Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 27
DV Helgarblað föstudagur 16. mars 2007 27 hafa þessi blessuðu rauðu bönd hjálpað stjörnunum og ættum við hin að trítla yfir í garnbúðir bæjar- ins og gera okkar eigin bönd, svo við virkum að minnsta kosti. „in“? Þau kosta nefnilega sitt á Kabbalah-síð- um á netinu, enda blessuð í bak og fyrir af rabbínum. Madonna hefur gjörbylt lífi sínu eftir að hafa aðhyllst trúna; barna- bækurnar sem hún hefur skrifað, „The English Roses“ og „Mr. Pea- body´s Apples“, „Yakov and the Seven Thieves“, „The Adventures of Abdi“ og „Lotsa de Casha“ eru byggðar á dæmisögum úr kabbalah. Hár Rocco, sonar þeirra Guy, var ekki klippt fyrr en hann var orðinn fjögurra ára en kabbalah mælir með því að hár drengja sé óklippt fram að þeim aldri og litið er á fyrstu klipp- inguna sem fyrsta skrefið til mann- dóms. Madonna og Guy Ritchie hafa endurnýjað hjúskaparheit sín að kabbalahsið, greitt fúlgur í Kabb- alahmiðstöðina í Englandi og drekka einungis blessað kabbalahvatn sem kostar víst mun meira en venjulegt vatn (en ekki hvað?!). Nýtt nafn með nýjum vinum Peningar eru kannski það sem Madonna og Guy þurfa síst að hafa áhyggjur af, en öllu verra er þó að Madonna hefur misst samband við tvær nánustu vinkonur sínar þar sem hún var ósátt við að þær aðhylltust ekki fræðin af sömu ákefð og hún og leggðu ekki nægilegt fé fram til Kabb- alahmiðstöðvarinnar. Fyrrum vin- konurnar eru Stella McCartney fata- hönnuður og Debi Mazar leikkona, en Madonna og Debi hafa verið vin- konur í meira en tuttugu ár. Og vin- átta er eitthvað sem ekki er hægt að setja verðmiða á og því minnir þessi krafa Madonnu um að vinir hennar aðhyllist sömu trúarbrögð og hún, svolítið á hegðun þeirra sem ganga í svokallaða sértrúarsöfnuði. Popp- stjarnan gengur undir nafninu Est- her hjá „nýju“ vinum sínum sem aðhyllast trúna, en Esther var fátæk kona sem varð síðar drottning Per- síu og bjargaði milljónum gyðinga frá tortímingu. Nú má oft sjá mynd- ir af okkar konu með hálsmen með stafnum E sem tákn um nýja nafnið hennar. Í síðustu tónleikaferðalögum Madonnu eru vinir hennar úr söfn- uðinum sem iðka trúna með henni og halda henni á jörðinni eins og hún orðaði það sjálf í viðtali. Á meðan þessi grein er skrifuð eru fréttir farnar að berast þess efnis að Madonna sé að fá leið á kabbalah og að forystu- menn safnaðarins heimti meiri og meiri peningagjafir frá þeim hjónum og að því séu farnar að renna á hana tvær grímur. Verður rauða bandið jólagjöfin í ár? Nú er komið að Íslendingum að fræðast um kabbalah því nú í vik- unni var haldinn fyrirlestur í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi og fyrirles- arinn kom frá The Kabbalah Center í London. Það verður spennandi að sjá hvernig Íslendingar taka þessum trúarbrögðum og lífsstíl. Ætli rauða bandið verði aðaljólagjöfin í ár? Kabbalah í Kópavogi Kabbalah var kynnt fyrir Íslendingum í vikunni en margar erlendar stórstjörnur aðhyllast trúarbrögðin. Þeir hinir sömu bera gjarnan rautt band um úlnlið. En hvað er Kabbalah, hvers vegna er ráðlagt að fólk kynni sér það ekki fyrr en eftir fertugsaldur og hver er tilgangur rauða bandsins? Stjörnurnar aðhyllast Kabballah Þau Victoria og david Beckham, Britney spears, demi moore og madonna hafa öll borið rautt armband kaballah-trúnnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.