Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 38
252 LÆKNABLADID NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og ELR Læknafélag Reykjavíkur 66. ÁRG. - OKTÓBER 1980 BLÓÐFI^ÖGyR OG ÆÐASJUKDOMAR Lengi hafa menn vitað, að blóðflöguleysi getur valdið blæðingum og marblettum og offjölgun blóðflaga segamyndun í slagæðum og bláæð- um. Á síðari árum hafa augu manna einnig beinst að ýmsum starfrænum göllum í flögum og tengslum peirra við sjúkdóma. Aðalhlutverk flaga í blóðrás er að stöðva blæðingar við rof á æðavegg með hjálp storkukerfisins. Mjög líklegt er, að pær setji einnig af stað feril, sem leiðir til endanlegrar viðgerðar á æðinni. Við skemmd á æðavegg rofnar innpelið, og bandvefur kemur í Ijós. Flögur loða við bandvefinn, verða kúlulaga og festast saman. ADP úr skemmdum frumum og kalsíum valda pví, að flögurnar losa frá sér korn, sem innihalda efni, sem síðan valda aukinni samloðun og meiri losun efna. Pau efni, sem losna frá flögunum, eru m.a. kalsíum, ADP, serotonin, katekolamin, histamin og flögupættir, sem geta sett storkukerfið í gang. Einnig losna efni, sem auka gegnhleypni innpels og eru ef til vill pýðingarmikil fyrir bólgusvörun, og önnur, sem stuðla að fjölgun sléttra vöðvafruma, par sem skemmd hefur orðið. Samtímis losnar frá flöguhimnu arachi- donsýra, sem breytist fyrir áhrif hvatans cyclo- oxygenasa í hvikul endoperoxið. Þetta leiðir til myndunar á thromboxane A2. Thromboxane A2 er mjög virkt æðaprengj- andi efni, sem auk pess eykur samloðun flaga og losun á kornum frá peim. í innpelsfrumum breytist arachidonsýra í prostacyclin (PGI2). Prostacyclin er hvikult efni, sem myndast í sífellu og losnar frá innpeli æða, sérstaklega í lungum. Pað brotnar ekki niður i lungum eins og mörg prostaglandin. Petta efni hindrar samloðun flaga við æðavegginn og er einnig mjög æðavíkkandi. Prostacyclin myndast stöðugt, en thromboxane A2 myndast aðeins við virkjun á flögum. í ýmsum sjúkdómum hafa fundist merki pess, að flögur virkist, en pau próf um flögu- starfsemi, sem til eru, teljast fremur óáreiðan- leg og ekki fullljóst, að hve miklu leyti pau spegla tengsl sjúkdóma og flögustarfsemi í Iíkama. Vitað er, að samfara kólesterolhækkun er aukið næmi blóðflaga fyrir efnum, sem valda samloðun, ADP, collageni og adrenalini. Einnig er líftími flaga styttur í sumum peirra sjúkdóma, sem flögutappar kunna að valda, t.d. í skyndislagi, en par hafa flögutappar sést á reki í smáæðum sjónhimnu. Ýmis lyf, sem hafa áhrif á starfsemi flaga, hafa vakið vonir um, að hafa megi gagnleg áhrif á suma pessa sjúkdóma. Æðakölkun Árið 1950 var vakin athygli á pví, að aspirin gæti e.t.v. hindrað kransæðastíflu og aðakölk- un (3). Síðan hafa margar rannsóknir verið gerðar til að sannreyna petta og kanna pátt blóðflaga í æðakölkun (4, 10). Við innpelsskemmd virkjast flögur og gefa m.a. frá sér efni, sem fjölgar sléttum vöðva- frumum i æðapeli. Einnig geta komist gegnum æðavegginn efni, sem gætu pað ekki við venjulegar aðstæður. Petta gildir um ýmis fituefni, sem talin eru tengd aukinni hættu á æðakölkun, t.d. kólesterol. Viðgerð á innipels- skemmd tekur allt að níu mánuðum í tilrauna- dýrum. Við háprýsting eða aukna kólesterolpéttni í sermi tekst ekki að gera við æðavegginn og skemmdin getur jafnvel stækkað og breyst í æðakölkun. Eiginleikar innpelsins skifta einnig miklu máli. Við æðakölkun dregur til dæmis úr myndun prostacyclins í innpeli, einnig minnkar myndun pess með aldrinum. Þá hefur nikotin í tilraunum hamlandi áhrif á myndun prostacyclins. Mörg önnur atriði styðja mikilvægi flaga í myndun æðakölkunar. Tilraunadýr, sem gerð hafa verið flögufá, fá sjaldan æðakölkun, miðað við samanburðarhópa, pó að innpelið verði óeðlilega gegnhleypið við flögufækkun. Svín, sem skortir von Willebrandts pátt fá æðakölkun, enda er hann nauðsynlegur fyrir viðloðun flaga við innpel. Sjúklingar með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.