Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 40
300
LÆKNABLAÐIÐ
bætt mæðravernd væri undirstaða lækkunar
á burðarmálsdauða. Þá minntist hann einnig á
neyðarþjónustu Barnaspítala Hringsins og taldi
þá starfsemi hafa aukið mjög öryggi og auk
þess oft fækkað innlögnum.
örn Smári Arnaldsson ræddi uppbyggingu
heilsugæzlustöðva í Reykjavík. Taldi hann, að
móta þyrfti ákveðnari stefnu í heilsugæslumál-
um. Þá talaði hann einnig um reglugerðir
fyrir sjúkrahús, sem ekki eru til og taldi hann,
að setja þyrfti þær reglur sem fyrst.
Vilhjálmur Rafnsson svaraði Auðólfi Gunn-
arssyni og gagnrýni hans á bréfi FÍLÍS varð-
andi heilsugæzlu og útskýrði starf og tilgang
félagsins. Þá áréttaði hann einnig þær skoðan-
ir, að heilsugæzlustöð væri starfsvettvangur
heilsugæzlulækna og sérfræðingar ættu aðeins
að starfa þar skv. tilvísunum. Gagnrýndi hann
þá stefnu bamalækna að vilja einir fá að sjá
um barnalækningar og sagði að heilsugæzla
snerti önnur svið læknisfræðinnar og ekki væri
hægt að klúfa það starf allt upp í sérgreinar.
GuSmundur H. ÞórSarson svaraði ýmsum
atriðum, sem fram komu í máli Auðólfs, svo
sem um verkaskiptingu heilsugæzlulækna og
sérfræðinga á heilsugæzlustöðvum. Talaði hann
aðallega um mæðravernd i því sambandi og
taldi heilsugæzlulækna geta séð um þá hlið
mála.
Haukur S. Magnússon sagði það skoðun sína,
að sérfræðingar væru betur búnir til þess að
sinna ýmsum vandamálum sjúklinga. En væri
sérfræðingakerfið tekið upp, myndi heildar-
yfirsýn yfir sjúklinginn tapast og heilsugæzlu-
læknar yrðu aðeins eins konar flokkunaraðili.
Þá talaði hann um neyðarvakt Barnaspítaia
Hringsins og taldi, að heilsugæzlulæknar gætu
að ýmsu leyti tekið hlutverk hennar að sér,
en sagði, að vegna mikils starfsálags væri heirn-
ilislæknum i Reykjavík um megn að taka slíkt
að sér og væri tímabært að bæta starfsaðstöðu
þeirra. Hann ræddi einnig framhaldsnám al-
mennt og taldi að nóg væri af sérfræðingum,
en hins vegar vantaði vel menntað fólk í
heilsugæzluna. Hann taldi að ódýrara væri, að
heimilslæknar önnuðust þjónustuna og benti á
þá óánægju, sem væri með sérfræðingakerfið,
t.d. í Sviþjóð.
AuSólfur Gunnarsson svaraði framkominni
gagnrýni. Þá ræddi hann tengsl heilsugæzlu-
stöðva og fæðingarstofnana og að samvinna
þyrfti að vera þarna á milli. Einnig benti hann
á, að sjúklingur ætti að hafa rétt á að velja
sér lækni.
GuSmundur SigurSsson vakti athygli á til-
lögum nefndar, sem skipuð var til að athuga
leiðir til bættrar sérfræðiþjónustu við lands-
byggðina. Þá talaði hann um markmið heilsu-
verndar, sem í fyrsta lagi er fræðsla, í öðru
lagi síun. Taldi hann m.a. ljósmæður og hjúkr-
unarfræðinga í góðri aðstöðu til þess að fræða
almenning. Þá benti hann á, að heimilislæknar
hefðu rétt á að fylgja sínum sjúklingum eftir,
t.d. i mæðravernd, og væri sá réttur m.a. til-
kominn af þvi, að heimilislæknirinn hefði fylgt
sjúklingnum eftir fyrir þungun og ætlaði sér
að gera það eftir að meðgöngu lyki. Fengi
læknirinn við þetta betri innsýn í líf sjúklings-
ins.
Skúli G. Johnsen taldi að óskýr greiðslu-
ábyrgð hefði m.a. verið Þrándur í Götu heilsu-
gæzlustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Rakti hann
stuttlega fyrirkomuiag heilsuverndar í Reykja-
vik. Benti hann á, að mjög lítill hluti fjárveit-
inga hefði farið til uppbyggingar heilsugæzlu í
Reykjavík. Þá minntist hann einnig á ellimál,
sagði þau vera í miklum ólestri og væri orsökin
sú, að enginn einn aðili bæri ábyrgð á málefn-
um aldraðra.
Brynleifur Steingrímsson sagði að umræður
á fundinum sýndu, að þetta efni hefði verið
tímabært og svaraði síðan ýmsum atriðum og
fyrirspurnum, sem komið höfðu fram í máli
annarra ræðumanna. Átaldi hann síðan þann
drátt, sem hefur orðið á því, að reglugerð fyrir
Sjúkrahús Suðurlands tæki gildi. Taldi hann
standa heilbrigðsmálum talsvert fyrir þrifum,
hve óljóst væri oft, hverjir bæru ábyrgð á
hinum ýmsu málum. Aukin verkaskipting á
heilsugæzlustöðvum gerði starfsemi þeirra
flóknari, og jafnvel yrði erfiðara fyrir sjúk-
lingana að reka sín erindi þar.
Páll SigurSsson sagði stefnu íslendinga í
heilsugæzlumálum vera sambærilega við það,
sem gerðist annars staðar. Væri megináherzla
lögð á heilsugæzlu með fræðslu og forvarnar-
starfi. Þá minntist hann á þá árekstra, sem
orðið hafa milli sérfræðinga og heilsugæzlu-
lækna. Taldi hann, að meginþáttur mæðra- og
barnaeftirlits verði innan fárra ára í höndum
heilsugæzlulækna. Þá ræddi hann einnig um
fjármál og fjármögnun. Sagði hann það skoðun
sína að leggja ætti niður sjúkratryggingar í
því formi, sem nú er, og taka í þess stað upp
fjárhagsáætlanir, sem Alþingi samþykkti og
væri hluti fjárlaga. Þetta einfaldaði mjög sam-
skipti ríkis og sveitarfélaga á þessum sviðum.
Katrín Fjeldsted rakti fyrst stuttlega efni
bréfs, sem formaður Félags íslenzkra lækna í
Bretlandi sendi Féiagi íslenzkra lækna i Sví-
þjóð. I þvi bréfi eru kynntar heimilislækningar
í Bretlandi ,en það er blanda af heimilislækna-
og sérfræðingakerfi, t.d. hefir heimilislæknir-
inn ákveðið hlutverk í mæðraeftirliti. Taldi
hún einnig, að hagsmunum sjúklings væri bet-
ur borgið með því, að heimilislæknirinn væri
ávallt hinn fasti punktur í heilsuverndinni.
Einnig minntist hún á þann ágreining og tog-
streitu, sem komið hefur upp milli hjúkrunar-
fræðinga og lækna. Sagði hún, að læknar yrðu
að læra að vinna með öðrum stéttum. I Bret-
landi væri kjarni hugmyndar um heilsugæzlu
svokallað „primary care team“ eða heilsu-
gæzluteymi og þar byggðist heilsugæzluvinnan
ekki eingögnu á læknum, eins og nafngiftin
ber með sér.
Ólafur Ólafsson rakti í stórum dráttum þrö-
un sérfræðimenntunar og heimilislækninga,
ræddi síðan um hlutverk heilsugæzlulækna og
sérfræðinga og varaði við því, að þeir deildu
innbyrðis um sjúklinga.
Magnús L. Stefánsson rakti hvemig neyðar-