Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 17
DV Fréttir föstudagur 16. mars 2007 17
um elds að höfði sér með því að vera með
derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja
frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að al-
vörusjónvarpsstöð árið 1995 var heimilisfang
hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsskrif-
stofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guð-
jónssonar. Og þangað komu um það leyti stafn-
búar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður
Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd
fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti
að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú
upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu
fyrirtækisins... mennirnir fóru tómhentir á dyr.
Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega
verið viturlegra af Sigga að borga þetta – bara til
að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir
miklu veseni...“
Hér er augljóslega gefið til kynna að synj-
un Sigurðar G. Guðjónssonar hafi haft umtals-
verðar afleiðingar fyrir Íslenska útvarpsfélagið.
Tækifæri til þess að „kaupa frið“ hafi ekki verið
nýtt. Þessi frásögn vekur margar spurningar
Hjartahrein spilling
Viðtekið var, að opna þyrfti bókhald ís-
lensku stjórnmálaflokkanna og koma í
veg fyrir að fyrirtæki eða
kaup- sýslumenn
gætu
keypt sér áhrif á pólitíska ákvarðanatöku eða
mútað einstökum þingmönnum til stuðnings
við hagsmunamál sín. Höfundur Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins 14. janúar síðastliðinn
segir að það hafi komið mörgum á óvart að
samstaða skyldi nást um að fjármagna flokk-
ana nær einvörðungu með opinberu fé. Orð-
rétt segir: „Líkleg skýring á því er sú, að ný kyn-
slóð í viðskiptalífinu hafi fært sig upp á skaftið
og gengið lengra í kröfugerð á hendur flokkun-
um öllum sem endurgjald fyrir fjárhagslegan
stuðning en forystumönnum flokkanna hafi
þótti við hæfi og þess vegna hafi þeir getað náð
samkomulagi sín á milli.“
Frásögnin í Jónsbók bendir ekki til þess að
höfundur Reykjavíkurbréfsins hafi á réttu að
standa. Fyrirtæki var þvert á móti skattlagt af
voldugasta stjórnmálaflokki landsins og fékk
að finna til tevatnsins þegar það neitaði að
greiða í flokksjóðinn.
Hugsanleg skýring á tilraun Sjálfstæðis-
flokksins til þess að leggja flokksgjald á Íslenska
útvarpsfélagið er sú að flokkurinn sé, eða hafi
verið, einskonar hagsmunabandalag tiltekinna
fyrirtækja með rótgróin völd í stjórnkerfinu.
Flokknum hafi verið beitt gegn óæskilegum eða
óstýrlátum fyrirtækjum og kaupsýslumönnum,
rétt eins og ráðherrar og embættismenn beittu
sér 20 árum fyrr gegn ferðaskrifstofunni Sunnu
fyrir Flugleiðir.
Um mútur og mútuþægni má loks nefna
að Hjörleifur Hallgríms, fyrrverandi ritstjóri
á Akureyri, bauð Framsóknarflokknum
tvær milljónir króna í norðaustur-
kjördæminu, fengi hann að
taka þriðja sætið á lista
flokksins í kjördæm-
inu. „Svo hjarta-
hrein er þessi
spilling,
að
hún gerist ekki undir borði, heldur fyrir opn-
um tjöldum. Málsaðilar hafa ekki hugmynd
um, hvað er spilling. Og fjölmiðlarnir vita það
ekki heldur, því að þar hefur ekki kviknað ljós,“
skrifaði Jónas Kristjánsson ritstjóri á vefsíðu
sína 12. janúar síðastliðinn.
Völd ofar fagmennsku
Ein skýrasta mynd íslenskra klíkustjórnmála
og spillingar birtist í pólitískum stöðuveiting-
um í gegn um tíðina. Frá því snemma á síð-
ustu öld hefur almenningur þó látið pólitísk-
ar stöðuveitingar að mestu óátaldar og í raun
samþykkt með ólund að úthlutun embætta á
flokkslegum grundvelli væri hluti af einskonar
hvatakerfi fyrir flokksmeðlimi. Þessa athuga-
semd hefur Gunnar Helgi Kristinsson stjórn-
málafræðiprófessor gert. Í athugun sinni árið
2006 á pólitískum stöðuveitingum segir Gunn-
ar að fyrirgreiðsla af þessum toga sé ekki horf-
in, heldur eigi hún sér stað í þrengra samhengi
elítustjórnmála. Flokkspólitískar stöðuveit-
ingar eða veiting embætta á grundvelli klíku-
stjórnmála er dæmi um ólögmæta spillingu því
aðeins að lög mæli fyrir um að staðið skuli að
veitingu auglýstra starfa eða embætta á fagleg-
um grunvelli þar sem tekið er mið af kunnáttu,
reynslu og hæfni umsækjenda.
Í athugun Gunnars Helga segir með-
al annars: „Störf hjá hinu opinbera
geta verið hluti af lögmætum
sigurlaunum í stjórnmál-
um, þetta leiðir til só-
unar, óskilvirkni og
skorts á hæfni í
opinbera
geir-
anum. Að baki liggur dulin þörf stjórnmála-
manna fyrir að útvega störf handa fólki sem
þeir telja að verðskuldi slíkt að launum fyrir
pólitískan stuðning.“
Athugun Gunnars Helga leiddi í ljós að af
111 stöðuveitingum reyndust 49 vera af póli-
tískum rótum. Aðrar samrýmdust faglegum
eða skrifræðislegum sjónarmiðum.
Athyglisvert er að Gunnar Helgi telur að
skipulag Framsóknarflokksins byggi meira á
fyrirgreiðslu en skipulag Sjálfstæðisflokksins.
Geðþótti valdsmanna
Veiting opinberra embætta hefur tilheyrt
umbunarkerfi stjórnarherranna hverju sinni
frá öndverðri síðustu öld og áður en íslenska
flokkakerfið varð til í sinni núverandi mynd.
Þekkt er dæmið af Guðmundi Finnboga-
syni, sem árið 1905 féll í ónáð hjá Hannesi Haf-
stein ráðherra heimastjórnarinnar. Sjálfur orð-
aði Guðmundur það svo, að hann hefði talað
sig frá embætti fræðslumálstjóra, en mörgum
þótti hann sjálfkjörinn til starfans eftir að hafa
helgað sig rannsóknum á lýðmenntun í land-
inu og samið fyrir stjórnvöld fyrstu lögin um
fræðslu barna í landinu, fyrstu grunnskólalög
þjóðarinnar.
Guðmundi varð það á að tala gegn sjón-
armiðum Hannesar ráðherra á almennum
bændafundi í Símamálinu svonefnda, en þar
var tekist á um það hvort leggja ætti sæstreng
til landsins eða koma á loftskeytasambandi við
útlönd. Á Alþingi varð brátt ljóst að Hannes
hafði ekki áhuga á frekara samstarfi við Guð-
mund. Matthías Jochumsson var meðal þeirra
sem reyndu að sefa ráðherrann með bréfa-
skriftum, en allt kom fyrir ekki.
„Guðmundur varð því líklega fyrstur ís-
lenskra embættismanna þess sérkennilega
heiðurs aðnjótandi að finna fyrir því hvaða
afleiðingar það getur haft að hugsa og
tala á þeim nótum sem eru ráð-
herrum ekki að skapi,“ skrif-
ar dr. Jörgen Pind í merkri
bók um Guðmund, Frá sál
til sálar, en hún kom út á
síðasta ári.
Framhald á
næstu opnu
Guðni Þórðarson í sunnu
guðni hefur sýnt fram á að flugleiðir, ráðherrar
og seðlabankinn hafi lagt á ráðin um að knésetja
rekstur sunnu og Viking air á áttunda áratugn-
um.
Jón ólafsson
Jón neitaði að greiða í flokksjóði sjálfstæðis-
flokksins og var refsað, eins og lesa má um í
Jónsbók eftir Einar Kárason.
Gunnar HelGi Kristinsson
gunnar segir ráðamenn halda úti neti sérstakra
ráðgjafa á vegum ráðuneytanna. Þessir ráðgjafar
séu í ákveðnu mæli hluti af ríkisrekstri stjórn-
málaflokkanna.
Hannes Hafstein
rætur geðþóttavaldsins við veitingu embætta er
raktar til fyrstu ráðherra þjóðarinnar á öndverðri
síðustu öld.
Blekkingin mikla um óspillt íslensk stjórnmál
Áður óbirt minnisblöð Brynjólfs Ingólfssonar, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, benda til þess að
koma Seðlabankans að málefnum Sunnu og Viking Air hafi
verið bæði óvenjuleg og óeðlileg. Til að mynda virðist sem
bankaeftirlit Seðlabankans hafi látið samgönguráðherra í
té upplýsingar um viðskipti Sunnu og Alþýðubankans sem
bankaleynd hvíldi yfir að lögum. „Bankaleynd Seðlabankans
var breytileg eftir því hver átti hlut að máli.“