Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 41
LÆK.NABLAÐIÐ 253 sykursýki, sem fá oft æðakölkun og blóðsega í smáæðar ásamt auknu næmi flaga fyrir virkjandi efnum, hafa aukningu á von Willebrandts pætti. Ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á æðakölkun. Hennar verður oft vart við greiningu slagæða, því að par er álag blóðstreymis á æðavegg mest. Háprýstingur getur á svipaðan hátt skemmt innpel og aukið á æðakölkun. Orsakir æðakölkunar eru ekki að fullu pekktar. Eftir peirri vitneskju, sem fyrir liggur, má pó ætla, að oft verði skemmdir á innpeli æða t.d. við greiningar slagæða. Viðgerð verður með samstarfi æðapels, innpels og blóðflaga. Gallar á flögum og innpeli geta hindrað eðlilega viðgerð og minniháttar áreiti orðið varanleg skemmd (9). Kólesterolaukning, háprýstingur og sykur- sýki, hafa einnig áhrif á svörun blóðflaga eins og áður var lýst. Kransæðasjúkdómar Blóðsegi í kransæð virðist ekki vera einhlít skýring á kransæðastíflu og hjartadrepi. í krufningum hefur komið í ljós, að fáir sjúklingar með nýlegt hjartadrep hafa blóð- sega í stórri kransæð, og segatíðni vex eftir pví, sem lengra líður frá pví, að drepið varð. Aðeins 8 % peirra, sem deyja skyndidauða hafa sega í stórri kransæð (4), en flögukekkir hafa sést í smáæðum hjarta og í lungnablóðrás pessara sjúklinga. Þá hefur nýlega verið sýnt fram á flöguvirkjun hjá sjúklingum með já- kvæð áreynsluhjartarit. Flögupáttur 4 (PF4) jókst í sermi peirra en varð eðlilegt nokkrum mínútum eftir að áreynslu lauk (6). Greinilegt er pví, að flöguvirkjun verður oft við súrefnis- skort í hjarta, og pað gæti staðið í sambandi við einkenni um hjartakveisu. Dýratilraunir, par sem kransæðaprengsli eru búin til, sýna, að flögukekkir, sem myndast við prengslin, minnka flæði um æðina verulega. Auk pess veldur kekkjarek paðan minnkuðu flæði í smáæðum hjarta og eykur pannig á súrefnis- skort hjartavöðva. Flögukekkir sem myndast við innpelsskemmd, gefa líka frá sér aðaprengjandi efni, t.d. thromboxane A2. Slíkur samdráttur eða krampi í kransæð getur valdið hjartadrepi með pví að stöðva blóðrás um æðina. Petta gerist e.t.v. við Prinzmetals hjartakveisu. Önnur efni, sem losna frá flögum, geta lækkað erting- arpröskuld hjarta fyrir sleglaiðu (fibrillatio ventriculorum). Síðasta áratuginn hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar á lyfjum, sem hafa áhrif á flögur, einkum aspirini og sulfainpyrazone. Einn skammtur af aspirini spillir cyclooxy- genasa í flögum varanlega, og endast áhrifin, meðan flagan lifir. Með pessu dregur bæði úr thromboxane A2 og prostacyclinmyndun. Þó parf mun stærri skammta til að hamla cyclooxygenasa í innpeli en í flögum (7). Sulfainpyrazone hefur sam- bærileg áhrif á cyclooxygenasa, en áhrif ganga til baka strax og sulfainpyrazone prýtur í blóði. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum aspirins á sjúklinga eftir hjartadrep. Flestar hafa sýnt fækkun heildardauðsfalla, skyndidauða og hjarta- drepa, um 17-40%, en munurinn hefur ekki verið tölfræðilega marktækur nema í einni rannsókn (4, 10). Sulfainpyrazonegjöf eftir hjartadrep virðist hins vegar leiða til fækkunar dauðsfalla, sér- staklega skyndidauða (1). Grænlenskir eski- móar hafa lága tíðni æðakölkunar og krans- æðasjúkdóma, prátt fyrir mikla fituneyslu (sjáv- arfitu). Þeir hafa lengdan blæðitíma og blóðflögur peirra eru ekki eins næmar fyrir áreiti eins og í dönskum samanburðarhópi (5). Því hefur verið haldið fram, að petta sé vegna pess að í fæðu peirra sé mikið af eicosapentae- noic fitusýru, en minna af arachidon og linole- in sýru, sem meira er af í fæðu vesturlandabúa. Eicosapentaenoic sýra hefur fleiri tvíbindinga en arachidon sýra, en fer sama farveg í prostaglandin myndun. Myndast við pað í æðavegg prostaglandin I3, sem er sambærilegt við prostacyclin, en í flögum myndast throm- boxane A3, sem hefur enga verkun. Þessar rannsóknir hafa varpað nýju ljósi á umræður síðustu ára um pátt fituneyslu í æðakölkun. Ef til vill er magn fitunnar í fæði ekki einhlítt, né magn fjölómettaðra fitusýra, heldur einnig pað magn, sem er af eicosapentaenoic sýru í fæðunni. Blóðrásartruflanir í heila Við skyndislag (TIA) er líftími flaga styttur, og helst pað marga mánuði eftir áfallið. Sennilega berast flögutappar frá kalkskellum í slagæðum til heilans og valda skyndislagi. Við tíma- bundna blindu (amaurosis fugax) hafa sést flögutappar á reki í smáæðum sjónhimnu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.