Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 7
LÆKNABLADID 227 Óli Kr. Guðmundsson KRABBAMEIN í VÉLINDA AFDRIF 90 SJÚKLINGA Á HANDLÆKNINGADEILD LANDSPÍTALANS 1962-1975. INNGANGUR Saga nútíma skurðlækninga spannar ekki langt tímabil mannkynssögunnar, og enn yngri er saga brjóstholsskurðlækninga, en í þá grein skurðlækninga verður að skipa vélindaupp- skurðum. Thorek (10) mun fyrstur skurðlækna hafa byrjað uppskurði á vélinda vegna krabba- meins árið 1913. Skurðtækni í þessari grein skurðlækninga hefur síðan próast. Osava og Seo (10) voru næstir til að skrifa um vélindauppskurði vegna krabbameins árið 1933 (8). Árangur þessara skurðaðgerða hefur löng- um þótt iélegur, og hefur álit margra verið, að frekar beri að kalla þetta fróunaraðgerðir, vegna þess hve fáir hafa náð að lifa í 5 ár eftir aðgerð. Ein aðalörsök lélegs árangurs hér á landi er sú, að sjúkdómurinn hefur uppgötvast seint, og meinvörp eru þegar til staðar, þegar sjúkdóm- urinn er greindur. EFNIVIÐUR Á tímabilinu 1962-1975 voru lagðir inn 90 sjúklingar á Landspítalann með krabbamein í vélinda, (sjá mynd 1). Mun fleiri karlar eru lagðir inn á þessu tímabili en konur. Hjá báðum kynjum er meirihluti sjúklinga kominn yfir sjötugt, sér- staklega er það áberandi hjá konum, en þar eru 29 af 37 sjúklingum eldri en 70 ára. Hjá körlunt var rúmlega helmingur kominn yfir sjötugt, þegar sjúkdómurinn var greindur. Staðsetning á æxli er miðuð við I„ II. og III. þriðjung í vélinda. fað er kallaður I. þriðjung- ur, þegar staðsetning æxlis er í hálshluta vélindans. Með II. þriðjungi er átt við það, ef gera þarf samtengingu ofan við ósæðarbog- ann, en III. þriðjungur vélindans táknar það. Greinin barst ritstjórn 09/01/1980. Samþykkt í endanlegu formi 21/02/1980. að samtenging er gerð neðan ósæðarbogans. (3, 4). Samkvæmt þessarri skilgreiningu eru tæp- lega 8 % í I. þriðjungi, eða 7 tilfelli. Tilfellin skiptast nokkurn veginn jafnt milli II. og Ill.þriðjungs, eða 40 sjúklingar í Il.flokki og 43 í III. flokki. Hjá öllum sjúklingum var sjúkdómsgrein- ingin gerð með röntgenrannsókn á vélinda. Röntgensjúkdómsgreining var síðan staðfest Number of patients Fig. 1. Age and sex distribution Table I. Location of cancer esophagy and histology of tumors. Other or unclas- sified Squamus malignant cell Adeno- condi- carcinoma carcinoma tions Total Cervical level ... 5 0 2 7 Upper thoracic level ........... 33 1 6 40 l.ower thoracic levcl ........... 36 4 3 43 Total 74 5 11 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.