Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 34
248
LÆKNABLADIÐ
FRÁ AÐALFUNDIL. í. Á HÚSAVÍK
13. OG 14. JÚNÍ1980
Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn á
Húsavík 13. og 14. júní sl. Helstu mál fundarins
voru rekstur og stjórnun heilsugæslustöðva og
hafði Kristófer horleifsson læknir í Ólafsvík
framsögu um f>að efni, og endurskoðun lækna-
laga, sem Ólafur Ólafsson landlæknir mælti
fyrir.
Fundurinn samþykkti margar ályktanir, m.a.
ályktun þar sem enn á ný er vakin athygli á
vandamálum sjúks aldraðs fólks og talið að
skortur á hjúkrunar- og dagdeildum fyrir
aldraða sé eitt brýnasta úrlausnarefnið í heil-
brigðisþjónustunni. Á fundinum var lögð fram
skrá um sérgreinaval íslenskra lækna þar sem
fram kemur, að nú munu a.m.k. 164 íslenskir
læknar stunda framhaldsnám erlendis, auk
þess sem rúmlega 40 læknar, sem lokið hafa
sérfræðinámi, eru þar búsettir.
Á aðalfundinum voru fluttar skýrslur for-
manns og gjaldkera, fram fóru almennar
umræður og mál voru lögð fyrir fimm starfs-
hóþa er fjölluðu um þau og skiluðu áliti.
Læknafélag Norðausturlands sá um allan
undirbúning fundarins, sem haldinn var á
Hótel Húsavík. Var jafnframt minnst 10 ára
afmælis heilsugæslustöðvarinnar á Húsavík.
Að kvöldi síðari fundardagsins þágu gestir
kvöldverðarboð bæjarstjórnar Húsavíkur.
Stjórn Læknafélags íslands skiþa nú: Þor-
valdur Veigar Guðmundsson formaður, Guð-
mundur Oddsson varaformaður, Viðar Hjart-
arson ritari, Eyjólfur t>. Haraldsson gjaldkeri
og Kristófer Þorleifsson meðstjórnandi. Fram-
kvæmdastjóri er Páll Þórðarson lögfræðingur.
ÁLYKTANIR SAMÞYKKTAR Á
AÐALFUNDI L. í. 13.-14. júní 1980
Aðalfundur beinir því til fjármálaráðherra, að
hann skipi hið fyrsta nefnd til að endurskoða
lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins. Bendir fundurinn sérstaklega á nauðsyn
þess, að ákvæðum 5. gr. verði breytt þannig,
að umsóknarfrestur um stöður verði a.m.k. 6
vikur og að óheimilt verði að taka til greina
umsóknir, sem póstlagðar eru eftir lok umsókn-
arfrests.
Hluti fundarmanna á adalfundi L. í.