Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 32
246 LÆKNABLADID KOSTNAÐUR VIÐ HEILBRIGÐISPJÓNUSTU Ólafur Ólafsson landlæknir. Gert í samrádi við Bolla Bollason hagfræðing Pjóðhagsstofnunarinnar. Nokkrar umræður hafa orðið um kostnað við heilbrigðispjónustu hér á landi. Hér verður gerð grein fyrir útgjöldum til heilbrigðismála og aðalþættir heilbrigðisþjónustunnar á ís- landi bornir saman við sambærilega þætti í nágrannalöndunum. Útgjöld til heilbrigðismála í Norrænu tölfræðihandbókinni 1978 eru birt- ar kostnaðartölur frá Norðurlöndum yfir eftirfarandi þætti heilbrigðisþjónustunnar: 1) Rekstrarkostnaður vegna þjónustu á sjúkra- húsum; 2) Rekstrarkostnaður vegna þjónustu utan sjúkrahúsa; 3) Rekstrarkostnaður vegna tannlæknaþjón- ustu; 4) Rekstrarkostnaður vegna meðferðar þroskaheftra; 5) Rekstrarkostnaður vegna sjúkratrygginga. Pessi úttekt er gerð af Hagstofum Norðurland- anna og spannar hún helstu þætti heilbrigð- Barst ritstjórn 21/02/1980. Frá skifstofu landlæknis. isþjónustunnar. Hvort sem miðað er við hlut- fall af vergum þjóðartekjum eða vergri þjóð- arframleiðslu verja íslendingar minna fé til þessara mála en aðrar Norðurlandaþjóðir að Finnum undanskildum. í töflu I er sýndur samanburður á Norður- löndunum eftir útgjöldum til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Pegar litið er á dreifingu útgjalda til hinna ýmsu þátta heilbrigðisþjónustunnar sem hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu fæst eftirfar- andi mynd árið 1976 (Tafla II). Pessi tafla sýnir, að íslendingar eyða hlut- fallslega minnst til heilbrigðisþjónustu að Finnum undanskildum. Um greiðslur til heilbrigðis-, tryggingar- og félagsmála sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu á Norðurlöndum má lesa í töflu III. Eins og sjá má er ísland lægst í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Kostnaðarskipting milli einstakra mála- flokka innan hvers lands er mjög mismunandi eins og sjá má í töflu IV. Þótt við greiðum minna til rekstrar heil- brigðis-, félags- og tryggingamála sem hlutfall Tafla I. Tafla III. 1970 1976 1970 1976 ísland 4.1 6.7 ísland .... 10.0 13.5 Danmörk 6.1 7.9 Danmörk .... 17.9 25.1 Finnland 4.3 6.7 Finnland .... 14.0 23.2 Noregur 5.8 8.4 Noregur .... 14.7 20.1 Svíþjóð 7.0 11.1 Svíþjóð .... 17.8 26.6 Tafla II. Pjónusta Þjónusta Tann- Þjón. við sjúkra- utan lækna- Annar Þroska- Sjúkra- Aðrar húsa sjúkrah. þjón. kostn. hefta. trygg. greiðsl. Alls ísland 3.5 0.4 0.2 0.9 0.2 1.4 0.1') 6.7 Danmörk 4.0 0.9 0.4 0.2 0.5 1.0 1.1 8.1 Finnland 2.4 0.8 0.1 0.2 1.4 1.1 6.1 Noregur 4.1 0.9 0.2 0.9 0.3 0.8 0.8 8.4 Svíþjóð2) 9 9 0.5 ? 0.4 4.7? 11.1? 1) Sérþjónusta. 2) Ekki tilgreint sérstaklega.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.