talið eðlilegt að senda sjúkra- samlögum og/eða Tryggingastofnun ríkisins, geta veitt upplýsingar um heilsufarssögu sjúklings. Barst ritstjórn 29. nóvember 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.