Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 18
236
LÆKNABLADIÐ
eitt tilfelli meö krabbamein í eggjastokkum
ásamt meinvörpum, eitt tilfelli með pekkt
krabbamein í brjósti og meinvörp í grindar-
holi, eitt tilfelli með fitupoka innan á kviðvegg,
og eitt tilfelli reyndist vera »túffa« innbökuð í
samvexti við vinstri eggjaleiðara. Sá sjúk-
lingur hafði áður verið skorinn upp úti á landi
vegna utanlegsfósturs og önnur aðgerð gerð í
Reykjavík vegna botnlangabólgu. Túffa pessi
var nú fjarlægð með uppskurði.
Kviðarholsspeglun var gerð hjá samanlagt
14 sjúklingum undir aðalsjúkdómsgreining-
unniblæðingartruflun. Langflestirpessarasjúkl-
inga eða samanlagt 12 voru með endurteknar
blæðingartruflanir og flestir á aldrinum í
kringum og eftir tíðabrigði og hafði í öllum
pessum tilfellum verið gert endurtekið útskaf á
legi en án árangurs. Tilgangur með kviðar-
holsspeglun í pessum tilfellum var að útiloka
sjúkdóma í eggjastokkum og pá sérstaklega
krabbamein. Flestir pessara sjúklinga voru
feitir og pví erfitt að gera nákvæma skoðun
hvað varðar eggjastokkana. í engum pessara
tilvika fannst neitt athugavert við eggjastokk-
ana, en ef pessi háttur er hafður á pá uppgötv-
ast eitt og eitt tilfelli af krabbameini í eggja-
stokkum, sem annars myndi ekki uppgötvast
fyrr en alltof seint.
Samanlagt 13 sjúklingar voru kviðarhols-
speglaðir undir ábendingunni »annað« og
skiptast peir pannig: Tveir með verulega
karlhárdreifingu (hirsutismus) til að útiloka
æxli í eggjastokkum sem ekki sást. Prír með
áður greint krabbamein í leit að meinvörpum í
kviðarholi, einn með hita af ópekktum upp-
runa og engin skýring fannst við kviðarhols-
speglun. Einn með bilirubinemiu og með
lifrarstækkun, en skýring fannst ekki við
kviðarholsspeglun. Einn til að útiloka »retro-
peritonealt« æxli sem fannst ekki. Einn með
æxli í brjóstholi og leitað að meinvörpum í
kvið sem fundust ekki. Tveir með óljós kviðar-
holseinkenni og skýring fannst ekki. Einn með
lykkju, sem týndist inn í kviðarholið við
keisaraskurð, sem gerður var ári áður og
lykkjan var fjarlægð við kviðarholsspeglun.
Engar alvarlegar aukverkanir voru við pess-
ar aðgerðir. Hjá 19 sjúklingum fór koldioxiðið
ekki inn í kviðarholið (extraperitonealt), en fór
síðar eftir tilraunir inn í kviðarholið (intraperi-
tonealt) og truflaði petta ekki kviðarhols-
speglun í neinu tilfelli. Nú orðið eru notuð
fullkomnari innblásturstæki og pess vegna er
pessi hugsaniega aukaverkun úr sögunni.
Tvisvar var gerð aðgerð (laparotomia) í sömu
svæfingu vegna slagæðablæðinga. í öðru til-
vikinu var klippt á samvexti eftir áður gerða
gallblöðrutöku (cholecystectomi) nokkru áður
og í hitt skiptið klippt á samvexti í grindarholi.
Báðir pessir aukakvillar komu á fyrstu árun-
um, en engar slíkar núna síðustu árin. Engar
alvarlegar aukaverkanir voru í sambandi við
svæfinguna. Almennt má segja að flestum
sjúklingum heilsaðist fljótt og vel eftir kviðar-
holsspeglunina og voru mættir til vinnu sinnar
um pað bil viku eftir aðgerð.
Rætt hefur verið að framan um kviðarhols-
speglanir í samanlagt 498 tilvikum. Þetta er
pað stór sjúklingahópur að ætla má að nokk-
urt yfirlit fáist sem marktækt sé. Spurt var í
upphafi hvort kviðarholsspeglanir spari upp-
skurði (laparotomiur) og pá í hve miklum
mæli. Ekki er hægt að gefa neinar nákvæmar
fullyrðingar um petta efni, en sjúkraskrár
sjúklinga hafa nokkuð verið athugaðar m.t.t.
pessa. Töflurnar sýna að stór hluti sjúkling-
anna fékk enga ákveðna skýringu á kvörtun-
um sínum. Vitaskuld hefði ekki nema hluti af
pessum sjúklingum gengist undir uppskurð, ef
kviðarhosspeglun hefði ekki verið gerð. Flest
bendir pó til, að verulegum fjölda pessara
sjúklinga hafi verið spöruð slík aðgerð. Til
dæmis má nefna, að af 15 sjúklingum, sem
voru með bráða grindarholsverki og voru
grunaðir um utanlegspykkt, reyndust 7 eftir
kviðarholsspeglun ekki vera með pann sjúk-
dóm og par af leiðandi að öllum líkindum
verið sparaður uppskurður. Af 4 sjúklingum í
flokknum prálátir grindarholsverkir og með
kliniska sjúkdómsgreiningu utanlegspykkt
reyndist einn vera með bólgur og var sparaður
uppskurður. 51 sjúklingur í flokknum fyrirferð-
araukning í grindarholi voru kviðarhols-
speglaaðir og purfti aðeins að gera upp-
skurð (laparotomiu) í 8 tilfellum.
Er augljóst mál að ef kviðarholsspeglun
hefði ekki verið til pá hefði purft að gera
uppskurði í miklu fleiri tilfellum, sérstaklega
m.t.t. krabbameinshættu.
Tafla 9.
Kvörtun Fjöldi sjúklinga Skýring fékkst ekki
Þrálátir grindarholsverkir .. . 215 112(52 °/o)
Bráðir grindarholsverkir ... . 104 20(19 «/o)
Ófrjósemi . 101 47 (42 °/o)
Alls 420 1 79 (47 %)