Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 47
föstudagur 16. mars 2007 47DV Ferðalög M ig langar til þess að segja lesendum frá fjallinu Hlöðu- felli. Fjallið er í um 25 km fjarlægð frá Laugarvatni og þangað liggur ágæt- is jeppaslóði,“ segir Pálmi sem geng- ið hefur nokkrum sinnum á fjallið. „5 km innan við Laugarvatn er veg- ur upp svokallað Miðdalsfjall. Farið er upp hjá bænum Miðdal en þang- að eru 20 km upp að Hlöðuvöllum. Þar er að finna skála sem er öllum opinn og þaðan er eina gönguleið- in upp á fjallið.“ Að sögn Pálma er gönguleiðin ekki merkt en kominn er slóði sem hægt er að fylgja. Fyrir ofan skálann er gil og vestan megin við það er gengið upp.Pálmi segir að fjallið sé nokkuð bratt og því sé það ekki heppileg gönguleið fyrir algjöra byrjendur en henti þeim sem eru í meðalgóðu gönguformi vel. „Fjallið er 1188m hátt og það má alveg reikna með góðum klukkutíma á toppinn,“ segir Pálmi og bætir við að hækkunin sé um 600 m frá skála og upp á topp. Af toppnum er gríðarlega gott útsýni m.a. yfir Skjaldbreið. Að göngu lok- inni er svo kjörið að tilla sér niður í skálanum að Hlöðuvöllum, borða þar nesti og kvitta í gestabókina. „Ég hef alltaf gengið einn á þetta fjall nema í eitt skipti þegar ég fór þang- að í útkall á vegum björgunarsveitar- innar Ingunnar á Laugarvatni,“ segir Pálmi og undirstrikar að ekki sé ráð- legt að ganga á fjallið nema veður- útlit sé gott. Hættulegt sé að villast á toppnum þar sem hamrar séu þar allan hringinn og einungis ein leið fær upp og niður fjallið sem sé vand- fundin í þoku. „Ég fer ekki nærri nógu oft í göng- ur og myndi vilja fara miklu oftar. En ég reyni alltaf að ganga á eitt og eitt fjall þegar fjölskyldan er á ferðalagi á sumrin. Í sumar ætlum við norð- ur í land en ég ekki búin að ákveða á hvaða fjöll ég geng þar,“ segir Pálmi og viðurkennir að hann sé einn af þeim sem gaman hafa af því að safna fjallstoppum.„Ætli þeir séu ekki á bil- inu 20-30 talsins núna, þetta gengur hægt hjá mér.“ Aðspurður að því hvort það sé mikill útivistaráhugi meðal nem- enda Menntaskólans á Laugavatni játar hann því og segir að boðið sé upp sérstakan útivistaráfanga sem valfag við skólann og hann hafi verið vinsæll. Sjálfur hafi hann farið með krökkunum í ýmsar ferðir í tengslum við þennan útivistaráfanga. Hann segir að mynda hafi verið gengið með nemendur frá Laugarvatni að Skjald- breið og hafi krökkunum verið kennt á áttavita og GPS tæki í leiðinni. „Þau gengu svo upp með Laxárgljúfrum og gistu í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti og gengu svo frá Háafossi að Stöng daginn eftir. Einnig höfum við farið nokkrum sinnum í rafting á Hvítá, í skíða- og skautaferðir, í kanósigling- ar frá Laugavatni niður Hólaá og í Apavatn, í hellarannasóknir, snorkl- ferð í Silfru á Þingvöllum og í ísklifur í Þórsmörk.“ Pálmi skorar á starfsfélaga sinn, Smára Stefánsson, kennara við Menntaskólann að Laugavatni að segja frá ferðalögum sínum í næstu viku. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að kenna við skólann en á ættir að rekja til Akureyrar og getur hann því hugsanlega sagt lesendum frá ein- hverjum skemmtilegum stöðum á heimaslóðum sínum. U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s á ferðinni Jeppaferð á Drangjökul Vestfirðir eru spennandi og krefjandi svæði til vetrarferða á jeppum og eftir viku býður ferðafélagið Útivist upp á jeppaferð á drangjökul. Þetta er eingöngu ferð fyrir mikið breytta jeppa og er þátttaka háð samþykki fararstjóra. gist verður í svefnpoka- plássi og er nauðsynlegt að vera með talstöð í þessari ferð. Bob Dylan í London Icelandair bjóða í apríl upp á tónleikaferð til London sem aðdáendur Bobs dylan ættu ekki að láta fram hjá sér fara. fyrsta plata dylans í 5 ár, modern times, er nýkomin út og plöt- unni mun hann fylgja eftir með heljarinnar tónleikaferðalagi um Evrópu. Platan hefur hlotið mjög góða gagnrýni svo það má búast við þrusutónleikum. ferðin sem Icelandair býður upp á er háð því að næg þáttaka í hana fáist en hún er fyrirhuguð dagana 14.-16.apríl. Kostar hún 69.900 á mann í tvíbýli en innifalið í því er íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, gisting í tvær nætur á ramada Jarvis Hyde Park sem er fjögurra stjörnu hótel og miði á tónleika Bobs dylan sem haldnir eru 15. apríl á Wembley arena.. Ferðalag í fermingargjöf Iceland Express hvetur til þess að fólk geri fermingarbörnin að heimsborgur- um og auglýsir í því samhengi gjafabréf sem eru kjörin til fermingar- gjafa. gefandinn ákveður sjálfur hversu há upphæðin er, þó ekki lægri en 2.000 krónur. Ekkert liggur á því að fermingarbarnið nýti gjafabréfið því það gildir í tvö ár og til hvaða áfangastaðar Iceland Express sem er. Hægt er að kaupa þessi gjafabréf á heimasíðu Iceland Express. ferðamann heimsæki borgina árlega, fyrir 2015. Telemark-hátíð á Akureyri um helgina stendur Íslenski alpa- klúbburinn fyrir telemark-skíðahátíð í Hlíðarfjalli. Nægur snjór er í fjallinu og því útlit fyrir góða skíðahelgi. Í ár verður boðið upp á þá nýjung að blásið verður til fjallaskíðakeppni á sunnudaginn. Keppnin er bæði fyrir telemark- og fjallaskíðaunnendur og er öllum heimil þátttaka. Keppnin felst í því að ganga, skinna og skíða ákveðinn hring í kringum skíðasvæð- ið. Áætlað er að þessi þolraun taki um klukkustund og eru vegleg verðlaun í boði fyrir alla aldursflokka. aðalstyrkt- araðili hátíðarinnar í ár er Útivera og á utivera.is verður hægt að fylgjast með fréttum helgarinnar. Hingað til hafa menn varla ferðast til Danmerkur til að fara á skíði en það er þó hægt að gera allan ársins hring í IndoorSki í Rødovre. Hjá IndoorSki er rekin innanhússskíða- og bretta- aðstaða, sú eina sinnar tegundar í Danmörku. Aðstaðan hentar fólki á hvaða aldri og getustigi sem er því hægt er að stilla skíðabrautirnar, sem eru í formi færibanda, eftir reynslu hvers og eins. Þannig geta þeir sem eru verulega góðir á skíðum fengið að spreyta sig á kolsvörtum leiðum en aðrir sem ekki eru eins öruggir geta haldið sig á grænum brautum. Upplifunin er sögð jafnast á við mjög góða ferð í alvöru brekkum. Við Ind- oorSki starfa þaulreyndir skíðakenn- arar sem gefa góð ráð bæði varðandi búnað og skíðastíl en einnig er skíða- búnaður seldur á staðnum og þar er líka hægt að fá sér veitingar að skíða- ferð lokinni. Ekki er nauðsynlegt að mæta í skíðagallanum, fólk mætir bara á staðinn eins og það er klætt en þarf þó að taka eigin skíðaskó með sér, annað fær maður hjá IndoorSki. Hugmyndin að fyrirtækinu kemur upphaflega frá Bandaríkjunum en þar hafa menn getað skellt sér á skíði innandyra í meira en 30 ár. Lesa má nánar um þá þjónustu sem þarna er boðið upp á heimasíð- unni indoorski.dk. Danir þurfa ekki að treysta á veðurguðina til að iðka vetraríþróttir: Í síðustu viku skoraði kennarinn Jóna Björk Jónsdóttir á Pálma Hilmarsson húsvörð og heimavistarstjóra við Menntaskólann að Laugarvatni. Pálmi varð við þeirri áskorun að segja frá falleg- um stað í nágrenni sínu enda mikill útivistarmaður. Auk þess að ganga á fjöll sjálfum sér til skemmtunar er hann í björgunarsveit og leiðbeinir einnig við sérstakan útivistaráfanga sem stendur nemendum við Menntaskólanum að Laugarvatni til boða. Jeppaferð á DrangJökul Á göngu Pálmi á göngu upp með Laxárgljúfrum í haust með nemendum í útivistaráfanga mL. Skíða innandyra allan ársins hring Í vetrarbúningi Þessi mynd er af norðvest- urhlið Hlöðufells og sýnir klettabeltið sem nær nánast hringinn og gerir fjallið aðeins kleift á einum stað með góðu móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.