Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 30
föstudagur 16. mars 200730 Sport DV Um helgina fer fram fyrsta mót árs- ins í Formúlu 1 þegar keppt verður í Ástralíu. Formúlan nýtur gríðarlegra vinsælda hér á landi og því bíða ef- laust margir eftir því að keppnistíma- bilið hefjist. Ýmsar breytingar hafa verið gerð- ar á reglum fyrir komandi tímabil. Ein breytingin er sú að nú er aðeins notast við dekk frá einum framleið- anda, Bridgestone. Áður voru það Bridgestone og Michelin sem sáu um að framleiða dekk fyrir keppnisliðin. Breytingin er gerð til að spara kostn- að og þróunarvinnu. Hvert lið fær 24 dekk til afnota fyrir hvorn bíl fyrir sig, bæði í tíma- tökunni og kappakstrinum hverja keppnishelgi. Liðin fá fjögur sett af mjúkum dekkjum og fjögur sett af hörðum dekkjum til að velja á milli til notkunar í tímatökunni og kapp- akstrinum. Áður fyrr gátu lið valið að nota eingöngu mjúk dekk í tímatök- unni og kappakstrinum en nú verða liðin að velja hvort tveggja. “Það verður erfitt samspil hjá keppendum hvenær á að nota mjúk dekk og hvenær á að nota hörð dekk. En það fá allir nákvæmlega sama dekkjafjölda og nákvæmlega sömu dekk. Það er jafnvel verið að tala um að merkja dekkin þannig að áhorf- endur viti hvort verið sé að aka á mjúkum dekkjum eða hörðum. Þetta segja menn að komi til með að jafna keppnina og ég hef fulla trú á að svo verði,” sagði Gunnlaugur Rögnvalds- son, Formúlusérfræðingur. Hann er einnig ritstjóri nýs blaðs sem ber ein- faldlega heitið Formula 1 og fæst frítt á bensínstöðvum Essó og Shell og einnig í Bílanaust. Vélaþróun fryst Einnig hafa verið gerðar breyt- ingar á reglum í sambandi við vélar liðanna. Þróun á vélum hefur verið fryst næstu fjögur ár, það er að þá út- færslu á vél, sem notuð var í Brasil- íu á síðasta ári, verður að nota næstu árin. Ástæðan að sögn Gunnlaugs er sú sama, til að spara kostnað við þró- unarvinnu. “Bara sem dæmi þá er talið að Honda hafi sett tvöhundruð milljón- ir dala í smíði og hönnun á vélum í fyrra. Á meðan fátækasti vélafram- leiðandinn, ef svo má segja, Cos- worth kostaði til fimmtán milljónum dala. Það er því verið að setja bremsu á að liðin séu að setja endalausan pening í vélar. Vélarnar mega heldur ekki snúast meira en nítján þúsund snúninga. Sumir hafa verið á móti þessu, bæði að verið sé að frysta vélarnar og að verið sé að setja alla á sömu dekk, því að Formúlan eigi að vera toppurinn í framþróun. En kostnað- urinn er bara orðinn svo óheyrilegur að mönnum finnst þetta einfaldlega vera gáfulegast. Kostnaðurinn er allt- af að aukast. Jafnvel þótt stóru lið- in eigi næga peninga þá er rekstrar- kostnaðurinn alltaf að aukast,” sagði Gunnlaugur. Miklar mannabreytingar Töluverð endurnýjun hefur ver- ið á ökumönnum liðanna. Stærstu liðin, McLaren, Ferrari og Renault, hafa öll gert breytingar hjá sér. Til að mynda eru tveir nýliðar undir stýri Keppnistímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar Ástralíukappaksturinn fer fram. DV fékk Gunn- laug Rögnvaldsson Formúlusérfræðing til að spá og spekúlera í komandi keppnistímabil. hjá þessum liðum, Lewis Hamilton hjá McLaren og Heikki Kovalainen hjá Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso ákvað að söðla um og fór frá Renault til McLaren. Þá fór hinn vin- sæli Kimi Raikkonen frá McLaren til Ferrari til að leysa sjálfan Michael Schumacher af hólmi, sem hætti eft- ir síðasta tímabil. Gunnlaugur var einn þeirra sem stóðu fyrir stórri Formúlusýningu í Smáralindinni um síðustu helgi og hann sagðist hafa tekið eftir því að fólk væri tvístígandi með hverjum það ætti að halda í kjölfar þessara breytinga. “Ég gæti trúað því að um fimmtíu prósent þeirra sem hafa fylgst með Formúlunni síðustu ár hafi haldið með Schumacher. Núna eru þeir eig- inlega í lausu lofti og margir ekkert búnir að ákveða með hverjum þeir ætla að halda. Það eru margir tvístígandi, bæði hvern þeir eigi að velja í staðinn fyr- ir Schumacher og eins hvort þeir eigi að halda áfram að halda með Raikk- onen eftir að hann fór yfir til Ferrari. Ég varð var við að þetta er sálarstríð hjá mörgum,” sagði Gunnlaugur. “Ég geri ráð fyrir að Alonso og Raikkonen verði fremstir í flokki. En einnig held ég að Fillipe Massa hjá Ferrari verði sterkur. Hann nýt- ur stuðnings frá Schumacher og mun gera það áfram. Þeir eru góð- ir félagar,” sagði Gunnlaugur. Hann var einnig spenntur fyrir nýliðunum Lewis Hamilton og Heikki Kovalain- en. “Hamilton er fyrsti blökkumaður- inn í Formúlu 1 og Kovalainen verð- ur mikill “show”-kall. Hann er Finni sem kann að tjá sig og er glaðlegur í fasi. Ólíkt bæði Mika Hakkinen og Kimi Raikkonen sem eru báðir ör- lítið til baka. Ég held að Kovalainen verði vítamínssprauta fyrir Formúl- una,” sagði Gunnlaugur. Kubica er framtíðarmaður Gunnlaugur hefur trú á því að BMW gæti komið á óvart í vetur. “Ég hef trú á því að BMW-menn verði sprækir. Þeir hafa sýnt það á æfing- um í vetur að það býr mikið í bílnum. Þeir hafa að vísu átt í vandræðum með að láta hann endast. En hann hefur verið sprettharður á æfingum. Ég held að kappi sem heiti Ro- bert Kubica, frá Póllandi, sé fram- tíðarmaður og komi til með að ógna þessum toppliðum eins og Renault, McLaren og Ferrari. Síðan er nýr ökumaður hjá Willi- ams sem heitir Alexander Wurz, Austurríkismaður. Hann keppti á árum áður en er að koma aftur eftir að hafa verið þróunarökumaður hjá McLaren. Ég held að hann komi til með að ýta Williams-liðinu aðeins ofar en síðustu ár,” sagði Gunnlaug- ur og bætti við að Williams væri eina liðið sem nyti stuðnings frá íslensku fyrirtæki en Baugur hefur styrkt Williams í nokkur misseri. Sutil hinn nýji Schumacher Þjóðverja? Nokkur eftirvænting er að sjá hvaða áhrif fráhvarf Schumachers muni hafa á Formúluna í ár. Schum- acher var án efa vinsælasti ökumað- urinn og skilur eftir sig stórt skarð í liði Ferrari. Gunnlaugur telur þó að þetta gæti haft góð áhrif á keppnina. “Ég held að þetta sé gott fyrir Formúluna. Það eru ferskir vindar að blása og nýir ökumenn að koma inn. Það eru í raun kynslóðaskipti. Skotinn David Coulthard er nú aldursforseti og ef maður skoðar listann þá er meðal- aldurinn að lækka hjá ökumönnum. Mér finnst spennandi að fá fyrsta blökkumanninn inn í Formúluna. Hann er mjög sprækur. Hann er heimsmeistari í GB2, sem er næsta mótaröð undir Formúlu 1. Ég held að hann eigi eftir að koma á óvart í mótum ársins,” sagði Gunnlaugur. Þjóðverjar eiga einn ungan öku- mann sem gæti tekið við af Michael Schumacher. “Adrian Sutil ekur hjá Spyker, hollenskum bílaframleið- anda sem ætlar sér mikið. Þeir eru komnir með hönnuð sem var áður hjá Toyota og Renault, sem heitir Mike Gascoyne. Menn eru að vona það að þessi Adrian Sutil eða Nico Rosberg hjá Williams verði næsti Michael Schum- acher þeirra Þjóðverja. En Schuma- cher var yfirburðarmaður bæði and- lega og líkamlega þannig að það er kannski ólíklegt að einhver feti í hans fótspor,” sagði Gunnlaugur. Bretar ánægðir að fá Hamilton Það kom mörgum á óvart þegar McLaren ákvað að taka inn nýliða sem ökumann. Oftast er það svo að ungir ökumenn starfa sem þróunar- ökumenn hjá liðum í nokkurn tíma áður en þeir fá tækifæri meðal stóru strákanna. “Þeir töldu að það væri synd að láta hann bíða. Þeir segja að það búi svo mikið í honum. Stundum er beð- ið of lengi með að taka inn nýja öku- menn. Heikki Kovalainen hefur keyrt Renault-bílinn um það bil þrjátíu þúsund kílómetra sem þróunaröku- maður. Sú leið er venjulega farin að menn eru látnir keyra í eitt ár sem þróunarökumenn. Hann er mun reyndari heldur en Hamilton. En allavega hafa Bretarnir mikla trú á Hamilton. Breta hefur vantað mann til að fylgjast með. Formúl- an er mjög vinsæl í Bretlandi, flest keppnisliðin eru stödd þar. Þar í landi eru menn mjög ánægðir með að fá Hamilton í Formúluna,” sagði Gunnlaugur. dagur@dv.is Formúluveislanað hefjast Gunnlaugur Rögnvaldsson Er formúlu- áhugamönnum að góðu kunnur enda tíður gestur á skjám landsmanna. Styrktir af Baugi Williams-liðið í formúlu 1 er að hluta til styrkt af Baugi. Aldursforsetinn david Coulthard, ökumaður red Bull, er aldursforsetinn í formúlunni. Heimsmeistarinn fernando alonso sést hér fagna heimsmeistaratitlinum eftir kappaksturinn í Brasilíu í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.