Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 33
LÆKNABLADIÐ 247 af vergri þjóðarframleiðslu, greiðum við hlut- fallslega mest til þess málaflokksins sem dýr- astur er, þ. e. sjúkramála. Hins vegar greiða íslendingar hlutfallslega lægst til elli-, félags- og tryggingarmála miðað við hinar Norður- landaþjóðirnar. Pessar upplýsingar eru fengnar úr Norrænu tölfræðihandbókinni (Yearbook of Nordic Statistics 1978). Unnið hefur verið að sam- ræmingu upplýsinga um útgjöld til heilbrigðis-, tryggingar- og félagsmála í mörg ár. Upplýs- ingum er safnað frá Danmörku 1. janúar — 31. mars ár hvert, en yfir allt árið frá öðrum Norðurlöndum. Þessar skýrslur taka ekki til fjárfestingar og beinna gjalda heldur aðeins til rekstrargjalda. í þessum skýrslum er reiknað með: 1) Nettóútgjöldum til félagsmála; 2) Stjórnunarkostnaði; 3) Skyldugreiðslum atvinnurekenda. Styrkir, frjáls framlög og kostnaður einkastofn- ana vegna félagsmála er ekki talinn með. Um samanburð heilbrigðisútgjalda á íslandi og á öðrum Norðurlöndum 1976 Almennt má segja, að samanburður á raungildi hinna ýmsu hagstærða landa á milli sé háður m.a. tveimur meginskilyrðum. í fyrsta lagi, að ámóta aðferðir séu viðhafðar við útreikning á sjálfum stærðunum í hverju landi. / öðru lagi að samanburðurinn miðist við raunhæfa geng- isskráningu gjaldmiðla landanna. Um fyrra skilyrðið er það að segja, að það verður sjálfsagt seint uppfyllt svo óyggjandi sé, en hér virðist þó um sambærilegar stærðir að ræða. Tafla IV. ísland Danmörk Finnland Noregur Svípjóö Sjúkrakostnaður 50 32 31 42 42 Ellimál og örorka Aðrar tryggingar og félagsmál 50 68 69 58 58 100 100 100 100 100 Hvað síðara atriðið snertir, sjálfa gengisvið- miðunina, sem í raun má telja undirstöðu sam- anburðar af þessu tagi, er hins vegar fárra góðra kosta völ, og verður því að notast við gengisskráninguna, eins og hún er á hverjum tíma. f>að mun þó mála sannast, að gengið eitt sér sé næsta ófullkominn kvarði til að bera saman raungildi hagstærða í gjaldmiðli hinna ýmsu landa. Af þessum sökum þarf því að varast að taka niðurstöður samanburðar af þessu tagi sem algildar enda þótt þær gefi ákveðnar vísbendingar um helstu áttir í þessum efnum. Þegar litið er á heildarútgjöld til heilbrigðis- mála á Norðurlöndunum á árinu 1976 sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu kemur í Ijós, að hlutfallið er hæst í Svíþjóð 11,1 % en lægst í Finnlandi og á íslandi 6,7 % (sjá lið 1. í töflu V). Fróðlegt er að skoða þessar tölur um heildarútgjöld til heilbrigðismála með hliðsjón af tölum um þjóðartekjur á mann (liður 2 í töflu). Þá kemur í Ijós, að miðað við ísland eru þjóðartekjur á mann lægri í Finnlandi, um fimmtungi hærri í Danmörku og Noregi, en rösklega þriðjungi hærri í Svíþjóð. Hlutföllin milli heilbrigðisútgjaldanna eru nokkuð svipuð þjóðartekjuhlutföllunum, að Svíþjóð þó und- anskilinni, en þar er hlutfall þjóðartekna á mann um 37 % hærri, en útgjöld til heilbrigðis- mála 66 % hærri en á íslandi. Mismun á vægi heilbrigðisútgjalda á mann á Islandi og Finnlandi annars vegar og hinum Norðurlöndunum hins vegar má þannig rekja beinlínis til þess, að bæði er hlutur heildarút- gjaldanna lægri í tveimur fyrrnefndu löndun- um og eins eru þjóðartekjur pessara tveggja landa talsvert lægri en í Danmörku og Noregi og einkum pó Svípjóð. Við þessa útreikninga er hvorki tekið tillit til beinna né óbeinna skatta en erfitt er að ákvarða þá stærð: Á árinu 1976 voru þó heildarskattar lægri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Tafla V. ísland Danmörk Finnland Noregur Svípjóð 1. Heildarútgjöld til heilbrigðismála 1976 sem hlutfal! af þjóðartekjum 6.7 7.9 6.7 8.4 ii.i — m.v. island — 100 .... 100 117 100 125 166 2. Hlutfall þjóðartekna á mann m.v. Ísland = 100 .... 100 123 92 117 137 3. Hlutfall heilbrigðisútgjalda á mann m.v. ísland — 100 .... 100 145 93 146 226

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.