Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 24
föstudagur 16. mars 200724 Helgarblað DV
„Ég er á móti fermingargjöfum
sem ástæðu fyrir fermingu en að
sjálfsögðu er eðlilegt að gleðjast með
fólki á tímamótum með gjöfum. Ég
held við þurfum líka að brýna betur
fyrir börnunum að sælla er að gefa
en þiggja. Fermingarbörnin geta
nefnilega sjálf gefið stærstu gjafirn-
ar eins og einn fermingardrengur
gerði hjá okkur í fyrra þegar hann gaf
hluta fermingarpeningsins til hjálp-
arstarfs,“ segir Ása Björk Ólafsdótt-
ir prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík.
„Mér hefur oft blöskrað hvað fólk er
að gefa mikið í fermingargjafir. Þetta
geta verið veruleg fjárútlát fyrir þá
sem eiga marga frændur og frænk-
ur sem eru að fermast. En það er erf-
itt að breyta þessu nema umræðan
verði opnuð og talað sé almennilega
um þetta.“
Ása segir að gjafirnar skapi tví-
mælalaust ákveðið ójafnvægi hjá
krökkunum því sumir eiga mjög
stóra fjölskyldu og fá þar af leiðandi
margar gjafir á meðan aðrir eiga svo
til enga fjölskyldu. „Ég horfði á einn
dreng í fyrra sem átti eiginlega enga
ættingja, ég veit ekki einu sinni hvort
það hafi jafnvel verið haldin veisla
hjá honum,“ segir Ása og bætir við að
það sé sárt að horfa upp á slíkt ójafn-
vægi.
Sjálf er Ása ófermd en hún var
snemma komin með sterkar skoðan-
ir á trúmálum. „Ég upplifði gjafirn-
ar sem svo sterkan þátt hjá jafnöldr-
um mínum og mér fannst fáránlegt
að standa og játa eitthvað með sömu
orðum og þau sem voru ekkert að
meina það sem þau sögðu og voru
bara að fermast gjafanna vegna. Ég
ákvað því að fermast ekki því ég vissi
að Guð þekkti alveg minn vilja og
mína trú,“ segir Ása.
Aðspurð hvort henni finnist ferm-
ingarhópurinn í ár hugsa mikið um
gjafirnar þá segir hún svo ekki vera.
„Þau eru að skemmta sér svo mikið
í fermingarfræðslunni að talið hefur
bara ekkert borist að gjöfunum. Við
erum að tala um aðra hluti sem eru
mikilvægari í lífinu og þau eru svo
fróðleiksfús að þau eru að springa,“
segir Ása og bætir við að í fermingar-
fræðslu Fríkirkjunnar nálgist krakk-
arnir kirkjuna og trúna með öðrum
og persónulegri hætti. Þannig hafi
fermingarhópurinn fengið að gista í
kirkjunni um helgina og það hafi ver-
ið algjört ævintýri.
Ása ítrekar mikilvægi þess að
börnin viti af hverju þau séu að ferm-
ast. „Ef börnin vilja manndómsvígslu
þá er það allt annað en að fermast.
Það má alveg halda veislu af því til-
efni með gjöfum en ef þau koma í
kirkjuna og láta ferma sig þar þá á
það að vera vegna trúar.“
Fermdist ekki sjálF
„Mér finnst við gera óþarflega lít-
ið úr börnum með því að vera alltaf
að tala um þessar gjafir. Þetta eru ein-
staklingar eins og aðrir og við prest-
arnir sem erum búnir að vera með
þau í fermingarfræðslu í allan vet-
ur vitum þegar við horfum í augun á
þeim að þau eru að hugsa um margt
annað en gjafirnar,“ segir sr. Gísli Jón-
asson prestur í Breiðholtskirkju. Hann
segist ekki vera hrifinn af því að segja
fólki hvernig það eigi að haga gjöfum
og veislum en minnir fermingarfor-
eldra hinsvegar á að láta hlutina koma
í réttri röð. „Í því sambandi segi ég oft
sögu af samtali sem ég átti við ferm-
ingardreng fyrir mörgum árum síðan.
Hann kom til mín og sagði að mamma
sín væri svo stressuð og með svo mikl-
ar áhyggjur að hún mætti ekkert vera
að því að hugsa um ferminguna. Það
sem hann var að meina var það að
móðir hans hafði svo miklar áhyggjur
af veislunni, gjöfunum, að það þyrfti
að mála og öðru amstri að drengnum
fannst hann vera orðinn að einhverju
vandamáli í fjölskyldunni og sjálf
fermingin væri að gleymast.“
Gísli segir að hver og einn verði
að meta það hvers konar veislu hann
haldi og hvað hann ætli að gefa, allt
eftir efnum og aðstæðum. „Persónu-
lega finnst mér út í hött að vera að gefa
krökkunum hest eða mörg hundr-
uð þúsund króna gjafir en ég veit svo
sem ekki heldur hversu dæmigerðar
slíkar gjafir eru. Ég held að fjölmiðlar
blási þetta oft upp,“segir Gísli og bætir
rétt Forgangsröðun mikilvæg
við að það sé í raun skrýtið hversu
mikinn áhuga fjölmiðlar hafi á
fermingargjöfum miðað við aðr-
ar gjafir og þannig sé til að mynda
sjaldan sagt frá dýrum fimmtugsaf-
mælisgjöfum.
Gísli er sammála því að vissu-
lega sé gaman fyrir krakkana að
eiga eitthvað til minningar frá þess-
um degi. Sjálfur segist hann aða-
lega hafa fengið peninga í ferm-
ingargjöf. „Ég bjó á þessum tíma í
sælla er að gefa en þiggja
Auglýsendur keppast nú við að kynna hentugar fermingargjaf-
ir. Á meðan ganga ættingjar í hringi í stresskasti yfir því hvað
það eigi nú að gefa öllum þessum frændum og frænkum í ferm-
ingargjöf. DV heyrði álit þriggja presta á gjafaflóði