Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 17
LÆKNABLADIÐ
235
þetta sérstaklega viö um vissa sjúkdóma, t.d.
utanlegsþykkt og eggjaleiðarabólgu. Má segja
varðandi báða þessa sjúkdóma, að ef litið er á
sjúkdómsgreiningu við kviðarholsspeglun og
athugað hver var klinisk sjúkdómsgreining
viðkomandi tilfella þá höfum við rúmlega
helmings líkur á að hitta beint í mark. í
dálkinum »annað« eru samanlagt 7 tilfelli. Eitt
þeirra reyndist vera ófullkomið fósturlát
(abortus incompletus), þegar einkennin höfðu
bent á utanlegsþykkt. Eitt tilfelli diverticulosis
coli sigmoidei, þrjú tilfelli bráð botnlanga-
bólga, eitt tilfelli með blæðingu og nokkra sýk-
ingu frá eggjaleiðarastubb og að lokum eitt
tilfelli með sprungið milta og var kliniska
greiningin hjá öllum þessum tilfellum óljós.
Kviðarholsspeglun er mikilvægt hjálpar-
tæki við rannsókn á ófrjósemi. Er í slíkum
tilfellum athugað nákvæmlega allt kviðarholið.
Eru þá stundum uppgötvaðir óvæntir sjúkdóm-
ar, t.d. stíflaðir eggjaleiðarar eða samvextir
kringum eggjaleiðara, sem draga úr eða hindra
hreyfingu þeirra. Einnig er sprautað lituðum
vökva í gegnum eggjaleiðarana (pertubation)
til að staðfesta hvort um eðlileg egglos sé að
ræða. Ef við speglunina finnst sjúklegt ástand,
þá er dæmt hvort hægt sé að gera viðeigandi
aðgerð í gegnum kviðarholssjá, t.d. klippa
samvexti til að auka hreyfanleika eggjaleiðar-
anna. f>á er og metið hvort ráðlegt sé að gera
samtímis eða síðar, eftir viðtal við sjúkling,
uppskurð og þá um leið metið hversu miklar
líkur séu á því að uppskurður gefi árangur.
Ætti því kviðarholsspeglun í þessum sjúkdóma-
flokki að geta sparað marga ónauðsynlega
uppskurði.
Af þeim 101 sjúkling sem eru upp taldir í
töflu 7 þá var gerður uppskurður í samanlagt
17 tilfellum, ýmist síðar eða í sömu svæfingu. í
47 tilfellum fannst engin sýnileg skýring á
ófrjóseminni. í þessum sjúkdómaflokki reynir
mjög á að vega og meta hvort skynsamlegt sé
að gera uppskurð (laparotomiu) og hversu
mikið slík aðgerð muni auka batahorfur. At-
hyglisvert er við þennan sjúkdóm að í um það
bil 47 % tilfella sést ekkert athugavert við
kviðarholsspeglun.
í töflu 8 eru samanlagt 51 tilfelli með
fyrirferðaraukningar í grindarholi og hefur
kviðarholsspegill reynst mjög gott tæki til að
fá örugga sjúkdómsgreiningu í slíkum tilfell-
um. Með venjulegri skoðun er oft mjög erfitt
að skera úr um hvort fyrirferðaraukning er
vaxin út frá legi eða eggjastokkum. Hér er um
mikilvægt mál að ræða, þar sem tilhneiging er
til íhaldssemi með uppskurði (laparotomiur)
hvað viðvíkur fyrirferðaraukningu frá legi
(myom). Aftur á móti eru læknar mjög virkir
með uppskurði við fyrirferðaraukningar út-
gengnar frá eggjastokkum, nema ef slíkar
fyrirferðaraukningar reynast vera endometri-
osa eða bólgur. Ennfremur ef um starfrænar
blöðrur (functionelar cystur) er að ræða, en
þessar blöðrur hverfa sjálfkrafa með tímanum
og krefjast ekki uppskurða. Aftur á móti er
uppskurður nauðsynlegur við alla æxlisvexti
(neoplasma) á eggjastokkum vegna hættu á
illkynja sjúkdómi. Af þessu sést að kviðarhols-
speglun er ómissandi hvað varðar þennan
sjúkdómaflokk til að fá örugga sjúkdómsgrein-
ingu og til að tryggja að sjúklingurinn fái rétta
meðferð og að lokum til þess að spara
sjúklingum fjöldan allan af ónauðsynlegum
uppskurðum (laparotomium.)
í töflu 8 eru 11 tilfelli undir liðnum »blöðrur
á eggjastokkum« (cystis ovarii) og ekki upp-
skurður en þar er aðeins um starfrænar
blöðrur (functionel cystur) að ræða, sem munu
hverfa með tímanum. Undir liðnum »æxli á
eggjastokkum« og gerð aðgerð eru 7 tilfelli. í
7 tilfellum er um að ræða »endometriosis« og
þar ástæða til lyfjameðferðar. Undir liðnum
»annað« eru 11 tilfelli. Þar af voru 6 tilfelli
með bólgubreytingar og samvexti, eitt tilfelli
með fyrirferðaraukningu í colon sigmoideum,
Tafla 7. Ófrjósemi.
Sterilitas primaria Sterilitas secundaria 52 49
Kronisk bólgumerki 44
Fibromyoma uteri 5
Endometriosis 3
Ekkert athugavert 47
Annað 2
Alls 101 101
Tafla 8. Fyrirferdaraukning ígrindarholi.
Vöðvahnútar í legi (myoma uteri) Blöðrur á eggjastokkum (cystis ovarii) . 15
Ekki skurðaðgerð (laparotomi) Æxli á eggjastokkum (tumor ovarii) . 11
Gerð aðgerð (laparotomi) 7
Endometriosis 7
Annað . 11
Alls 51