Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 4
föstudagur 26. mars 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Dagfari verður að játa að hann
skilur ekki alveg hina pólitísku um-
ræðu þessa daganna. Ástæðan er
kannski ekki sú að hann sé svona vit-
grannur, frekar að menn eru sífellt að
tyggja einhver óskiljanlegt heiti. Auð-
lindaákvæðið er eitt sem hann skilur
ekki og einnig þjóðareign.
Ef Dagfari er að ná þessu rétt þá
vill Framsókn festa merkingarlausa
klausu um þjóðareign í stjórnar-
skránna. Mönnum finnst víst þjóð-
areign vera merkingarlaust orð. Að
minnsta kosti of loðið.
Eðlilega kemur orðið mönnum
spánskt fyrir sjónir. Þjóðareign er eitt-
hvað sem Dagfari var löngu búinn að
gleyma sjálfur. Miðað við skuldastöð-
una í bankanum, illa augnráðið sem
hann fær á vídjóleigunni og skattinn
sem sífellt krafsar í veskið - þá telur
Dagfari sig ekki einu sinni ráða yfir
eigin sálarheill.
Það er hægt að skilja góðan
vilja Framsóknarmanna. Þá lang-
ar að minna okkur á, að þrátt fyr-
ir bága skuldastöðu, eigum við alla
vega fjandans fiskinn í kringum okk-
ur. Raunar minnir Dagfara að fyrir
mörgum árum hafi Framsókn einnig
komið á kvótakerfinu. Sem er annað
óskiljanlegt hugtak.
En þarna telur Dagfari að punkt-
urinn sé kominn. Það sem pólitíkusar
munu rífast um fram að kosningum
verða ekki bág kjör öryrkja eða aldr-
aðra, eða heilbrigðiskerfið eða skuld-
ir heimilanna og svo framvegis. Það
sem við ræðum verður fiskur og aftur
fiskur.
Það gerðum við líka fyrir fjórum
árum. Og reyndar fjórum árum þar
áður. Sennilega líka þar áður.
Dagfari leggur því til að menn ein-
faldi umræðuna svo hann geti fylgst
almennilega með þessu. Í stað þjóð-
areignar verður sagt, feitir kvótakall-
ar. Auðlindarákvæðið verður kallað
samviskubit Framsóknarflokksins. Og
kvótakerfið verður rán um hábjartan
dag. Þá fyrst getur Dagfari tekið upp-
lýsta afstöðu í næstu þingkosningum
dagfari
Óskiljanleg hugtök stjórnmálamanna
Jón H.B Snorrason, fyrrverandi sak-
sóknari hjá ríkislögreglustjóra, sett-
ist í vitnastúku í aðalmeðferð Baugs-
málsins Héraðsdóms eftir hádegi í
gær. Vitað var af Jóni í húsinu þó ekki
tækist að finna hann strax. Hann kom
ekki í leitirnar fyrr en eftir nokkr-
ar mínútur þegar dómarar málsins
hugðust nýta tímann til kaffihlés.
Aðspurður af saksóknara, Sig-
urði Tómasi Magnússyni, sagði Jón
stjórnmálamenn ekki hafa haft af-
skipti af málinu né reynt að hafa
áhrif á það á nokkurn hátt.
Hættum rannsókn tuga ákæru-
liða
Verjendur spurðu út Jón hvers
vegna hin og þessi gögn sem þeir
töldu styðja framburð sakborninga
hefðu ekki verið könnuð nánar og
hvers vegna fólk sem þeim gögnum
tengdist hefði ekki verið kallað til
skýrslutöku og svaraði Jón því til að
ekki hafi þótt ástæða til. Eins sagði
Jón að þeir liðir sem hætt hafi ver-
ið að rannsaka eða saksækja vegna
skýringa sem komu í ljós hafi skipt
tugum.
Í viðtali við DV sagði Jón að hon-
um þætti ekki óeðlilegt að verjendur
reyndu að kasta rýrð á rannsóknina.
„Mér þætti það afar léleg vinna verj-
enda ef þeir teldur sig mæta hinni
fullkomnu rannsókn og reyndu ekki
að sækja að henni einhversstaðar. Þá
teldi ég þá ekki vera að vinna vinn-
una sína,“ sagði Jón. Þá sagði hann
ekki hafa viljað haga rannsókninni
með örðum hætti en gert var. Að-
alatriðið sé að rannsóknin sé hlut-
laus og vönduð og það hafi hún ver-
ið. Það sagði hann líka eiga við um
stöðu Jóns Geralds Sullenberger í
málinu og að eftir á að hyggja hefði
hann ekki haft hann á bekk með sak-
borningum í málinu. Honum finnst
það þó ekki skjóta skökku við að rétt-
arstaða Jóns Geralds sé breytt. „Nei
það er bara mat Sigurðar miðað við
það hvernig hann rekur málið og ég
hef í sjálfu sér ekkert neikvætt við
það að athuga,“ segir Jón.
Í vitnaleiðslunum sagðist Jón ekki
vita hvernig blaðamaður Morgun-
blaðsins hafi vitað af húsleit í Kaup-
þing banka í Lúxemborg. Þó sagði
hann lögregluna hafa þurft að hafa
samband við nokkra sérfærðinga í
Lúxemborg. Jón sagðist ekki kannast
við það að hann né aðrir hafi fagn-
að eins og á fótboltaleik þegar Helgi
Sigurðsson, yfirlögræðingur Kaup-
þings, tilkynnti honum að ákveðin
gögn hefðu ekki fundist í bankanum.
Fregnirnar komu símleiðis og sagði
Helgi fyrir rétti að það hefðu ver-
ið viðbrögð Jóns og annarra á hans
skirfstofu eftir að símtalinu lauk án
þess að sambandið slitnaði. „Nei.
Fagna hverju. Þetta er alveg fráleitt.
Ég átta mig ekki á þessu.“
Hjördís rut sigurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
„nei. Fagna hverju?
Þetta er alveg fráleitt.
ég átta mig ekki á
þessu.“
jón H.B. snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar og saksóknari hjá rík-
islögreglustjóra, mætti í yfirheyrslur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir á
að hyggja segist Jón ekki hafa viljað haga rannsókn málsins á annan veg en hann gerði,
ekki heldur varðandi stöðu Jóns Geralds Sullenberger sem sakborningsl.
Amast ekki yfir veru
Sullenberger á sakabekk
jón H.B. snorrason, fyrrverandi saksóknari Baugs-
málsins Jón mætti í yfirheyrslur í Héraðsdóm. smá tíma tók
að finna hann í húsinu þegar hans tími í vitnastúku rann upp.
Hann skilaði sér þó áður en dómararnir fóru í kaffi.
Ofleikur hjá
viðvörunar-
kerfi
Slökkviliðsmenn þustu að
Þjóðleikhúsinu í gær þegar
tilkynning barst frá sjálfvirku
brunaviðvörunarkerfi Þjóð-
leikhússins um hálfþrjúleytið
gær. Brunalykt sem barst um
hæðir og stiga reyndist eiga
upptök sín hjá iðnaðarmönn-
um sem voru að vinnu í hús-
inu. Ryk sem þyrlaðist upp við
sögun barst í reykskynjara og
setti sjálfvirka kerfið af stað.
Slökkviliðsmennirnir leit-
uðu fljótt af sér allan grun og
héldu að svo búnu áfram við
dagleg störf.
Á 90 í miðbæ
Akureyrar
Lögreglan á Akureyri mældi
einn ökumann á 90 kílómetra
hraða á Glerárgötu þar sem há-
markshraðinn er 50 kílómetrar á
klukkustund upp úr hádegi í gær.
Vegarkaflinn þar sem maðurinn
brunaði yfir er þar að auki þekkt
slysagildra.
Lögreglumenn voru við mæl-
ingar eftir hádegið og náðu mynd
af skráningarnúmeri bílsins á á
færanlega hraðamyndavél. Þá
var einn ökumaður stöðvaður
á 132 kílómetra hraða rétt við
Hvalfjarðargöngin um tvöleytið
í gær.
Úthýstu Hag
Hafnarfjarðar
Hag Hafnarfjarðar var meinuð
þátttaka á almennum fundi, á
vegum ungliðahreyfinga stjórn-
málaflokkana í Hafnarfirði, sem
haldin var í Flensborg í gær-
kvöldi. Þessu heldur Ingi B. Rúts-
son, formaður félagsins fram á
heimasíðu þess. Hann heldur því
fram að upprunalega hafi félag-
inu verið boðin þátttaka en hún
á að hafa verið dregin til baka
vegna mótmæla frá öðrum þátt-
takendum. Segir Ingi að þetta
séu afar ólýðræðisleg og ósann-
gjörn vinnubrögð og gagnrýna
athæfið harðlega.
Minna fé úr sjó
Heildarafli íslenskra skipa í
síðasta mánuði skilaði útgerð-
armönnum minni tekjum en í
febrúar á síðasta ári. Aflaverð-
mæti var fimm prósentum lægra
nú en í fyrra. Sé hins vegar horft
til tveggja fyrstu mánaða ársins
eru tekjurnar svipaðar fyrir bæði
árin.
Aflinn sem kom að landi var
meiri í febrúar í ár en í fyrra. Nú
nam aflinn 230 þúsund tonnum
en 214 þúsund tonnum í fyrra.
Þorskafli dróst hins vegar saman