Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 37
Í huga kynslóðar þess sem þetta skrifar er Hlemmur ekki beint há- menningarlegur staður. Þar sátu á árum áður illa þokkaðir pönkarar sem sniffuðu lím og stungu öryggis- nælum í eyrnasneplana á sér. Maður norpaði frekar úti undir húsvegg eft- ir strætó en að hætta sér inn á yfir- ráðasvæði leðurklæddra, ógreiddra stjórnleysingjanna. En þetta er liðin tíð og Hlemmur minnir orðið meira á hlýlegt bókasafn en alræmda bið- stöð. Við Hlemm er líka starfrækt barna- og unglingaleikhús - Mögu- leikhúsið. Góður andi Það er notalegt að koma í Mögu- leikhúsið við Hlemm. Andrúms- loftið er afslappað, jafnvel þótt fyrir dyrum sé frumsýning og það er ein- hver heimilislegur andi sem svífur þar yfir vötnum. Rýmið er ekki stórt og sviðið mjög nálægt áhorfendum, sem sitja þétt og salurinn er fullur af fólki á öllum aldri. Sýningin er jafn- framt einföld, leikarar aðeins þrír og leikmynd þess eðlis að án mikilla tilfæringa er hægt að breyta ólgu- sjó í þéttan skóg og Oddakirkju í fjós. Pétur Eggerz er höfundur leik- ritsins og leikur jafnframt aðalhlut- verkið, en hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga undanfarin 17 ár. Með önnur hlutverk fara Bjarni Ingvars- son og Alda Arnardóttir. Aðrir sem koma að sýningunni eru Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri, Guðni Franz- son, Messíana Tómasdóttir og Ólaf- ur Pétur Georgsson. Sígildar þjóðsögur Leikritið um Sæmund fróða byggir á sígildum þjóðsögum og bók Njarðar P. Njarðvík, Púkablístr- unni - en sögurnar af Sæmundi og viðskiptum hans við Kölska eru bráðskemmtilegar, eins og allir vita sem þekkja þjóðsögurnar. Í verkinu er því lýst hvernig hinn fróðleiks- fúsi Sæmundur fer utan til náms í Svartaskóla, þar sem sjálfur Kölski er lærimeistari. Þar er jafnan niða- myrkur og „gott að bækurnar séu skrifaðar með glóandi eldletri“, eins og Sæmundur bendir áhorfend- um á. Kölski á með réttu þann sem síðastur gengur út úr skólanum, en Sæmundur leikur á hann og upp frá því reynir Kölski án árangurs að komast yfir sál hans. Í sýningunni er svo farið yfir þekktustu sögurnar af Sæmundi og viðskiptum þeirra Kölska - sem alltaf enda á einn veg; Sæmundi tekst með klókindum að vefja sjálfum myrkrahöfðingjanum um fingur sér. Sýningin er stórskemmtileg og til fyrirmyndar að kynna menning- ararfinn fyrir börnum með þessum hætti, en Möguleikhúsið hefur áður meðal annars sett upp Völuspá. Um þessar mundir er þar líka sýnt leikrit Péturs, Langafi prakkari, sem bygg- ir á sögum Sigrúnar Eldjárn. Næsta verkefni Möguleikhússins er svo Að- venta Gunnars Gunnarssonar, sem líklega verður frumsýnt í desember. gudmundurp@dv.is Menning Stefán Jóhann Boulter Nú stendur yfir sýning Stefáns Jóhanns Boulter í Gallery Turpentine. Stefán Jóhann er fæddur í Reykjavík 6. júní 1970. Hann lærði myndlist í Montagnana og Flórens á Ítalíu og Al Collins Graphic School í Arizona í Bandaríkjunum. Einnig var hann aðstoðarmaður og nemi hjá Odd Nerdrum, bæði í Noregi og á Íslandi árin 2001-2004. Stefán hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Bandaríkjunum og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í Færeyjum, Danmörku og Noregi. Sýningin stendur til 24. mars. DV Menning föstudagur 16. mars 2007 37 Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir eina eftirlætismynd Hilmars Oddssonar, Oh, Lucky Man: Kolsvartur, hápólitískur húmor Kvikmyndin Oh, Lucky Man, eft- ir Lindsey Anderson verður sýnd annað kvöld í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Hilmar Oddsson kvikmynda- gerðarmaður valdi myndina á dag- skrá Kvikmyndasafns Íslands ásamt tveimur öðrum myndum; Speglin- um eftir Tarkovsky og Farþeganum eftir Antonioni. Hilmar segir allar þessar myndir hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég sá allar þessar myndir á unglingsárum mínum, þær eru frá mismunandi löndum og hreyfðu mjög við mér á sínum tíma. Þær höfðu í rauninni þau áhrif að mig langaði að verða kvikmyndagerðar- maður,“ segir hann. Hilmar hefur séð Spegilinn og Farþegann oft síð- an, en Oh, Lucky Man hefur hann ekki séð aftur, fyrr en nú. „Mig langaði svo að sjá hana aftur að ég valdi hana á listann, minning- in er svo sterk og góð að ég er mjög spenntur að sjá hvort hún stendur undir væntingum.“ Oh, Lucky Man er frá árinu1973 og meðal leikara eru Malcolm McDowell, Ralph Ri- chardson og Helen Mirren. Hilmar segir myndina mjög einkennandi fyrir breska kvikmyndagerð á þess- um tíma. „Þetta er mjög bresk sat- íra, alveg kolsvartur, hápólitískur húmor og það eru alveg rosalegar senur í þessari mynd - alveg geggj- aðar senur. Hún minnir svolítið á A Clockwork Orange að því leyti að hún kemur svolítið óþægilega við kauninn á manni.“ Tónlist leikur stórt hlutverk í myndinni, en hún er eftir Alan Price sem þá var í hljóm- sveitinni Animals og naut titillagið Oh, Lucky Man til að mynda mikilla vinsælda. Sýningin fer, sem fyrr seg- ir, fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði ann- að kvöld og hefst kl. 20. Hilmar Oddsson „Þessar myndir höfðu þau áhrif að mig langaði að verða kvikmyndagerðarmaður“ Nýr geisladisk- ur Ísafoldar Kammersveitin Ísafold hefur nýverið tekið upp sínu fyrstu plötu, sem gefin er út af 12 Tónum. Á plötunni er m.a. verk eftir Hauk Tómasson, verð- launahafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2004. Verk hans á plötunni var samið sérstaklega fyrir Ísafold og frumflutt síðasta sumar á tónleikaferð hljómsveitarinnar. Árið 2005 var sveitin ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin í flokki sígildrar tónlistar. Hljómplatan fæst í öllum betri tónlistarverslunum landsins. Endurreisn í Kristskirkju Kammerkórinn Carmina flytur Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartónskáld- ið Tomás Luis de Victoria í fyrsta sinn á Íslandi á tónleikum í Kristskirkju 17. og 18. mars. Victoria var fremsta tónskáld Spánverja á 16. öld og sálumess- an var hans mesta meistaraverk. Auk sálumessunnar mun Carmina flytja verk sem tengjast sálumessum eftir endurreisnar- tónskáldin Cristóbal de Morales og Josquin des Prez. Kammer- kórinn Carmina var stofnaður sumarið 2004 með það að markmiði að flytja kórtónlist endurreisnarinnar á Íslandi. Á tónleikunum í Kristskirkju munu fjórir söngvarar úr BBC Singers, The Tallis Scholars og Westmin- ster Abbey-kórnum í Lundúnum slást í lið með félögum í Carminu. Stjórnandi á tónleik- unum er Árni Heimir Ingólfsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16 báða dagana. Vilborg les ljóð Á morgun kl. 16 mun Vilborg Dagbjartsdóttir lesa eigin ljóð í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Tilefnið er opnun á myndlistarsýningu Kristínar Þorkelsdóttur í Artóteki, en þar sýnir Kristín meðal annars portrettmynd af Vilborgu. Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Á síðasta ári kom út eftir Vilborgu bókin Fugl og fiskur: ljóð og sögur handa börnum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála. Helga í hvítu Möguleikhúsið frumsýndi í vikunni leikrit Péturs Eggerz um Sæmund fróða. Í verkinu eru þjóðsögur af viðskiptum Sæmundar og Kölska í forgrunni. Þjóðlegt Möguleikhús við Hlemm Einföld sýning Þrír leikarar fara með öll hlutverkin í sæmundi fróða. Pétur Eggerz Hefur verið iðinn við að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.