Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 22
238 LÆKNABLADID Ragnar Danielsen FRAMHALDSNÁMSMÖGULEIKAR UNGLÆKNA í NOREGI Frá Félagi ungra lækna INNGANGUR Til skamms tíma fór þriðjungur þeirra íslenzku iækna, sem framhaldsnám stunduðu erlendis, til Bandaríkjanna, 1/3 fór til Svíþjóðar, hinir dreifðust á ýmis önnur lönd, t.d. Bretland, Rýzkaland og einstaka til Noregs og Danmerk- ur. Með tilkomu strangari laga í Bandaríkjun- um hefur reynst æ erfiðara að komast pangað, og er sú saga flestum kunn. Fyrir bragðið hafa fleiri lagt leið sína til Svíþjóðar og er fjöldi íslenzkra lækna þar við nám nú um 180. Nauðsyn þess að leita til annarra landa er augljós og var einn megintilgangur ferðar fulltrúa FUL á samnorrænt þing unglækna í Oslo 30. nóv.-2. des. 1979 að kanna framhalds- námsmöguleika í Noregi og þá í leiðinni ræða þessi mál við unglækna hinna Norðurland- anna. Almennt um sérfræðinám í Noregi Mjög greinargóðar uþþlýsingar um sérfræði- nám í Noregi er að finna í Arbók Norska læknafélagsins, en ný útgáfa kemur árið 1980. I henni er úrdráttur úr sérfræðireglugerðinni, svo og almennt um skilyrði fyrir norsku lækningaleyfi, uþplýsingar um kandidats-(tur- nus)-reglugerðina, öll sjúkrahús og deildaskipt- ing þeirra tíunduð og viðurkenndar sérgreinar flokkaðar eftir sjúkrahúsum, er mega kenna þær og öfugt. Almennt er norska sérfræðireglugerðin ívið strangari en sú sænska og íslenzka, þ.e.a.s. aðeins lengri tíma krafist, en munurinn er þó oft ekki nema 6 mánuðir. Sjúkrahúsum er skipt í tvo flokka, (I og II), eftir stærð og gæðum einstakra deilda. Mestu af tímanum er hægt að safna á viðurkenndu sjúkrahúsi í flokki I, en eitt ár verða menn að starfa á sjúkrahúsi í flokki II. Sjúkrahús í þeim flokki eru tölulega fá og því »flöskuhálsinn« í kerfinu. Pað er því almennt auðveldara að komast að á sjúkrahúsi í flokki II. Tími á slíku sjúkrahúsi ætti að jafnaði að vera viðurkennd- úr að fullu eftir íslenzku séfræðireglugerð- inni, þar sem beztu sjúkrahúsin í flokki II eru að jafnaði stærri en sjúkrahúsin á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. í sérfræðinámi í Noregi er einnig gert ráð fyrir námskeiðum. Upplýsingar um þau eru í Árbókinni og í sérstakri bók sem gefin er út árlega eins og í Svíþjóð. Töluverð gagnasöfnun hafði þegar farið fram fyrir ferðina með bréfaskrifum milli FUL og unglæknafélagsins norska fyrr á árinu og voru undirtektir Norðmanna þá almennt já- kvæðar, en ekki afgerandi. Undirritaður hafði einnig safnað að sér upplýsingum um fram- haldsnámsmöguleika í Noregi úr ýmsum átt- um, en marga bita vantaði þó enn í púsluspil- ið. Fyrir ferðina var reynt að hafa samband við sem flesta íslenzka lækna hér heima, er þekktu til staðhátta í Noregi og gátu einnig gefið upp nöfn á norskum læknum og látið í té kynningarbréf í ferðanesti. Reyndist þetta ómetanlegt. Er út var komið ræddum við málin við stjórn norska unglæknafélagsins. Peir voru mjög jákvæðir, töldu ekkert því til fyrirstöðu að íslenzkir læknar kæmu til Noregs, svo fremi sem þeir sæktu um stöður á samkeppnis- grundvelli. Reynsla fengin á íslandi yrði metin jafnt á við vinnu á sambærilegum sjúkrahúsum á hinum Norðurlöndunum. íslenskt lækningaleyfi er ekki gilt í Noregi eftir því sem næst verður komist, þó að önnur norræn lækninga- leyfi séu það og mun pað vera vegna þess, að ísland er ekki aðili að samningunum um samnorrænan vinnumarkað. Danir og Svíar þurfa t.d. aðeins að sækja námskeið í þeim greinum, sem eru lagalega sérstakar fyrir Noreg, t.d. réttarlæknisfræði, trygginga- löggjöf og slíku (tilleggskurs) til að fá fullt norskt lækningaleyfi. Undantekningar munu hafa verið gerðar áður fyrir íslendinga og þarf að vinna að því að fá það almennt í gegn og þá með aðstoð landlæknis og heilbrigðisráðuneyt- isins. Til þess að fá að starfa á sjúkrahúsi í Noregi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.