Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 21
LÆKNABLADIÐ
237
Tafla 9 skýrir sig mikið til sjálf. Þar kemur
fram að við kviðarholsspeglun finnst engin
bein skýring við kvörtunum sjúklings í allt að
því frá 19 og upp í 52% tilvika. Er augljóst
mál að margir uppskurðir (laparotomiur) hafa
verið sparaðir í þessum sjúklingahópi. Spurn-
ingunni hvort kviðarholsspeglun breyti oft
annars líklegri meðferð má að nokkru leyti
svara með tilvitnun í töflurnar. T.d. kemur í
Ijós að í töflunni um bráða grindarholsverki í
sambandi við sjúkdómana bráð eggjaleiðara-
bólga og utanleggsþykkt eru aðeins 60 % líkur
á að finna réttan sjúkdóm með kliniskri
greiningu. Minna má á mikilvægi þess að
upþgötva bráða eggjaleiðarabólgu hjá ungri
stúlku, leggja hana inn á sjúkrahús og gefa
henni nægilega meðferð, þar sem frjósemi
hennar er í veði. Á tveim fyrstu töflunum,
þ.e.a.s. bráðir og þrálátir grindarholsverkir eru
samanlagt 319 sjúklingar. Af þeim sjúklingum
sem fengu ákveðna kliniska greiningu reyndist
hún vera rétt í rúmlega 70 % tilvika sam-
kvæmt kviðarholsspeglun. Miklu stærri hluti
af þessum sjúklingahópi eða samanlagt 227
sjúklingar fengu óákveðna kliniska greiningu
fyrir kviðarholsspeglunina og má segja að
speglunin sé þá mjög mikilvæg til að fá rétta
sjúkdómsgreiningu og þar með rétta meðferð.
Samanlagt voru samvextir klipþtir hjá 74
einstaklingum og það lækningaskyni vegna
óþæginda sjúklings, en ekki liggur fyrir árang-
ur þeirra aðgerða.
Þess má geta, að af öllum sjúklingahópnum,
þ.e.a.s. 498 þá voru 125 með ör eftir áður
gerðan botnlangaskurð eða einn af hverjum
fjórum. Af þessum sjúklingum voru 40 % með
samvexti undir botnlangaörinu og tæplega
60 % af þeim sem höfðu þessa samvexti voru
með óþægindi undir örinu. Þetta bendir lækn-
um á að hafa það í huga að samvextir undir
botnlangaöri eru algengir og einnig óþægindi
af slíkum samvöxtum. Ekki hefur verið athug-
uð tíðni á samvöxum undir öðrum örum eftir
uppskurði, en það er tilfinning okkar að
samvextir undir botnlangaörum séu mun al-
gengari en allir aðrir samvextir.
Við höfum nú leitast við í þessu yfirliti að
sýna fram á gagnsemi kviðarholsspeglunar
fyrir sjúklinga og teljum það óvéfengjanlegt
að þjóðfélagslega sparist mikill kostnaður,
bæði í legurými og einnig í færri töpuðum
vinnustundum. Sjúklingum er einnig hlíft við
verulegum óþægindum í sambandi við sparaða
uppskurði og aukaverkanir frá þeim. Eins og
áður er getið um þá hefur verið lítíð um
aukaverkanir í þessum sjúklingahópi og þeim
mun minni sem árin hafa liðið og tæki og
tækni og þjálfun hefur batnað.
SUMMARY
This is a report of 498 laparoscopies done at
Akranes Hospital, lceland 1971-1977.
The main indications were chronic or acute pelvic
pain, infertility, pelvic tumor of unknown etiology
and menstrual dysfunctions.
There were few complications and many unnecessa-
ry laparotomies were avoided.
The laparascopies reveal the inaccuracy of the
clinical diagnosis in a high proportion of the cases.
By this technique the patient is then assured a better
treatment and a great number of unnessary laparo-
tomies is avoided. Finally we point out the benefits
to the community as the hospital stay is shorter and
saving the patient discomfort and possible compli-
cations associated with laparotomies.
HELSTU HEIMILDIR
Alfreðsson, J. H. Kviðspeglun. Læknablaðið 1977,
63. árg., 9.-10. tbl. bls 199-202.
Brash, J. H. British Medical Journal 1, 1376-1378, 5
júní '76. Outpatient laparoscopic sterilisation.
Einarsson, G. V., Björnsson, V., Ingólfsson, Á.
Ófrjósemisaðgerðir í gegnum kviðarholssjá á
Sjúkrahúsi Akraness frá 1973-1976. Læknablað-
ið 1977, 63. árg., 9.-10. tbl„ bls 203-207.
Gomel, V. Am. Journ. Surg. 131 (3); 319-23, mars '76.
Laparoscopy in General Surgery.
Loffer, F. D„ Pant, D. Obstet. Gynocol. Survey 1975.
Indications, contraindications and complicati-
ons of laparoscopy.
Loffer, F. D„ Pant, D. Am. Journ. obstet. gynecol. vol.
1, 1. mai '76. Laparoscopy in the obstetric
patient.
Lundberg, W. I„ Wall, J. E„ Mathews, J. E. Obstet.
gynecol. vol. 42, okt 73.
Pant, D. Am. Journ. Obstet. et gynecol., vol. 113, 15.
júní Laparoscopy: Its role in private practice.
Rawlings, E. E„ Balgobin, B. British Medical Journal
29. mars 1975. Complications of laparoscopy.
Sugarbaker, P. H„ Sanders J. H„ Bloom, B. S„
Wilson, R. E. The Lancet 22. febr. 1975.