Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 37
Í huga kynslóðar þess sem þetta skrifar er Hlemmur ekki beint há- menningarlegur staður. Þar sátu á árum áður illa þokkaðir pönkarar sem sniffuðu lím og stungu öryggis- nælum í eyrnasneplana á sér. Maður norpaði frekar úti undir húsvegg eft- ir strætó en að hætta sér inn á yfir- ráðasvæði leðurklæddra, ógreiddra stjórnleysingjanna. En þetta er liðin tíð og Hlemmur minnir orðið meira á hlýlegt bókasafn en alræmda bið- stöð. Við Hlemm er líka starfrækt barna- og unglingaleikhús - Mögu- leikhúsið. Góður andi Það er notalegt að koma í Mögu- leikhúsið við Hlemm. Andrúms- loftið er afslappað, jafnvel þótt fyrir dyrum sé frumsýning og það er ein- hver heimilislegur andi sem svífur þar yfir vötnum. Rýmið er ekki stórt og sviðið mjög nálægt áhorfendum, sem sitja þétt og salurinn er fullur af fólki á öllum aldri. Sýningin er jafn- framt einföld, leikarar aðeins þrír og leikmynd þess eðlis að án mikilla tilfæringa er hægt að breyta ólgu- sjó í þéttan skóg og Oddakirkju í fjós. Pétur Eggerz er höfundur leik- ritsins og leikur jafnframt aðalhlut- verkið, en hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga undanfarin 17 ár. Með önnur hlutverk fara Bjarni Ingvars- son og Alda Arnardóttir. Aðrir sem koma að sýningunni eru Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri, Guðni Franz- son, Messíana Tómasdóttir og Ólaf- ur Pétur Georgsson. Sígildar þjóðsögur Leikritið um Sæmund fróða byggir á sígildum þjóðsögum og bók Njarðar P. Njarðvík, Púkablístr- unni - en sögurnar af Sæmundi og viðskiptum hans við Kölska eru bráðskemmtilegar, eins og allir vita sem þekkja þjóðsögurnar. Í verkinu er því lýst hvernig hinn fróðleiks- fúsi Sæmundur fer utan til náms í Svartaskóla, þar sem sjálfur Kölski er lærimeistari. Þar er jafnan niða- myrkur og „gott að bækurnar séu skrifaðar með glóandi eldletri“, eins og Sæmundur bendir áhorfend- um á. Kölski á með réttu þann sem síðastur gengur út úr skólanum, en Sæmundur leikur á hann og upp frá því reynir Kölski án árangurs að komast yfir sál hans. Í sýningunni er svo farið yfir þekktustu sögurnar af Sæmundi og viðskiptum þeirra Kölska - sem alltaf enda á einn veg; Sæmundi tekst með klókindum að vefja sjálfum myrkrahöfðingjanum um fingur sér. Sýningin er stórskemmtileg og til fyrirmyndar að kynna menning- ararfinn fyrir börnum með þessum hætti, en Möguleikhúsið hefur áður meðal annars sett upp Völuspá. Um þessar mundir er þar líka sýnt leikrit Péturs, Langafi prakkari, sem bygg- ir á sögum Sigrúnar Eldjárn. Næsta verkefni Möguleikhússins er svo Að- venta Gunnars Gunnarssonar, sem líklega verður frumsýnt í desember. gudmundurp@dv.is Menning Stefán Jóhann Boulter Nú stendur yfir sýning Stefáns Jóhanns Boulter í Gallery Turpentine. Stefán Jóhann er fæddur í Reykjavík 6. júní 1970. Hann lærði myndlist í Montagnana og Flórens á Ítalíu og Al Collins Graphic School í Arizona í Bandaríkjunum. Einnig var hann aðstoðarmaður og nemi hjá Odd Nerdrum, bæði í Noregi og á Íslandi árin 2001-2004. Stefán hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Bandaríkjunum og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í Færeyjum, Danmörku og Noregi. Sýningin stendur til 24. mars. DV Menning föstudagur 16. mars 2007 37 Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir eina eftirlætismynd Hilmars Oddssonar, Oh, Lucky Man: Kolsvartur, hápólitískur húmor Kvikmyndin Oh, Lucky Man, eft- ir Lindsey Anderson verður sýnd annað kvöld í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Hilmar Oddsson kvikmynda- gerðarmaður valdi myndina á dag- skrá Kvikmyndasafns Íslands ásamt tveimur öðrum myndum; Speglin- um eftir Tarkovsky og Farþeganum eftir Antonioni. Hilmar segir allar þessar myndir hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég sá allar þessar myndir á unglingsárum mínum, þær eru frá mismunandi löndum og hreyfðu mjög við mér á sínum tíma. Þær höfðu í rauninni þau áhrif að mig langaði að verða kvikmyndagerðar- maður,“ segir hann. Hilmar hefur séð Spegilinn og Farþegann oft síð- an, en Oh, Lucky Man hefur hann ekki séð aftur, fyrr en nú. „Mig langaði svo að sjá hana aftur að ég valdi hana á listann, minning- in er svo sterk og góð að ég er mjög spenntur að sjá hvort hún stendur undir væntingum.“ Oh, Lucky Man er frá árinu1973 og meðal leikara eru Malcolm McDowell, Ralph Ri- chardson og Helen Mirren. Hilmar segir myndina mjög einkennandi fyrir breska kvikmyndagerð á þess- um tíma. „Þetta er mjög bresk sat- íra, alveg kolsvartur, hápólitískur húmor og það eru alveg rosalegar senur í þessari mynd - alveg geggj- aðar senur. Hún minnir svolítið á A Clockwork Orange að því leyti að hún kemur svolítið óþægilega við kauninn á manni.“ Tónlist leikur stórt hlutverk í myndinni, en hún er eftir Alan Price sem þá var í hljóm- sveitinni Animals og naut titillagið Oh, Lucky Man til að mynda mikilla vinsælda. Sýningin fer, sem fyrr seg- ir, fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði ann- að kvöld og hefst kl. 20. Hilmar Oddsson „Þessar myndir höfðu þau áhrif að mig langaði að verða kvikmyndagerðarmaður“ Nýr geisladisk- ur Ísafoldar Kammersveitin Ísafold hefur nýverið tekið upp sínu fyrstu plötu, sem gefin er út af 12 Tónum. Á plötunni er m.a. verk eftir Hauk Tómasson, verð- launahafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2004. Verk hans á plötunni var samið sérstaklega fyrir Ísafold og frumflutt síðasta sumar á tónleikaferð hljómsveitarinnar. Árið 2005 var sveitin ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin í flokki sígildrar tónlistar. Hljómplatan fæst í öllum betri tónlistarverslunum landsins. Endurreisn í Kristskirkju Kammerkórinn Carmina flytur Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartónskáld- ið Tomás Luis de Victoria í fyrsta sinn á Íslandi á tónleikum í Kristskirkju 17. og 18. mars. Victoria var fremsta tónskáld Spánverja á 16. öld og sálumess- an var hans mesta meistaraverk. Auk sálumessunnar mun Carmina flytja verk sem tengjast sálumessum eftir endurreisnar- tónskáldin Cristóbal de Morales og Josquin des Prez. Kammer- kórinn Carmina var stofnaður sumarið 2004 með það að markmiði að flytja kórtónlist endurreisnarinnar á Íslandi. Á tónleikunum í Kristskirkju munu fjórir söngvarar úr BBC Singers, The Tallis Scholars og Westmin- ster Abbey-kórnum í Lundúnum slást í lið með félögum í Carminu. Stjórnandi á tónleik- unum er Árni Heimir Ingólfsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16 báða dagana. Vilborg les ljóð Á morgun kl. 16 mun Vilborg Dagbjartsdóttir lesa eigin ljóð í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Tilefnið er opnun á myndlistarsýningu Kristínar Þorkelsdóttur í Artóteki, en þar sýnir Kristín meðal annars portrettmynd af Vilborgu. Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Á síðasta ári kom út eftir Vilborgu bókin Fugl og fiskur: ljóð og sögur handa börnum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála. Helga í hvítu Möguleikhúsið frumsýndi í vikunni leikrit Péturs Eggerz um Sæmund fróða. Í verkinu eru þjóðsögur af viðskiptum Sæmundar og Kölska í forgrunni. Þjóðlegt Möguleikhús við Hlemm Einföld sýning Þrír leikarar fara með öll hlutverkin í sæmundi fróða. Pétur Eggerz Hefur verið iðinn við að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.