Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 28
242
LÆKNABLADID
úr manséttunni og handarlimnum ýmist haldið
á lofti smá stund, svo blóðið rynni úr honum
eða að blóðið var tæmt úr honum með
Esmarchs bindi. Síðan var þrýstingurinn hækk-
aður í blóðþrýstingsmanséttunni par til hann
var örugglega fyrir ofan systoliskan þrýsting.
Var þrýstingurinn þannig hafður á bilinu 200-
280 mm/Hg. Þá var deyfilausninni dælt um
nálina inn í bláæðakerfi handar og framhand-
leggs. Magn deyfiefnis og deyfivökva fór eftir
þyngd sjúklings. Stefnt var að því, að deyfiefn-
ið væri sem næst 1,5 mg®kg og magn deyfi-
vökvans nægilega mikið til þess fylla
bláæðakerfið (sjá töflu I). Notað var 0,5 %
Marcain (Buþivacaine) án adrenalins og það
þynnt með 0,9 % saltvatni, þar til hæfilegt
vökvamagn var fengið.
Þar sem hægt var að koma nálinni fyrir fram
undir hnúum og aðgerðin fólst t.d. í setningu á
úlnliðsbroti, var nálin oftar en hitt látin
óhreyfð þar til brotið hafði verið sett, röntgen-
myndir teknar og gengið frá umbúðum. Var
þessi háttur á hafður til þess að hindra blóðleka
úr stungugatinu en talsverður þrýstingur verð-
ur í bláæðunum fyrst í stað eftir að deyfilausn-
inni hefur verið dælt í þær. Var nálin þannig
ekki fjarlægð fyrr en deyfivökvanum hafði
verið sleþþt úr handleggnum.
Væri nálinni komið fyrir í æðinni ofar á
handarlimnum eða skurðaðgerð þyrfti að
framkvæma á hendinni, var óhjákvæmilegt að
taka nálina áður en meðferð hófst. Til þess að
draga úr blóðleka var þá reynt að þrýsta að
stungustaðnum nokkra stund eftir að nálin var
fjarlægð.
Áskilið var, að deyfiefninu yrði haldið í
handleggnum minnst 15 mín. eftir inndælingu
en með því að meðferð var yfirleitt ekki lokið
á svo skömmum tíma, var þessi tími að jafnaði
nokkru lengri. Eftir að deyfivökvanum var
slepþt úr handleggnum var ástand sjúklings
kannað m.t.t. þeirra auka-áhrifa deyfingarlyfs-
ins, sem helzt var að vænta.
Þegar notuð er ein blóðþrýstingsman-
Tafla I. (4)
Bupivacaine Heildarmagn
f’yngd sj. í kg 0.5 % deyf. vökva
80 .................... 24 ml 60 ml
70 .................... 20 50
60 .................... 18 45
50 .................... 16 40
40 .................... 12 30
Fjöldi
Aldursdreifing sjúklinganna
sétta, verður vefurinn undir henni ódeyfður og
takmarkar verkur þar þá deyfingartímann. Úr
þessu má bæta með því að nota tvær mansétt-
ur. Er sú fyrri lögð ofarlega á upphandlegginn
og deyft með venjulegum hætti. Að því gerðu
er önnur mansétta lögð á handlegginn ofan
olnboga og þar með á deyfðan vef en fyrri
manséttan fjarlægð. Fyrir kom, að þessi að-
ferð var notuð.
EFNIVIÐUR
Hér var alls um að ræða 100 sjúklinga á
aldrinum 8-92 ára, (sjá mynd), 73 konur og 27
karla. Á einum sjúklingi var deyfður ganglimur
neðan hnés. Á öllum hinum var deyfður
handarlimur framan olnboga. Á einum sjúk-
lingi voru deyfðir báðir handarlimir og urðu
því deyfingar alls 101.
í 87 tilfellum var deyfingin notuð til þess að
setja brot á framhandleggsbeinum, þar af í eitt
sinn brot um miðjan framhandlegg en í hinum
tilvikunum um úlnlið. Tvisvar voru sett brot á
miðhandarbeinum. Hjá þremur sjúklingum
voru saumaðar sinar, hjá einum taug í hendi.
Gert var að liðbandaáverkum í hendi hjá
tveimur.
Hjá einum var saumað stórt handarsár.
Þrívegis var fjarlægður aðskotahlutur úr hendi.
Ein aðgerð var gerð á sinaslíðraþrengslum
(De Quervain). Þá var fjarlægður aðskotahlut-
ur úr il hjá þeim, sem deyfður var á fóturinn.
Hjá 79 var deyfiefni dælt í æð á handarbaki
en á öðrum ofar á handarlimnum þar af 10 í