Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 12
230 LÆKNABLADID liðnu frá uppskuði eru 66,7 % lifandi, línuritið fellur síðan með nokkuð jöfnum hraða, par til 2 1/2 ár eru liðin, pá eru 20,8 % sjúklinganna lifandi. Að fjórum árum liðnum eru í pessum flokki sjúklinga 4 lifandi, eða 16,7 %. Að 5 árum liðnum frá aðgerð eru 12,5 % sjúklinganna lifandi. Einn sjúklingur lifði í tæp 10 ár eftir uppskurð. Par sem framkvæmt var algjört brottnám æxlis, lifðu sjúklingar að meðaltali í 22 mánuði og 6 daga eftir uppskurð, en ef sjúkrahúsdauði er dreginn frá, lifðu peir að meðaltali í 33 mánuði og 21 dag. Þeir sjúklingar lifðu lengst, sem höfðu engin meinvörp í aðliggjandi eitlum. Þeir sjúklingar, sem voru pað langt leiddir af sjúkdómnum, að ekki var hægt að framkvæma algjört brottnám æxlis, en fengu gerða fróunar- aðgerð, urðu ekki langlífir, sjá mynd 3. Eftir 2 1/2 ár eru 6,25 % sjúklinganna lifandi, enginn sjúklingur nær pví að lifa í 3 ár. Eins og fram kemur á töflu IV, lifðu sjúkling- ar ekki lengi, ef ekki var hægt að fjarlægja æxli að fullu. Hvort sem um fróunaraðgerð var að ræða eða könnunaropnun, náðu peir ekki að lifa í 1 ár að meðaltali eftir aðgerð. Skammlífastir urðu peir, sem aðeins var treyst í magafistilsaðgerð. Þeir lifðu að meðaltali í 25 daga eftir sjúkdómsgreiningu. Tuttugu sjúklingar fengu koboltgeislameð- ferð og voru ekki meðhöndlaðir að öðru leyti. Að 3 árum liðnum voru 5 % sjúklinganna lifandi, enginn náði pví að lifa í 5 ár eftir geislun. Survival % Fig. 3. Survival rates following radical resection, palliative resections and radiotherapy. Þrettán sjúklingum var ekki treyst í neina meðferð og fengu enga geislun. Ellefu peirra voru dánir innan 1/2 árs og allir dánir innan 1 árs. Þessir sjúklingar lifðu að meðaltali í 2 mánuði. Meðalaldur í pessum sjúklingaflokki var 75,6 ár. UMRÆÐA Það mun samdóma álit allra peirra, sem fást við meðhöndlun krabbameins í vélinda, að árangur af meðferð sé lélegur. Oft mun krabbamein petta hafa sáð sér út, áður en sjúklingurinn hefur fundið til verulegra ein- kenna. Um pað vitna hinar fjölmörgu fróunar- aðgerðir, sem gerðar eru, og hin fjölmörgu tilfelli, sem ekki eru skurðtæk við komu. Þess finnast dæmi, að fyrstu einkenni sjúk- dómsins hafi komið frá meinvörpum. Árangur skurðaðgerða hér á Landspítalan- um sýnist fljótt á litið ekki góður, sé miðað við pað, hve margir sjúklinganna eru lifandi 5 árum eftir aðgerð. Þess verður pó að gæta, að sjúklingar peir, sem hér er fjallað unt, eru yfirleitt komnir á efri ár, pegar hjarta- og æðasjúkdóma er farið að gæta. Um fullkomna lækningu er varla að ræða, nema í einstökum tilfellum. Sjúkrahúsdauði hefur verið hár hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Tekist hefur að draga úr sjúkrahúsdauða verulega með bættum aðferð- urn við svæfingar og tilkomu gjörgæzludeild- ar. Fyrir 1970 var sjúkrahúsdauði eftir skurðað- gerðir á vélinda 26,7 %, en eftir 1970 reyndist sjúkrahúsdauði 12,5%. Aðferðir við uppskurði eru í engu frábrugðn- ar peim aðferðum, er tíðkast í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Það hefur verið stefnt að pví, að taka í sundur vélindað a.m.k. 5 cm. ofan við æxlismörkin og fjarlægja síðan dauslæga hluta vélindans. Losað er um ntagann og er hann síðan dreginn upp í brjósthol og endi vélindans síðan tengdur við hlið magans (end- to-side-anastomoses). Millitenging með ristli hefur aðeins verið notuð ef gerð hefur verið miðhlutun á maga (resectio ventriculi) fyrr á ævinni. Það hefur ekki borið á Ieka eða drepi í tengingum, enda pótt fylgikvilli pessi sé al- gengur hjá peim, sem vitnað hefur verið í. Oft hefur reynst erfitt að ná krabbameins- æxli í vélinda frá aðliggjandi líffærum, vegna ífarandi krabbameinsvaxtar, bjúgs og bólgu, pótt ekki hafi fundist meinvörp í aðliggjandi eitlum. Þegar pessu er pannig háttað, mætti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.