Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 13
LÆKNABLADID
231
ætla aö gagn væri af koboltmeðferð fyrir
aðgerð. Á þetta benda Burge (1) og Naykaya-
ma (7).
í skrifum þeirra kemur fram, að hægt er að
gera óskurðtæk æxli skurðtæk með geislun
fyrir aðgerð. Árið 1967 birti K. Naykayama
grein um geislameðferð (pre-operative irradi-
ation) og sýndi fram á, að um pað bil helmingi
fleiri sjúklingar voru lifandi 5 árum eftir
aðgerð, par sem forgeislun var viðhöfð, en par
sem skorið var upp án forgeislunar (7).
Burge (1) hefur einnig lýst góðum árangri
pegar pessari aðferð hefur verið beitt. Árið
1972 var tekin upp sú stefna á handlæknisdeild
Landspítalans, að láta sjúklingana fá geisla-
meðferð fyrir aðgerð.
Sjúklingarnir hafa síðan verið skornir upp
u.p.b. 6-8 vikum eftir geislun. Þegar sjúklingar
pessir hafa síðan verið skornir upp, hefur
komið í Ijós, að mikill samdráttur hefur orðið á
æxlisvef eftir geislunina. Æxlið hefur yfirleitt
breyst í örvef, en í honuni hafa síðan fundist
einstaka krabbameinseyjar.
Burge (1) lýsir einnig pessu sama fyrirbrigði.
Þegar borin er saman tímalengd einkenna
sjúklinga fyrir sjúkdómsgreiningu og æviskeið
peirra eftir uppskurð, sýnist ekki mikill munur
á, hvort peir hafa haft einkenni í 4 mánuði eða
í 1 ár, sjá töflu II.
Þetta er sama niðurstaða hjá Kyllönen (6).
Það mætti pó ætla, að peim sjúklingum, sem
hafa haft einkenni í 1 ár, hefði orðið Iengra lífs
auðið eftir aðgerð, ef sjúkdómurinn hefði
greinst fyrr.
Þar sem víðtæk krabbameinsleit í maga og
vélinda hefur verið framkvæmd, t.d. í Japan
hefur sjúkdómur pessi greinst fyrr, og er
sennilegt að pað ásamt forgeislun sé ein af
ástæðum hins góða árangurs, sem par hefur
náðst í meðferð pessa sjúkdóms (1, 7, 8).
Sjúkrahúsdauði á Landspítalanum eftir
brottnám á krabbameini í vélinda reyndist
22,5 %, sem er allnokkru hærra, en pað sem
fram kemur hjá Kairaluoma (2), en par reynd-
ist sjúkrahúsdauði 15 %.
Hins vegar er sjúkrahúsdauði nokkru lægri
en hjá Kock (3), en par reyndist sjúkrahús-
dauði eftir brottnám 29 %. Burge (1) gefur
upp sjúkrahúsdauða 25,9 %, en Gunnlaugsson
(3) birtir tölur frá 2 ólíkum tímabilum 15,9 %
og 11,7 %.
Það lítur út fyrir, að meðalaldur sjúklinga
með krabbamein í vélinda hér á landi sé hærri,
en gerist og gengur í öðrum löndum. Ef bornar
eru saman tölur frá Finnlandi og Svípjóð
annars vegar og íslandi hins vegar, kemur í
ljós, að meðalaldur finnskra og sænskra sjúkl-
inga er miklu lægri en hjá okkur. Hjá Kyllö-
nen (6) er meðalaldur 56 ár, en hjá Kairaluoma
(4) er meðalaldur 62 ár. Hjá Kock (5) sýnist
meðalaldur vera milli 60 og 70 ára. Á pað skal
bent, að karlmenn verða að meðaltali 70,8 ára,
en konur 77 ára á Islandi samkvæmt nýjustu
niðurstöðum Hagstofunnar. íslendingar fá pví
krabbamein í vélinda í mörgum tilfellum um
pað bil sem meðalævi peirra er að ljúka. Þetta
hefur að sjálfsögðu sína pýðingu, pegar reikna
skal út hve margir eru lifandi 5 árum eftir
aðgerð. Það skal bent á, að Kyllönen (6) telur
37 % sjúklinga lifandi 5 árum eftir algjört
brottnám æxlis, ef sjúkrahúsdauði er dreginn
frá, en hins vegar er meðalæviskeið lifenda í
pessum sjúklingaflokki 22 mánuðir eftir að-
gerð. Meðalæviskeið sjúklinga Landspítalans
eftir algjört brottnám er 21,2 mánuðir, en ef
sjúkrahúsdauði er dreginn frá lifa peir í 33
mánuði og 21 dag að meðaltali eftir aðgerð.
Elsti sjúklingur, sem skorinn var upp, var 86
ára. Það voru 8 sjúklingar 80 ára og eldri, sem
skornir voru upp. Tveir pessarra sjúklinga dóu
sjúkrahúsdauða eða 25 %. Þetta er sama
prócenttala sem kemur fram í töflu V yfir
algjört brottnám æxlis.
Þetta gæti gefið vísbendingu um, að réttara
er að meta skurðhæfni sjúklinga út frá líffræði-
legum aldri, en tölulegum. Allir voru peir pó
dánir innan 1 árs. Hugsanlegt er, að í pessum
tilfellum hefði koboltmeðferð ásamt krabba-
meinslyfjum gefið jafn góða raun. Ekki mun
vera hægt að benda á hliðstæðar tölur í ritum
peim, sem vitnað er í, af peirri einföldu ástæðu
að mikil tregða ríkir í peim löndum að skera
upp fólk sem komið er yfir sjötugt og munu
peir sjúklingar yfirleitt vera sendir í geisla-
meðferð.
Ef litið er á árangur geislameðferðar annars
staðar í heiminum, sýnist heldur ekki vera
glæsilegur árangur. Voultinainen (9) og Gunn-
laugsson (3) birta svipaðar tölur lifenda 3 árum
eftir byrjun geislameðferðar.
Þrátt fyrir lélegan árangur skurðaðgerða,
pegar um krabbamein í vélinda er að ræða,
sýnist pó uppskurður vera pað besta, sem
hægt er að bjóða sjúklingunum. Það sýnir sig,
að peir sjúklingar hafa lifað lengst eftir
sjúkdómsgreiningu, par sem hægt hefur verið
að framkvæma algjört brottnám æxlis. Nayka-
yama (7, 8) og Burge (1) hafa sýnt fram á svo