Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 42
254 LÆKNABLADID Einnig er líklegt, að tappar geti valdið samdrætti í heilaæðum (með thromboxane A2 losun) og stuðlað pannig að tímabund- num og varanlegum einkennum. Skyndislag verður varanlegt hjá u.p.b. 4- 10 % sjúklinga á hverju ári, og eftir 4 ár hafa 35 % fengið varanlegt slag. Aðalmeðferðin hefur hingað til verið heparin auk skurðað- gerða, en gagnsemi pess er ekki fullsönnuð. Lyf, sem hafa áhrif á flögur, hafa pví verið reynd. Dipyridamole hefur reynst gagnlaust, en rannsókn frá Kanada sýndi bættar horfur af 1300 mg af aspirini á dag hjá körlum. Minnkaði áhætta á heilablóðfalli eða dauða um 48 %. Sulfainpyrazone virtist vera gagns- litið (2). Mörg önnur lyf minnka virkjun flaga við áreyti. Ekki er ávallt vitað, að hve miklu leyti pessi eiginleiki tengist öðrum áhrifum lyfj- anna. Klófibrat hefur bein áhrif á flögur auk pess að verka óbeint með pví að lækka kólesterol. Propranolol hefur nokkur áhrif á flögur, líklega vegna áhrifa á himnu peirra. Heparin í stórum skömmtum hefur bein áhrif á flögur og penicillin og skyld lyf verka einnig pannig í risaskömmtum. Óljóst er, að hve miklu leyti unnt er að nýta pessi áhrif (8). Aspirin hefur tvenns konar áhrif á blæðitíma, lengir hann í litlum skömmtum, en breytir honum ekki í stórum skömmtum. í litlum skömmtum hamlar pað myndun thromboxane A2, en í stórum skömmtum einnig myndun prostacyclins í innpeli. Vegna pessa hefur verið mikið rætt um skammtastærð aspirins, par sem fræðilega er æskilegt að draga sem minnst úr myndun prostacyclins, en sem mest úr myndun thromboxane A2. Prostacyclin er eðlilegt við mælingu 24 klst. eftir gjöf 250mg af aspirini, en thromboxane A2 er ennpá lækkað 4 klst. síðar. Því gæti verið nægilegt að taka hálfa Magnyl á priggja daga fresti (7). Aðrir hafa mælt með 80mg daglega, en áhrif aspirins á einstaklinga eru mismikil. í framtíðinni verður sennilega hægt að fylgjast með áhrifum aspirins á einstaklinga, líkt og gert er við blóðpynningu nú. Jón Högnason, Guðmundur I. Eyjólfsson Þórður Harðarson Lyflækningadeild Borgarspítala. HEIMILDIR 1. The Anturane Reinfarction Trial Research Gro- up. Sulfinpyrazone in the prevention of sudden death after myocardial infarction. N. Eng J Med 302, 250-256, 1980. 2. The Canadian Cooperative Study Group. Ran- domized trial of aspirin and sulfinpyrazone in threatened stroke. N Eng J Med 299, 54-59, 1978. 3. Craven, L. L. Acetylsalicylic acid, possible pre- ventive coronary thrombosis. Ann West Med and Surg 4: 95-99, 1950. 4. Didisheim, P., Fuster, V. Actions and clinical status of platelet-suppressive agents. Seminars in Hematology 15 (1) 55-72, 1978. 5. Dyerberg, J. et al. Eicosapentaenoic acid and prevention of thrombosis and atherosclerosis. Lancet 117-119, 1978. 6. Green, L. H. et al. Platelet activation during exercise-induced myocardial ischaemia. N Eng J Med 302, 193-197, 1980. 7. Masotti, G. et al. Differential inhibition of prostacyclin production and platelet aggregati- on by aspirin. Lancet 1213-1216, 1979. 8. Packham, M., Mustard, J.F. Clinical pharmacolo- gy of platelets. Blood 50 (4) 555-573, 1977. 9. Ross, R., Glomset, J. A. The pathogenesis of atherosclerosis. N Eng J Med 295, 369-376, 420- 425, 1976. 10. Weiss, H. J. Antiplatelet therapy. N Eng J Med 298, 1344-1347, 1403-1406, 1978.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.