Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 30
244 LÆKNABLADID þessi einkenni verið af geðrænum toga spunn- in. Engin önnur eitrunareinkenni komu í Ijós. Þannig komu í engu tilviki fyrir blóðrásatrufl- anir og ekki heldur truflun á sjón og heyrn í líkingu við pað, sem var hvati að könnuninni. Á einum sjúklingi voru deyfðir báðir hand- leggir vegna úlnliðsbrota. Við fyrri deyfinguna var notað 1,5 mg Bupivacaine/kg en við síðari deyfinguna 1 mg/kg og liðu tvær klst. milli pess, sem deyfing var lögð. í báðum tilvikum var deyfing fullnægjandi (B) og án auka- einkenna. Deyfingunni fylgdi alltaf góð vöðvaslökun og oft alger lömun. UMRÆÐA Deyfing hefur í mörgum tilfellum ýmsa kosti umfram svæfingu. Gildir petta einkum par sem aðstæður til svæfingar eru erfiðar og aðstoð ófullnægjandi svo sem víðast hvar er í dreif- býli. Við meðferð á ambulant sjúklingum, hentar deyfing oftast betur en svæfing, par sem henni verður við komið. Markmið deyf- ingar er í mörgum tilvikum ekki aðeins að bægja frá sársauka heldur einnig að lama vöðva. Er petta mikilvægt atriði, ekki sízt pegar brot eru sett eða gert að sina-áverkum svo dæmi séu nefnd. í pessum tilvikum er staðdeyfing ófullnægjandi og kemur pá annars vegar til greina leiðsludeyfing en hins vegar deyfing í æð. Leiðsludeyfingar eru yfirleitt ágætar lausnir, einkanlega á efri útlimum en pær krefjast nokkurrar pjálfunar til pess að pær takist að jafnaði vel. Áverkar, sem krefjast deyfingar eru mun algengari á efri útlimum en neðri útlimum. Mikilvægt er að hafa á valdi sínu deyfingarað- ferð, sem er fullnægjandi fyrir meðferð pess- ara áverka. Ef deyfa skal upp fyrir úlnlið eru pær leiðsludeyfingar, sem helzt koma til álita, á plexus brachialis, annaðhvort ofan við viðbein eða í holhönd. Deyfing ofan viðbeins hefur lítið verið notuð við ambulant sjúklinga sakir nokkurrar hættu á loftbrjósti. Hætta pessi er pó óveruleg pegar æfing er fengin í fram- kvæmd deyfingarinnar. Deyfing á plexus bra- chialis í holhönd hefur verið vinsæl aðferð, ekki sízt á Slysadeild Borgarspítalans og árangurinn yfirleitt verið góður. Þó ber alltaf öðru hverju við, að deyfing verði ófullnægj- andi, einkum á n. radialis og n. musculocutane- us svæðunum. Stafar petta af pví, að deyfingu verður hjá sumum fullorðnum illa komið að plexus fyrr en nokkru neðar en fyrrgreindar taugar hafa vikið frá honum. Hjá fullorðnum er yfirleitt talið öruggast að framkalla straumkennd með nálaroddinum til pess að staðsetja hann örugglega og ná fram góðri deyfingu. Þetta er ópægilegt fyrir sjúkl- ing. Hjá börnum er petta óparft og óæskilegt. Þar nægir að koma deyfiefninu fyrir í kringum a. brachialis, uppi við holhöndina. Árangur leiðsludeyfingar er parna mun öruggari hjá börnum en fullorðnum. Ef varlega er að farið eru ópægindi við leiðsludeyfingu parna hjá börnum aðeins stunguópægindi í húð. Deyfing í æð hefur raunar litla kosti fram yfir góða leiðsludeyfingu en hún krefst ekki annarrar tæknilegrar pjálfunar en að geta komið nál vandræðalítið fyrir í æð. Auk pess er deyfing pessi fljótvirkari en leiðsludeyfing. Við athugun pessa hefur ekki verið gerður tölulegur samanburður á árangri leiðsludeyf- ingar á plexus brachialis annars vegar og deyfingar í æð hins vegar. Það er pó ljóst, að deyfing í æð leiðir oftar til góðs eða fullnægj- andi deyfingarárangurs en leiðsludeyfingar- formið, hjá læknum með litla pjálfun í deyf- ingartækni og jafnvel hjá hvaða lækni sem er. Grípa má einnig til deyfingar í æð ef leiðsludeyfing hefur misheppnazt og eru pess dæmi hjá sjúklingi í pessu uppgjöri. Þrýstings- ópægindi undir blóðprýstingsmanséttu valda pví, að deyfing í æð polist yfirleitt skemur en leiðsludeyfing en pó nægilega lengi til pess, að tími vinnst til að setja t.d. úlnliðsbrot oftar en einu sinni, ef pörf krefur og búa um pau, áður en manséttuprýstingurinn verður bagalegur. Skilyrði pess er pó að greiður aðgangur sé að röntgenrannsókn svo sem reglan er á heilsu- gæzlustöðum í dreifbýli og fleiri stöðum. Bent hefur verið á (5, 2) að slakandi áhrif deyfingarlyfsins á æðaveggi, valdi auknum bjúg í deyfða svæðinu. Þetta var ekki sérstak- lega kannað nú enda vandmetið. Ekki var eftir pví tekið, að aukinn bjúgur fylgdi pessari deyfingar-aðferð. Þeir annmarkar eru á notkun deyfingar í æð við skurðaðgerðir, að par verður blóðtæming aldrei alger. Þótt tæmt sé með Esmarchs-bindi fyrir inndælingu deyfivökva, fyllir hann æða- kerfið og er nokkuð blóðlitaður, svo skurðsár verður ekki með öllu blóðlaust. Þetta er sérstaklega bagalegt, par sem leitað er að aðskotahlutum djúpt í holdi eða fengizt er við meðferð á grönnum og viðkvæmum og líffær-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.