Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 15
LÆKNABLADID 233 Magnús Ólafsson, Árni Ingólfsson YFIRLIT YFIR KVIÐARHOLSSPEGLANIR Á SJÚKRAHÚSIAKRANESS Á ÁRUNUM 1971-1977. INNGANGUR Speglun á kviöarholi hefur um allmörg ár veriö notuð til greiningar og meðferðar á sjúkdómum í kviðarholi. Stutt ágrip um próun pessarar aðferða og um tæknileg atriði birtist nýlega í Læknablaðinu (1977, 9.-10. tbl., 199-202). Með pessu yfirliti viljum við kanna hvernig kviðarholsspeglun hefur verið beitt á Sjúkra- húsi Akraness. Jafnframt verður reynt að meta gagnsemi pessarar meðferðar m.t.t. greining- ar og meðferðar og sérstaklega hvort að- gerðir og legutími sparist. EFNIVIÐUR I ágúst 1970 var byrjað að nota kviðarhols- speglanir á Sjúkrahúsi Akraness til greiningar og aðgerða í kviðarholi. Slíkum aðgerðum hefur síðan fjölgað ár frá ári með aukinni reynslu og eru núna á annað hundrað árlega. Yfirlit petta nær frá árinu 1971 til 1977 að báðum meðtöldum. Aðeins örfáar kviðarhols- speglanir voru gerðar seinni hluta árs 1970, en niðurröðun á sjúkraskrám pað ár er ófullkom- in og mikil vinna að finna pessi fáu tilfelli og er peim pví sleppt. Áður hefur birst grein í Læknablaðinu (1977, 9.-10. tbl., 203-207), frá Sjúkrahúsi Akranessumófrjósemisaðgerðirvið kviðarholsspeglun og eru pær pví ekki taldar með hér. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Alls hafa verið gerðar 498 kviðarholsspeglanir á pessum 7 árum og í töflu 1 sést hvernig pær skiptast milli ára. í 367 tilfellum var eingöngu gerð kviðar- holsspeglun, en að auki var gerð innsprautun (pertubation) hjá 45, samvextir klipptir hjá 74, tekið sýni hjá 12. Frá Sjúkrahúsi Akraness, fæðinga- og kvensjúkdómadeild. Greinin barst 11/12 1979. Samþykkt í endanlegu formi 28/02/1980. í töflu 2 er sýnd aldursdreifing hópsins og í töflu 3 heimferðardagur sjúklinga. Fyrstu árin fóru langflestir sjúklinganna heim á priðja degi eða síðar. Petta hefur alveg snúist við síðustu árin. í pessum tölum eru einnig allir peir sjúklingar, sem liggja lengur inni vegna sjúkdóms, (t.d. vegna bráðrar eggja- leiðarabólgu (salpingitis acuta)), eða vegna aðgerða (laparotomiu) og einnig til áframhald- andi rannsókna. Eins og sést á töflu 4 er reynt að skipta efninu niður í 5 flokka m.t.t. ábendingar aðgerða. Um 150 sjúklingar (30 %) höfðu eða gátu haft fleiri en eina ábendingu fyrir aðgerð. Var pá reynt í slíkum tilfellum að taka pá Tafla 1. Fjöldi aðgerda. 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 28 46 47 68 85 102 122 Alls 498 Tafla 2. Aldursdreifing sjúklinga. £ 20ára 21-30 ára 31-40 ára 41-50 ára > 50 ára 91 211 95 57 44 Alls 498 Tafla 3. Heimferdardagur sjúklinga. Heim aðgerðardag 2 Heim næsta dag eftir aðgerð 148 Heim á 2. degi eftir aðgerð 120 Heim á 3. degi eða síðar 228 Alls 498

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.