Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 35
DV Sport föstudagur 16. mars 2007 35 Um síðustu helgi voru bikarúrslitaleikir yngri flokka í handbolta. HK átti fjögur lið af fimm mögulegum og skilaði einum titli í hús. Mikil gróska er í handbolta- starfi yngri flokka HK og iðkendum fjölgar stöðugt. Dugnaður í Digranesi Hafdís Guðjónsdóttir, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, segist sátt við starf HK í yngri flokkum. Töluverð fjölgun hafi orðið á iðkendum eft- ir að hún kom til starfa hjá félaginu fyrir fimm árum. HK bíður eftir nýju íþróttahúsi sem er í byggingu og mun gjörbylta aðstöðu félagsins. Hafdís viðurkennir að Digranes sé fyrir löngu búið að sprengja utan af sér. „Við höfum hlúð vel að yngri flokkunum og fengið góða þjálf- ara sem skiptir miklu máli í yngri flokka starfi. Grundvöllurinn fyr- ir að byggja upp er að hafa góðan þjálfara.“ Af fimm bikarúrslitaleikjum yngri flokka átti HK lið í fjórum, fjórða flokki karla og kvenna og unglinga- flokki karla og kvenna. Eini leikur- inn sem HK átti ekki fulltrúa í var í öðrum flokki karla. Unglingaflokkur kvenna vann sinn leik á móti Fylki 27-16 og því kom einn titill í hús. „Við hefðum getað verið með fimm lið. HK tapaði fyrir Haukum í undan- úrslitum í öðrum flokki. Það er frá- bært að vinna hjá HK og öflugt starf hefur verið unnið hér í gegnum tíðina og ég held að það sé að skila sér.“ Athygli vakti að HK 2 var í bik- arúrslitum í fjórða flokki kvenna en þær unnu stöllur sínar í HK 1 í átta liða úrslitum. „Við erum með 38 stelpur í fjórða flokki kvenna og við skiptum því þannig að HK 2 er yngra árið en HK 1 er eldra árið, þó svo að markvörð- urinn og línumaðurinn í HK 2 séu á eldra ári. Þetta er kjarni sem hefur mikinn metnað og í þetta sinn hafði yngra árið betur.“ Æfa á sex stöðum Hafdís kom til starfa hjá HK fyrir um fimm árum og þá var fjöldi ið- kenda um 200. Nú er fjöldinn kom- inn upp í 350. Íþróttahúsið Digranes á erfitt með að taka á móti slíkum fjölda og segir Hafdís að það muni miklu um nýtt íþróttahús sem nú er í byggingu í Fagralundi. „Elstu flokkarnir æfa í Sala- skóla, sjötti og sjöundi flokkur æfir í Lindaskóla, fimmti flokkur karla og kvenna æfir í Kársnesskóla og yngstu flokkarnir æfa í Kópavogs- skóla og Snælandsskóla. Vonandi fáum við inni í nýja íþróttahúsinu í Salahverfinu. Digranesið er löngu sprungið og við bíðum bara eftir húsinu í Fagralundi, um leið og það hús verður tilbúið verður þetta því- líkur munur. Það hús á að verða tvö- falt stærra og léttir mikið á Digra- nesinu.“ Stærsta handboltamót unglinga er Partille Cup í Svíþjóð. HK fer með 100 krakka á það mót og segir Hafdís að framtíðin sé mjög björt hjá félag- inu. „Framtíðin hjá HK er rosalega björt ef haldið er rétt á spilunum. Við erum að fara með 100 krakka á Partille Cup og reynum að gera eit- hvað slíkt, til að halda krökkunum í íþróttinni því brottfallið er mest á þessum aldri.“ Stoltar að taka þátt í verkefn- inu Mörg lið sem eru efnileg missa marga af sínum bestu leikmönn- um til annarra félaga vegna skorts á þolinmæði í bið eftir velgengi. Haf- dís hefur þó ekki orðið vör við það hjá HK. „Meistaraflokkur kvenna hjá okkur er unglingaflokkur plús tveir útlendingar. Stelpurnar okkar eru stoltar að taka þátt í þessu verkefni. Við erum með ákveðin markmið í gangi sem er ekki að vinna titla strax heldur byggja upp okkar lið sem byggir á okkar mannskap. En með þessum tveimur útlendingum þá erum við að láta þær draga vagninn, því það verða að vera sterkir leik- menn með þeim yngri. Þannig læra yngri leikmenn og ekki skemmir fyr- ir að búið er að ráða Erling Richard- son.“ Erlingur kemur inn sem þjálfari meistaraflokks kvenna, yngri flokka og mun sjá um styrktarþjálfun hjá félaginu. Það er öflugt starf unnið hjá HK og vel haldið utan um starfið og gerðar miklar kröfur. Þetta er ekki eithvað sem á að líða hjá. Kópavog- ur er stór bær og við eigum að geta haldið vel á spilunum þar sem við sitjum ein að handbolta hér í bæ. Breiðablik er ekki með handbolta- deild og við eigum því að geta náð fleiri iðkendum. benni@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.