Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 51
DV Fréttir föstudagur 16. mars 2007 51 Okkur langar í þetta. tvær litríkar töskur, ein lóðrétt, önnur lárétt, ein fyrir dýravininn í þér en hin fyrir rokkarann. Eyrnalokkarnir eru frá top shop sem og töskurnar. En munið að það er líka flott að vera bara með einn, svo kaupið tvær saman og sparið smá aur. góðir tónar strákarnir í 12 tónum mæla svo sannar- lega með þessu þremur plötum. Þeir segja disk Ólafar arnalds alveg einstakan og gavin Portland diskurinn kemur þeim í gírinn. fyrir forvitna þá er hægt að grenslast fyrir um hina ýmsu atburði sem og annað á heimasíðu 12 tóna; http://www.12tonar.is/. Nafn? Björk Viggósdóttir. Aldur? 25 ára. Hvað ert þú að gera? Ég er myndlistarmaður í kennararéttindanámi við Listaháskóla Íslands. Hvernig mundir þú lýsa stílnum þínum ? Ævintýralegum og litríkum. Hvað keyptir þú þér síðast ? Ég keypti mér skærbláa súper hlýja dúnulpu í barnadeildinni í Hagkaup og stóra hvíta bókahillu. Hverju færðu ekki nóg af? sköpunarkrafti, góðri myndlist, tónlist, vinum mínum, og að elda góðan mat. Með hverju mælir þú fyrir forvitnar sálir? fara á áhugaverðar myndlistarsýningar, helst nútímamyndlist með ungum listamönnum, með stoppi í Brunch á Hótel sögu, þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar. Hvað langar þig mest í ákkurat núna ? Nýja og fallega Hd vídeóupptökuvél, stafræna Leicu myndavél og arkaos video dJ forrit og svo fallega skó í kaupbæti. Ef þér væri boðið í partý í kveld í hverju mundir þú fara? Ég myndi fara í einhverju litríku og fallegu með hressleika og gleðigjafa í handtöskunni. gult límband kemur til greina. (Yellow mustaché). Hvenær líður þér best? Í faðmlagi með gott kaffi, nýbúin að afreka eitthvað erfitt og skemmtilegt. Afrek vikunnar? Ég fékk alveg frábærar hugmyndir fyrir næstu sýningu sem geta ekki beðið eftir að fæðast og svo samdi ég nokkur dularfull hljóðverk sem ég á aldrei eftir að þora að leyfa neinum að heyra. Það er mikið úrval af bindum í bænum en þessi eru frá retró í smáranum og top shop. Hönnunin á bindum er eins og öll önnur hönnun, þar skiptir efnið máli, litur, munstur og snið. flottustu bindin í bænum fást í versluninni Liborius á mýrargötunni en þau eru með Kendi-ties. fyrir forvitna er hægt að kíkja inn á: http:// www.liborius.is/ og http://www. kendities. com/. Hinn franski hönnuður Jean-Charles de Castelbajac kemur alltaf skemmtilega á óvart í listsköpun sinni. Hann hefur gert allt enda ekki hræddur við að prófa sig áfram. Hann hannar frumleg föt sem hvetja til fagurfræðilegs lífsmáta. Bangsa jakki, risa snoopy bolir og upplásnar herðaslár (ponsjó) koma upp í huga manns. Í sérviskulegri hönnun hans blandast saman skærir litir, nútíma- menning og húmor. Hönnun hans er litrík og skemmtileg; hönnun hans speglar ást hans á litum og náttúrunni. Castelbajac er andsnúinn tískustöðlum og fer sínar eigin leiðir. Hann nýtir efni eins og teppi, gólfdregla og flottar umbúðir út frá grunnlitum eða í samvinnu og ævintýralegum verkefnum með listamönnum eins og Loulou Picasso, robert Combas and Jean-Charles Blais. fyrir þá sem vilja grennslast fyrir um kauðann geta kíkt á síðuna hans; http://www.jc-de-castelbajac.com/. Fötin eru hans strigiPersónanBjörk Viggósdóttir Bætum við okkur bindum givenchy miu miu Jean-Charles de Castelbajac Bangsa jakkinn frægi, haust 1988. Innblásið frá Keith Haring og mikka mús: Jean-Charles de Castelbajac haust/vetur 2002/3 Jean-Charles de Castelbajac eftir vel heppnaða sýningu nú á dögum. Jean-Charles de Castelbajac haust/vetur 2007/2008. Bernhard Willhelm DV-mynd Gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.