Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 16
234 LÆKNABLADID ástæðu sem brýnust taldist. Þannig voru blæð- ingartruflanir oft til staðar ásamt grindarhols- verkjum og í ófrjósemi (einkum tíðatregða (oligomenorrhea)), en verkirnir og ófrjósemin yfirleitt talin aðalástæða fyrir kviðarhols- spegluninni. í töflu 5 er skilgreindur betur sá hópur sjúklinga, sem var með langvarandi grindar- holsverki. Þessir sjúklingar höfðu ekki verið lagðir inn brátt og höfðu ekki nýlega fengið slæmt verkjakast. Verkir hjá pessum sjúkling- um hafa að jafnaði staðið í meira en 3 vikur og í sumum tilvikum árum saman. Áberandi er í pessum hóp hve margir sjúklingar fá óvissa kliniska sjúkdómsgrein- ingu, en pað eru 175 af samanlagt 215. Stafar petta fyrst og fremst af pví að eftir pví sem viðkomandi maður hefur fengist lengur við kviðarholsspeglanir gerir hann sér betur ljóst en áður hve mjög hin kliniska sjúkdómsgrein- Tafla 4. Adalástædur kvidarholsspeglana. Þrálátir grindarholsverkir................... 215 Bráðir grindarholsverkir..................... 104 Ófrjósemi.................................... 101 Fyrirferðaraukning í grindarholi.............. 51 Blæðingartruflanir............................ 14 Annað ........................................ 13 Alls 498 Tafla 5. Prálátir grindarholsverkir. Greining við kviðarholsspeglun Klinisk greining Bólgur — sam- vextir Uian- legs- pykkt Endo- metri- osis Engin skýring finnst Alls Grindarh. bólgur samvextir .... 27 0 0 9 36 Utanlegspykkt . 1 3 0 0 4 Óviss greining .. 69 0 3 103 175 Alls 97 3 3 112 215 ing er óörugg. Þar af leiðandi er ekki pvinguð fram ákveðin sjúkdómsgreining fyrir aðgerð. Margir af sjúklingum í pessum hópi höfðu haft verki í lengri tíma, jafnvel árum saman, voru oft búnir að ganga 1 gegnum ýmsar rannsóknir, m.a. röntgenrannsóknir og ekkert hafði fundist. Höfðu peir jafnvel verið búnir að fá á sig taugaveiklunarstimpil og kviðarhols- speglun í slíkum tilvikum pvi gerð til frekara öryggis fyrir sjúkdómsgreiningu. í pessum síðasta sjúkdómahópi leiddi kviðarholsspegl- un oft til lækningar fyrir sjúklinginn. Dæmi: Tæplega tvítug stúlka hafði haft verki neðar- lega í kviðarholi um árabil. Hafði hún verið hjá læknum hvað eftir annað og voru gerðar ýmsar röntgenrannsóknir og einnig hafði hún gengist undir botnlangaskurð vegna pessara verkja, en botnlanginn reyndist heilbrigður og verkirnir löguðust ekkert. Síðan var gerð kviðarholspeglun til frekara öryggis. Kom pá í Ijós að hægra megin og nokkru neðan við nafla var strengur, sem gekk í gegnum sjúk- ling. Strengur pessi var klipptur við kviðar- holsspeglun og sjúklingurinn varð albata. Þá eru margir af pessum sjúklingum hræddir um að eitthvað alvarlegt sé að, t. d. krabba- mein. Við kviðarholspeglun pá léttir flestum pessara sjúklinga verulega pótt ekkert sér- stakt finnist athugavert. Verkirnir minnka oft eða pá sjúklingarnir pola verkinn betur, lík- lega fyrst og fremst vegna pess að hugarfarið er jákvæðara. 97 sjúklingar í pessari töflu fá sjúkdómsgreininguna bólgur/samvextir, par af 27 með samvexti undir botnlangaöri. Undir pennan flokk falla allir sjúklingar með sam- vexti og aðrar breytingar eftir prálátar bólgur. Tafla 6 tekur til sjúklinga með bráða grind- arholsverki, sem oftast voru lagðir inn brátt. Það er mest áberandi við pessa töflu eins og raunar einnig töflu 5 hve kliniska sjúkdóms- greiningin er mjög óörugg samanborið við sjúkdómsgreiningu við kviðarholsspeglun. Á Tafla 6. Brádir grindarholsverkir. Klinisk greining Greining við kviðarholsspeglun Alls Utanlegs- pykkt Corpus luteum hemorr- hagicum Salping- itis Cystis ovarii Annað Ekkert ath.v. Utanlegspykkt .. 8 1 2 i i 2 15 Cysta m. snúningi eða blæðingu .. 0 i 1 i 0 0 3 Salpingitis acuta .. 4 3 26 0 0 1 34 Óviss greining 2 8 16 3 6 17 52 Alls 14 13 45 5 7 20 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.