Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 23
DV Helgarblað föstudagur 16. mars 2007 23 Hef áður Hreinsað upp eftir íHaldið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar hefur stýrt flokknum í miklum mótbyr að und- anförnu. Hver skoðanakönnunin á eftir annari sýnir flokkinn tapa fylgi og þegar innan við sextíu dagar eru til kosninga, bíður Ingibjargar erfitt verkefni að snúa vörn í sókn. Í Al- þingiskosningunum árið 2003 fékk flokkurinn 31 prósent atkvæða. Nú fjórum árum seinna er staðan verri. Í nýjasta þjóðarpúls Capacent er fylgi Samfylkingarinnar 22,5 prósent og Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist stærri en Samfylkingin. Ingi- björg er sjálf fullviss um að flokkur- inn muni ná fyrri styrk. „Við erum jafnaðarmannaflokkur Íslands, í okkar farteski erum við með jafnað- arstefnuna eins og hún hefur þróast á Norðurlöndum í meira en heila öld. Við erum velferðarflokkur og viljum tryggja jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum líka flokkur sem styður markaðslausnir þar sem við á. Við viljum markaðshagkerfi, en ekki markaðssamfélag.“ Umhverfismálin ástæðan fyrir fylgistapi Ingibjörg leggur mikla áherslu á að flokkur hennar standi fyrir nýja jafnaðarstefnu, sem felur í sér um- hverfisvernd, velferðarstefnu og kvennapólitík. Í ljósi þess síðast- nefnda eru skýringar hennar á fylgis- hruni flokksins áhugaverðar. „Ég hef velt því talsvert fyrir mér hvað veld- ur. Og við sjáum að þetta eru að stór- um hluta til konur sem eru að færast yfir til Vinstri grænna. Það er auðvit- að eitthvað sem ég vil ekki sjá gerast, ég tel að þær eigi heima hjá okkur. Ástæðan er sú að margar konur hafa verið að átta sig á því að á hér hafa verið að gerast hlutir i umhverfis- málum sem þær eru ekki sáttar við. Nú finnst þeim sem þær hafi tekið of seint við sérog ekki gripið inn þeg- ar þær áttu að gera það. Konur eru sérfræðingar í sektarkennd og sam- viskubiti. Það er út frá því sem konur eru að taka afstöðu núna. En konur eru líka skynsamar og þar liggja okk- ar möguleikar. Við höfum lagt fram skynsömustu lausnirnar á því hvern- ig við nýtum auðlindir án þess að fórna verðmætum náttúrusvæðum.“ Ingibjörg viðurkennir fúslega að Vinstri grænir hafi verið framsýnir í umhverfismálum þegar Kárahnjúka- framkvæmdin var til umræðu á Al- þingi og þeirra uppskera fyrir það sé núna. „Þeir eru hins vegar ekki fram- sýnir í öðrum málum,“ segir hún ákveðin. Ingibjörg þvertekur fyrir að kreppa sé innan flokksins og breyt- inga sé þörf. Hún segist þess fullviss að leiðin til þess að vinna aftur fylgi kjósenda sé að halda sömu stefnu óbreyttri. „Við þurfum að halda okk- ar striki. Ég er fullkomlega sannfærð um að Samfylkingin er með þær lausnir sem þarf á þeim viðfangs- efnum sem standa að íslensku sam- félagi í dag. Þær lausnir snúa meðal annars að breytingum í atvinnumál- um. Við eigum að víkja frá gömlum hugmyndum um virkjanir og stór- iðju yfir í hugmyndir um hið nýja atvinnulíf. Við getum látið mikið að okkur kveða á alþjóðavettvangi í gegnum þá þekkingu sem við búum yfir og þá ímynd, að Ísland sé það land í heiminum sem býr yfir mestu endurnýjanlegu orkugjöfunum. Út á þessa ímynd þurfum við að gera í framtíðinni. Það hefur Samfylking- in gert í stefnu um fagra Ísland sem miðar að því að ná þessu markmiði. Hlé á stóriðjuframkvæmdum næsta kjörtímabil Staða Samfylkingarinnar í um- hverfis- og virkjunarmálum hefur verið gagnrýnd fyrir að vera óljós. Flokkurinn greiddi framkvæmd- um við Kárahnjúka atvkæði sitt á Alþingi. Í Hafnarfirði hefur bæjar- stjórnarflokkur Samfylkingar ekki gefið upp afstöðu sína til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík og lagt það fyrir íbúa Hafnarfjarðar að kjósa um stækkunina seinna í mánuðinum. Á sama tíma hefur flokkurinn lýst því yfir að nauðsynlegt sé að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum um óákveð- inn tíma, en á Húsavík er virkjun- arhugur í Samfylkingarmönnum. Ingibjörg tekur ekki undir að stefn- an geti valdið ruglingi meðal um- hverfisverndunarsinnaðra kjósenda. „Stefna Samfylkingarinnar er mjög skýr. Í flokknum eru hins vegar ein- staklingar með misjafnar skoðannir. Samfylkingin er breiður flokkur og það er rúm fyrir alla sem aðhyllast jafnaðarstefnu í flokknum, þó að þá kunni að greina á í ýmsum málum. Við teljum að það eigi að gera hlé á virkjanna og stóriðju framkvæmd- um til þess að ná niður þennslu. Það þaf að vinna rammaáæltun um náttúruvernd til þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvaða svæði ber að vernda og hvernig við munum haga okkur í virkjunar- og stóriðjumálum í framtíðinni.“ Aðspurð um hversu langt hlé þjóðin eigi að taka sér frá stóriðju- framkvæmdum segir hún : „Við verð- um að gera hlé og vinna okkur tíma til þess að fara í þessar rannsóknir. Það þarf örugglega næsta kjörtímabil til þess og á meðan verður hlé a´stór- iðjuframkvæmdum.“ Hún gagnrýnir vinstri græna fyrir einstrengingshátt í viðhorfum til nýt- ingu orkulinda Íslands. „Menn þurfa að passa sig, því það er svo stutt öfgana á milli. Við ætlum auðvit- að að nýta auðlindir lands og sjávar til framíðar. Í því sambandi verðum við líka að hafa í huga að verndun er ein tegund nýtingar sem getur ver- ið mjög arðbær. Það sem við í Sam- fylkingunni höfum gagnrýnt, er að það hefur verið algjört handahóf í ákvörðunatöku um álver og stóriðju hingað til. Samfylkingin tekur hins vegar ekki þá afstöðu að það eigi að hætta öllum virkjanaframkvæmdum í landinu um aldur og ævi.“ Bæjarstjórnarmeirihluti Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði vísaði áformum Alcan til atkvæðagreiðslu í bænum og segir Ingibjörg fullkom- lega eðlilegt að bæjarfulltrúar flokks- ins neiti að gefa upp afstöðu sína til stækkunarinnar, málið sé ekki í höndum þeirra lengur. „Bæjarstjórn- in í Hafnarfirði tók mjög merkilega ákvörðun þegar hún setti það vald í hendur bæjarbúa sjálfra að ákveða hvort af stækkuninni verður. Þetta er að mínu mati mjög merkileg lýð- ræðistilraun og bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar eru í þessu máli eins og hverjir aðrir almennir kjósendur. Þeir eiga ekki að reyna að stjórna nið- urstöðunni heldur fara eftir henni.“ Stendur við ummælin Ingibjörg Sólrún hefur verið gagn- rýnd harðlega fyrir ummæli sem hún hefur látið falla í ræðustól og hafa andstæðingar hennar kallað hana stóryrta og klaufska í ummælum. Skemmst er að minnast þess þeg- ar hún sagði í ræðu að þjóðin þorði ekki að treysta þingflokki Samfylk- ingarinnar. Í kjölfarið varð uppi fótur um fit. Ingibjörg neitar því að þessi ummæli hafi verið óheppileg eftir á að hyggja. „Ég læt ekki andstæð- inga mína þagga niður i´mér. Ég segi það sem ég meina og ég meina það sem ég segi. Ég var ekki að segja að ég treysti ekki þingflokknum. Ég geri það fullkomlega. Ég var hins veg- ar að hvetja liðið mitt til dáða eins og þjálfari í leikhléi, því við erum ekki að fá nógu góðar niðurstöður í skoðanakönnunum. Við þurfum að sýna hvers við erum megnug. Ég veit hversu vel þetta fólk getur unn- ið. Það hefur sést á Alþingi hversu öflugu liði Samfylkingin hefur á að skipa og mér finnst himinn og haf á milli þingmanna flokksins og margra annara.“ Geir Haarde, forsætisráðherra hefur einnig látið ummæli falla sem mörgum hefur ekki líkað. Þannig sagði Geir að jafnréttismál væru gervimál og fræg er orðin líking hans um sætustu stelpuna á ball- inu í varnarviðræðum. Á sama tíma hefur Ingibjörg verið mun meira á milli tannana á fólki og vafasöm um- mæli forsætisráðherra hafa fallið í skuggann. Kemst Ingibjörg Sólrún upp með minna en aðrir stjórnmála- menn, hvað veldur? „Ég held að fyr- ir þessu séu tvær ástæður. Fólk gerir meiri kröfur til mín, en margra ann- ara. Það finnst mér mjög gott og ég verð að standa undir þeim kröfum. Hins vegar eru það andstæðingarn- ir sem hafa ekki legið á liði sínu við að tala mig niður. Það sýnir mér að þeir telja mig öflugan andstæðing sem ógnar stöðu þeirra. Það er til marks um að það sé eitthvað púður í manni.“ Ríkisstjórnin sem ekki má Ingibjörg segist ganga óbundin til kosninga og kveðst ekki útiloka neinn kost í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Hún hefur þó lýst því yfir að hennar fyrsti kostur væri samstarf við vinstri græna um að mynda ríkis- stjórn. Hún segist ekki hafa mikla trú á því að Sjálfstæðisflokkur og vinstri grænir geti náð saman og myndað ríkisstjórn. „Það yrði ríkisstjórnin sem ekki má. Það mætti ekki horfa til Evrópu, það mætti ekki fara út í breytingar á rekstarformi í opinberri þjónustu, það mætti ekki gera breyt- ingar í skattkerfinu, það mætti ekki stokka upp landbúnaðarkerfið fyr- ir alvöru. Ég veit ekki um hvað þessi ríkisstjórn ætti í raun að snúast.“ Hún segist þó hafa trú á því að Samfylkingin geti myndað stjórn ásamt vinstri grænum. „Vandinn er sá að með einhverjum þarf maður að starfa í stjórnmálum. Ég tel mik- ilvægt að hér náist fram breytingar. Ef fólk vill sjá breyitngar í íslensku samfélagi þá verða þær breyting- ar ekki nema Samfylkingin leiki lyk- ilhlutverk í nýrri ríkisstjórn. Það er svo mikil íhaldssemi í hinum flokk- unum, hvort sem það er til hægri eða vinstri.“ Ingibjörg hefur lýst því yfir að Samfylkingin geri kröfu um forsætis- ráðuneytið, fari þeir í ríkisstjórn. Nú þegar flokkurinn mælist ekki stærsti flokkurinn á vinstri vængnum segir hún afstöðu sína óbreytta. „Ég tel það eðilegt að sá flokkur sem sýni- lega sé stærstur leiði ríkisstjórnina. Ef Samfylkingin er ekki stærst, þá eru það skilaboð sem við verðum að horfast í augu við. Ég tel að það væri hins vegar afskaplega misráðið af kjósendum, ekki vegna minnar per- sónu, heldur vegna þeirra grunngild og skýru hugmynda sem Samfylk- ingin stendur fyrir. Útúrboruháttur annara flokka í Evrópumálum. Samfylkingin, ein íslenskra stjórn- málaflokka hefur tekið afstöðu með því að ganga í Evrópusambandið. Ef flokkurinn kemst í ríkisstjórn segir Ingibjörg að Evrópumálin verði of- arlega á baugi. „Þetta er eitt af þeim málum sem við leggjum mjög ríka áherslu á að þjóðin búi sig undir. Evr- ópusambandið er það samstarf sem þjóðir álfunar hafa valið sér. Annað hvort erum við með í Evrópu og með í þessu samstarfi í náinni framtíð eða við ákveðum að verða bara á jaðr- inum. Ég ætla ekki að leggja það til við þjóð mína að hún taki sér stöðu á jaðrinum. Hún á að vera þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða ör- lög hennar og stöðu. Það er algjör út- úrboruháttur sem einkennir afstöðu Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í Evrópumálum. Þeir gera út á tilfinn- ingasemi og þjóðerniskennd. Það er hins vegar ekkert þjóðlegt við það að hafa mikilvægt tækifæri af þjóð sinni. Vön því að hreinsa upp Mikilvægasta verkefni Samfylk- ingarinnar, komist hún í ríkisstjórn verður að að endurreisa velferðar- kerfið í landinu, segir Ingibjörg. „Það er nauðsynlegt að bæta stöðu aldr- aðra og barna í landinu. Mörg börn og unglingar eru í miklum vanda og jafnvel í bráðri hættu en þurfa að bíða langtímum saman eftir aðstoð. Barna- og unglingageðdeild hef- ur árum saman búið við húsnæð- isvanda og það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast í þeim málum. Ríkisstjórnin hefur verið upptekin við virkjanir, stóriðju, viðskiptalíf og einkavæðingur. Kjör og líðan fólks- ins í landinu hefur á sama tíma farið fram hjá þeim. Við viljum stórbæta stöðu aldraðra og við höfum sett fram mjög skýr markmið um hið nýja atvinnulíf. Við hreinsuðum upp eftir íhaldið í Reykjavík árið 1994, þannig að ég er tilbúin til þess að gera það á nýjan leik.“ Ef niðurstaða kosningana í vor verður eins og kannanir benda til, yrði það mikið áfall fyrir Samfylking- una. Ingibjörg viðurkennir að finna til ábyrgðar en segir að fylgistapið tengist á engan hátt hennar persónu. Hún neitar að svara því hvort hún hafi íhugað að taka pólitíska ábyrgð og stíga niður eftir kosningar, verði niðurstöðurnar á þennan veg. „Ég ræði veruleikann eins og hann blas- ir við mér núna. Síðan tek ég á þeirri stöðu þegar að því kemur. Það hvar- lar hins vegar ekki eitt augnablik að mér að þetta verði niðurstaða kosn- ingana“ Hún viðurkennir að öðrum stjórnmálamönnum með dyggri að- stoð einstakra fjölmiðlamanna hafi að ákveðnu leiti tekist að tala hana og flokkinn niður. „Það er bara tíma- bundið og við munum vinna okkur upp úr þessum öldudal. Sú staða sem flokkurinn er í núna hefur gefið mér ákveðið frelsi. Við erum í þerri stöðu að þeir eru búnir að ná að tala okkur niður. Ég hef því engu að tapa, en allt að vinna. Það er fullkomið frelsi sem felst í þeirri stöðu. Við Samfylkingar- fólk munum sýna og sanna hvers við erum megnug.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir n 1954: Ingibjörg sólrún gísladóttir fæðist í reykjavík. n 1974: stútentspróf frá menntaskólanum við tjörnina. n 1978-1979: formaður stjórnar stúdentaráðs Háskóla Íslands. n 1979: Ba-próf í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands. n 1982-1988: Borgarfulltrúi í reykjavík. n 1988-1990: ritstjóri tímaritsins Veru. n 1991 -1994: alþingismaður Kvennalistans. n 1994: Ingibjörg kjörin borgarstjóri reykjavíkur þegar sameiginlegt framboð undir merkjum r-listans býður í fyrsta sinn fram. n 1998: Ingibjörg kjörin borgarstjóri reykjavíkur í annað skipti. n 2002: r-listinn sigrar í þriðja skiptið í röð í borgarstjórnarkosningum og Ingibjörg heldur áfram sem borgar- stjóri. n 2002: Ingibjörg sólrún hættir sem borgarstjóri í reykjavík og tilkynnir framboð í alþingiskosningunum um vorið. n 2003: Ingibjörg er forsætisráðherraefni samfylkingarinnar, tekur baráttusæti á lista flokksins en nær ekki kjöri á þing. n 2003: Varaformaður samfylkingarinnar. n 2005: Ingibjörg tekur fast sæti á alþingi á nýjan leik. n 2005: Kjörin formaður samfylkingar- innar á landsþingi flokksins í Egilshöll. n 2007: Leiðir samfylkinguna til alþingis kosninga í vor. ValgeiR ÖRn RagnaRSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.